Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 28
28 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 UMfJöllUn Löggjafinn lét ekki á það reyna hvort stofnanir ríkisins réðu við verkefni sín í kjölfar hrunsins. Þess í stað var komið á fót nýrri stofnun, embætti sérstaks saksóknara. Það embætti fékk það verkefni að „sefa reiði almennings“ og til þess hefur verið varið mjög miklum fjármunum. dómstólar hafa verið „meðvirkir“ í ákvörðunum sínum í málum þar sem þetta embætti hefur átt í hlut. Úrskurðir um húsleitir og símahlustun hafa verið afgreiddir á færibandi, oft á tíðum án viðhlítandi lagastoðar, og álitamál um réttindi sakborninga í sakamálum nánast alltaf verið túlkuð ákæruvaldinu í hag. Það á hins vegar eftir að reyna á það til fulls hvort dómstólarnir standi í afturfæturna þegar hin stærri dómsmál koma endanlega til dóms. til að svara þeirri spurningum í örstuttu máli hvort íslensk réttarkerfi hafi staðist álagið þá tel ég að merkilega vel hafi tekist til að mörgu leyti. Verkefnið hefur verið mjög viðamikið og flókið, sérstaklega þar sem flétturnar sem hefur þurft að greiða úr hafa verið á réttarsviði þar sem rannsóknaraðilar og dómarar hafa ekki haft sérþekkingu á. Ég tel dómstólana sjálfa hafa staðið sig merkilega vel, en tel þann drátt sem varð í saksókninni allri afar óheppilegan. Fyrst varðandi það að setja á stofn embættis sérstaks saksóknara og síðan þann tíma sem farið hefur í rannsóknir mála. Það var til dæmis miður að á sama tíma og verið var að ákæra og saksækja mótmælendur fyrir óskunda gagnvart alþingi þá var langt í að ákærur gagnvart brotlegum bankamönnum sæju dagsins ljós. Þetta jók mjög á óróann hjá almenningi sem nógur var fyrir. Þegar litið er um öxl og velt fyrir sér hvaða lærdóma megi af þessu draga er fyrsta hugsunin sú að vona að aldrei þurfi aftur að taka á viðlíkum vandamálum og upp komu haustið 2008. ragnar h. hall hrl.: meÐVirkir dómstólar lÁra V. júlÍusdóttir hrl.: drÁttur Á saksókn óhePPilegur Fimm ár frá hruni: hefur íslenskt réttarkerfi staðist álagið? um þessar mundir eru Fimm Ár liÐin FrÁ eFnahagshruninu. LögmannabLaðið Fékk Fimm lögmenn til aÐ sVara sPurningunni hVort Íslenskt réttarkerFi heFÐi staÐist ÁlagiÐ sem hruniÐ heFur ValdiÐ Í örstuttu mÁli. Ágætlega víða en verr annars staðar. Ég tel að uppleggið þegar embætti Sérstaks saksóknara var sett á laggirnar hafi verið rangt og reyndar grunnhugmyndin sem slík. bæði við stofnun embættisins og í störfum þess og rannsóknaraðgerðum fæ ég ekki betur séð en að menn hafi almennt gefið sér fyrirfram að stórfelld skipulögð brotastarfsemi hafi verið ástunduð í bönkunum fyrir hrun. Þótt dæmi séu um alvarleg afbrot þá tel að reynslan sýni að þetta var röng forsenda í aðalatriðum sem hefur litað störf embættisins og skýrir að miklu leyti þann óratíma sem mikill fjöldi einstaklinga hefur þurft að liggja undir grun, sem er með öllu óásættanlegur. Skilvirkni dómstóla hefur verið ágæt sýnist mér en full mikil þó að mínu mati þegar sérstakur hefur óskað eftir dómsúrskurðum um rannsóknaraðgerðir. Hærri þröskuldar vegna gjafsóknarleyfa voru einnig stórt skref aftur á bak og hitti þá fyrir sem síst skyldi. lÁrentsÍnus kristjÁnsson hrl.: uPPleggiÐ rangt

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.