Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 21
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 21
Á léttUM nótUM
við hlaupandi fólki á leið suður hálsinn.
Það leit nokkuð eðlilega út, brosti
jafnvel, en það var samdóma álit okkar
að það hlyti að vera stóreinkennilegt.
Það er merkilegt að fá tækifæri til að
ganga í nýju landslagi á hrauninu við
móða og magna, fellin á fimmvörðuhálsi
sem mynduðust í gosinu árið 2010.
Hraunið er svart og úfið en segja
má að ekki hafi fyrr myndast skel á
yfirborðinu, fljótlega eftir eldgosið, en
að gönguleið var mynduð yfir hraunið
og í hlíðum fellanna. mér skilst að menn
hafi í fyrstu stoppað stutt á hrauninu
til þess að skósólarnir bráðnuðu ekki.
Í dag er þetta í lagi en þó stutt niður á
hitann, það nægir að sparka aðeins vikri
og hrauni til. Það vakti athygli mína í
fyrra þegar ég gekk þessa leið í fyrsta
skipti eftir gos, og svo aftur núna, hvað
mosinn er fljótur að nema land. Það er
raunar furðu mikið af mosa sums staðar
í hrauninu.
Þegar halla fer undan fæti,
og ef veður leyfir, er útsýnið yfir
goðalandið, Þórsmörkina, mýrdalsjökul,
Tindfjallajökul og svæðið norðan jökla
stórkostlegt. við vorum sæmilega
heppin með veður og fengum því að
njóta þessarar náttúrufegurðar.
Eins og jafnan á þessum árstíma var
nokkur snjór í Bröttufönn. fólk notar
ýmsar aðferðir við að renna sér niður
skaflinn, ýmist er reynt að „skíða“ á
gönguskónum, eða þá að menn setja
eitthvað undir afturendann á sér og
renna sér þannig niður. Það er stutt
í barnið í okkur við réttar aðstæður. Í
harðfenni getur þetta þó verið varasamt.
heljarkambur og
kattahryggir
Heljarkambur heitir hryggur sem tengir
brekkurnar við morinsheiði. Heiðin mun
hafa myndast í svipuðu gosi og því sem
varð á fimmvörðuhálsi árið 2010 en
jöklar og vatn surfu hluta heiðarinnar
og mynduðu Heljarkambinn. Sumum
finnst óþægilegt að fara kambinn því
það þarf að fikra sig niður með keðjum
en gönguhópurinn okkar var ekki í
vandræðum með það enda með þennan
fína fararstjóra.
Áfram lá leiðin niður með
Heiðarhorninu og niður foldirnar þar
til komið var á Kattahryggi. gönguleiðin
liggur þar ofan á móbergshrygg og er
bratt niður í gilin sitt hvoru megin við
gönguleiðina. Það fer því um suma að
ganga þessa leið en hún er skemmtileg
og ekki spillir fyrir fjölbreyttur gróðurinn
í Strákagili. við komum niður úr
skóginum neðst á Kattahryggjunum,
við mynni Strákagils, um kl. 18:00, þar
sem rútan beið okkar.
Eftir sveitta hamborgara á Hvolsvelli
skildi leiðir. Þessi gönguhópur var fljótur
að hristast saman en allir voru í góðu
formi, líkamlegu jafnt sem andlegu með
skemmtilegheit og gott skap í fyrirrúmi.
Aldursforseti hópsins, Bogi nilsson, var
ávallt meðal fremstu manna og blés ekki
úr nös. Það er ekki amalegt að vera í
svo góðu formi.
Lesendur eru sjálfsagt spenntir að vita
hvernig fararstjórinn Helgi jóhannesson
hafi staðið sig í þessu nýja hlutverki
meðal lögmanna. Svarið er að hann var
fræðandi, leiðandi og ábyrgur en eins og
venjulega var stutt í grínið og glensið.
Hann verður vonandi fararstjóri í fleiri
ferðum á vegum félagsdeildar LmfÍ.
og ef hann verður einhvern tímann
leiður á lögmennskunni þá tel ég að
hann eigi tvímælalaust framtíðina fyrir
sér sem fararstjóri á fjöllum.
Marteinn Másson.
Á leið upp með skógánni, nokkru áður en komið er að göngubrúnni yfir ána.
ljósmyndari: ii.
Fararstjórinn síkáti, helgi jóhannesson.
ljósmyndari: ii.