Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 7
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 7
KönnUn löGMAnnABlAðsins
19% starfa á litlum lögmannsstofum
með tveimur til fjórum lögmönnum í
stað 22% árið 2007.
sjálfstætt starfandi
lögmönnum fækkar
Sjálfstætt starfandi lögmönnum hefur
fækkað síðustu ár og eru nú 70% á móti
80% árið 2007. Sem fyrr virðast fulltrúar
stefna að því að verða sjálfstætt starfandi
lögmenn en einungis 10% þeirra eru
yfir 50 ára og aðeins 11% eru með yfir
tíu ára starfsreynslu. Af þeim sem eru
með innan við fimm ára starfsreynslu
eru 41% sjálfstætt starfandi lögmenn og
30% þeirra eru á aldrinum 25-39 ára.
Fleiri karlar
framkvæmdastjórar eða
forstöðumenn
Alls var könnunin send á 266 innan -
hússlögmenn og fengust svör frá
151 þeirra, eða 57%. Af innan húss-
lögmönnum starfa 45% hjá fjármála-
fyrirtækjum og 26% hjá ríki eða
sveitarfélögum. 21% innanhússlögmanna
starfa sem framkvæmdastjórar eða
forstöðumenn, 24% sem deildarstjórar
eða yfirlögfræðingar og 54% sem
lögmenn og/eða sérfræðingar.
fjórðungur karla eru framkvæmdastjórar
eða forstöðumenn á móti 14%
kvenna. Þá starfa 63% kvenna sem
eru innanhúslögmenn sem lögmenn
og/eða sérfræðingar hjá fyrirtækjum,
félagasamtökum og stofnunum á móti
47% karla.
Vinnutími lögmanna stendur
í stað
Alls vinna 55% lögmanna 40-50 klst.
á viku og helmingi fleiri karlar vinna
meira en 50 klst. á viku en konur, eða
32% á móti 16% kvenna. Þetta er sama
hlutfall og í könnuninni frá árinu 2007.
Athyglisvert er að 78% kvenna, sem
eru innanhússlögmenn, vinna 40-50
klst. á viku á meðan 54% kvenna á
lögmannsstofum vinna svo lengi.
rúmlega helmingur kvenna vinnur 40-50
klst. á viku og fjórðungur vinnur 30-40
klst. á viku.
afkoma lögmanna á
lögmannsstofum
rúmlega helmingur lögmanna á
lögmannsstofum segir afkomu sína
það sem af er árinu 2013 vera svipaða
og á síðasta ári á meðan fjórðungur
hefur betri afkomu og 11% síðri. mun
fleiri konur eru með hærri laun í ár, eða
33% á móti 21% karla. Þá er helmingur
sjálfstætt starfandi lögmanna sáttur við
afkomu sína (þ.m.t. laun, bónusar og
arður) á móti 39% fulltrúa.
Á meðan 46% lögmanna eru sáttir
við afkomu sína voru 27% ósáttir og
var ekki munur á milli kynja. Þeir
sem voru ósáttir við afkomu sína voru
beðnir um að svara af hverju og meðal
skýringa voru of lág laun, erfiðleikar
með innheimtu reikninga, ónóg verkefni
og verjendastörf lágt launuð. Einstaka
lögmaður nefndi einnig að tengsl réðu
miklu um hverjir fengju stór verkefni
og þrotabú.
afkoma innanhússlögmanna
rúmlega helmingur innanhússlögmanna
segir laun sín það sem af er árinu 2013
vera svipuð og á síðasta ári, 41% hefur
hærri laun og 3% lægri laun. fleiri
karlar hafa hærri laun en á árinu 2012,
eða 57% á móti 43% kvenna. Á meðan
60% innanhússlögmanna eru sáttir við
afkomu sína voru 32% ósáttir.
Fjölgun lögmanna
mikill meirihluti lögmanna taldi fjölgun
lögmanna undanfarið hafa mikil áhrif
á stéttina. Í athugasemdum kom fram
að farið væri að bera á atvinnuleysi
meðal ungra lögmanna og skrifaði
einn þátttakandi könnunarinnar að
hann fengi atvinnuumsóknir vikulega,
jafnvel daglega, svo það jaðraði við
örvæntingu hjá umsækjendum. Annar