Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 4
4 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13
Árni HelGAson Hdl.
leiðAri
Fjölgun í lögmannastéttinni –
góð eða slæm?
Lögfræðingum og Lögmönnum á
Íslandi hefur fjölgað hratt á undanförnum
árum, raunar svo mjög að á Íslandi er
nú orðið hærra hlutfall lögfræðinga á
hvern íbúa en víðast hvar annars staðar.
Í niðurstöðum könnunar sem gerð var í
lok september meðal lögmanna og birt
er í þessu blaði kemur þetta skýrlega
fram. Þar má sjá að lögmönnum hefur
fjölgað um 31% á sex árum og hlutfall
lögmanna undir fertugu er hærra en
áður. Þetta er í samræmi við það að
fjöldi lögmanna hefur tvöfaldast á síðustu
12-15 árum. mikill meirihluti þeirra sem
svara könnuninni telur þessa fjölgun hafa
áhrif á stéttina en í athugasemdum með
svörum settu svarendur fram ýmis konar
sjónarmið um þessa þróun. flestir sem
tjáðu sig töldu þetta neikvæða þróun
frekar en hitt, þótt það sé ekki einhlítt
og ýmsir spyrji hvaða áhyggjur þurfi að
hafa af fjölguninni.
miklar breytingar á stuttum
tíma
Breytingarnar á nokkrum árum
eru gríðar legar og þær hafa ýmsar
afleiðingar. T.d. hafa verið rúmlega
60 lögfræðingar á atvinnuleysisskrá
að undanförnu, eitthvað sem hefði
líklega verið óhugsandi þar til fyrir
örfáum árum. Sama má segja um það
sem víða heyrist, að tugir umsækjanda
séu um hverja lausa stöðu, hvort sem
er innan stjórnsýslunnar, fyrirtækja eða
á lögmannsstofum.
Ástæðan er einföld; laganám er ekki
lengur bundið við eina lagadeild sem
útskrifar 30-40 lögfræðinga á ári til að
ganga inn í þau störf sem í boði eru.
Þannig var fyrirkomulagið áratugum
saman en með tilkomu nýrra lagadeilda
hefur staðan gerbreyst á stuttum tíma
til batnaðar, ekki síst fyrir lagadeild HÍ
eins og fram kemur í viðtali við róbert
Spanó, fyrrverandi forseta lagadeildar
HÍ, í þessu blaði. Þótt fáum þætti
sjálfsagt spennandi að fara aftur til þess
tíma þar sem einungis var hægt að læra
lögfræði á einum stað hér á landi skal
ósagt látið hvort nauðsynlegt sé að halda
úti starfsemi fjögurra lagadeilda til að
viðhalda eðlilegri samkeppni í laganámi.
En gamla ástandið kemur ekki aftur.
Þótt lagadeildir kunni að sameinast síðar
meir og einhver fækkun verði verða
fleiri en 30-40 lögfræðingar útskrifaðir
árlega.
eru allir í laganámi
meðvitaðir um hvað bíður?
Þetta er í sjálfu sér ekki neikvætt, nema
ef til vill fyrir þá sem fara í gegnum fimm
ára háskólanám og fá svo ekki vinnu við
hæfi og mikilvægt að þeir sem skrái sig í
námið geri sér grein fyrir því að laganám
er ekki lengur „embættismannaskóli“
með tryggri vinnu það sem eftir er. Því
má svo velta upp hvort allir þeir sem
nú eru í námi séu meðvitaðir um hve
harðnandi samkeppnin sé.
Viðbrögð geta verið misráðin
Ýmsar hugmyndir hafa þó heyrst um
hvernig eigi að bregðast við þessari
þróun, t.d. með því að minnka framboð á
laganámi eða setja stífari inntökuskilyrði
í laganám. Það verður þó að setja í
samhengi við markmiðið – verða
nemendur á endanum betri lögmenn
á að taka inntökupróf í lagadeild sem
reynir á almenna þekkingu nemenda?
Það er ekki hægt að ákvarða fyrirfram
hve margir lögmenn eða lögfræðingar
eigi að vera hér á landi sé eða hvaða
nám eigi að vera í boði hvar. Þá
ákvörðun hlýtur fólk á endanum að fá
að taka sjálft.
Aðrir nefna að setja verði þrengri skilyrði
fyrir því að veitt séu lögmannsréttindi,
s.s að áskilja tiltekinn tíma í vinnu áður.
Slíkar aðgerðir myndu þó í reynd litlu
breyta, annað en að lengja þann tíma
þar til hver og einn getur farið að starfa
sem lögmaður. Því má svo velta fyrir
sér hversu æskileg slík „skylduvinna“
væri og sjálfsagt margir sem þyrftu að
bjóða starfskrafta sína ódýrt til þess að
geta klárað þennan tilskilda tíma.
Því er stundum haldið á lofti að fjölgun
í stéttinni meðal yngri lögmanna sé á
kostnað gæðanna. Þótt óumdeilt sé
að reynsla og þroski séu kostir í fari
lögmanna er ekkert sem bendir til
þess, t.d. í málum fyrir úrskurðarnefnd
lögmanna, að mistök eða vanræksla
hjá yngri lögmönnum séu algengari en
áður. og aukin skilyrði fyrir því að fá
lögmannsréttindi eru ekki til þess fallin
að búa til betri lögmenn. Þar skipta aðrir
þættir máli og staðreyndin er sú að sá
sem hefur ekkert til brunns að bera, fær
á endanum lítið sem ekkert að gera.
Aðalatriðið er að laganámið sé gott og
að þeir sem hyggi á laganám geri sér
grein fyrir því hvað farið er út í.