Lögmannablaðið - 01.10.2013, Page 15

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Page 15
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 15 UMfJöllUn sinni. Það verður verðugt viðfangsefni að takast á við það með kollegum mínum. Telur þú að of mörg íslensk mál séu send til MDE? um 20 íslensk mál eru nú til meðferðar hjá dómstólnum. Ef maður horfir til annarra sambærilegra aðildarríkja þá held ég að í heildina verði að telja þann málafjölda innan eðlilegra marka, þótt mælikvarðar í þessum efnum séu vandmeðfarnir. tímabært að breyta laganámi Nú hefur þú verið prófessor við lagadeild HÍ síðan árið 2006 en hófst stundakennslu árið 1997. Hvernig líkaði þér kennslan? Það hefur verið mikil og góð lífsreynsla að fá að starfa við lagadeild HÍ og kynnast því öfluga og góða fólki sem þar hefur starfað með mér. Það er fátt skemmtilegra en að fást við fræðistörf og kennslu. Sem prófessor getur maður auk þess verið virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni. Það var jafnframt mikill heiður að vera treyst fyrir því af kollegum mínum að stýra deildinni um samtals rúmlega þriggja ára skeið. Ég lagði mig allan fram um að efla og styrkja deildina sem deildarforseti. Hver er staða laganáms á Íslandi í dag? Í mínum huga er það fyrirkomulag sem nú er á laganáminu mjög óheppilegt og nauðsynlegt að stokka það upp. Það gengur ekki að lítið land á borð við Ísland sé með fjórar starfandi lagadeildir sem telja sig geta boðið upp á fullburða laganám sem er meðal annars forsenda réttinda til að stunda lögmennsku og hljóta opinber embætti. Tilkoma lagadeildar Háskólans í reykjavík var jákvæð fyrir íslenskt laganám á sínum tíma. Samkeppnin gaf starfsmönnum lagadeildar HÍ aukinn kraft. Ég er virkilega stoltur af starfi míns fólks undanfarin áratug eða svo. útgáfa rita á vegum starfsmanna lagadeildar HÍ á þessum tíma hefur verið afar mikil og raunar með miklum ólíkindum þegar grannt er skoðað. Þar standast aðrar lagadeildir ekki samanburð. mín skoðun er sú að til framtíðar eigi hér að starfa aðeins tvær lagadeildir, þ.e. lagadeild HÍ, ríkisháskólans, og lagadeild Hr. BA námið á að reka á samkeppnis- grundvelli, en meistaranáminu á að breyta þannig að lagadeild HÍ fái að taka upp skólagjöld til að geta fjár- magnað það með sam bærilegum hætti og lagadeild Hr. Það myndi gefa þessum deildum færi á að vinna saman í meistara náminu, samþætta námskeið og nemendur gætu þá flakkað á milli deilda. Eru of margir lögfræðingar á Íslandi? Ég held að almennt séð sé gott fyrir lýðræðissamfélag að margir hafi lögfræðimenntun. Ef spurt er hvort nægilegt atvinnuframboð sé fyrir lögfræðinga þá held ég að það hafi sýnt sig á undanförnum misserum að framboð á hefðbundnum lögfræðistörfum sé að minnka. Ég er hræddur um að verði ekkert að gert, fyrirkomulagi laganáms ekki breytt og látið hjá líða að taka upp inntökupróf í lagadeild HÍ, eins og stefnt er að næsta sumar, sé framtíðin ekki allt of björt fyrir nýútskrifaða lögfræðinga. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. réttarkerfið verður ekki rekið á núlli Nú eru 5 ár frá efnahagshruninu, hefur réttarkerfið staðist álagið? Í öllum grundvallaratriðum hefur íslenskt réttarkerfi staðið sig vel. Ég er þó gagnrýninn á ýmsar dóms úrlausnir. Það er bara eðlilegt. Það á hins vegar eftir að koma í ljós, sérstaklega í þessum dómsmálum sem nú eru til meðferðar og tengjast bankahruninu, hvernig þeim málum reiðir af. Ég vil lítið segja meira um það vegna þess að það er ekki útilokað að á úrlausnir dómstóla í slíkum málum reyni hjá þeirri stofnun sem ég er að fara starfa hjá.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.