Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 20
20 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 undanFarin Ár hefur félagsdeild lmFÍ staðið fyrir fjallgöngum fyrir lögmenn, fjölskyldur og vini. meðal annars hefur verið farið á hvanna­ dalshnjúk, heklu, eyjafjallajökul og snæfellsjökul þótt síðast nefnda fjallgangan hafi reyndar breyst í fjörugöngu vegna veðurs. um miðjan júní síðastliðinn var farið yfir hinn vinsæla Fimmvörðuháls sem er um 25 km löng ganga. marteinn másson hrl., var einn göngumanna og deilir hér ferðasögunni með lesendum Lög­ manna blaðsins. okkar maður á fjöllum Ekki var laust við að eftirvæntingar hafi gætt hjá þátttakendum fimmvörðu- hálsferðar LmfÍ þar sem fararstjórinn var enginn annar en Helgi jóhannesson hrl., sem nýlega lauk leiðsögumannaprófi. veltu menn fyrir sér hvort Helga tækist að „lesa“ hópinn rétt sem og hvernig hann brygðist við óvæntum aðstæðum, s.s. meiðslum göngumanna, óveðri, þreytu, væli, pexi eða öðru þar sem reynir á getu fararstjóra og útsjónarsemi. Svo fór að þátttakendafjöldinn endaði í óhappatölunni 13 og lagði hópurinn af stað frá Skógum um tíuleytið að morgni 15. júní. fossarnir í Skógánni munu vera rúmlega 20 talsins, upp að göngubrúnni yfir ána, með Skógarfoss neðstan og mestan. við stoppuðum við marga þeirra, tókum myndir og nutum náttúrusmíðanna, enda hver öðrum fallegri. við tókum nestisstopp á leiðinni og svo annað við Baldvinsskála. gamli skálinn, sem sumir kalla fúkka, er ónýtur og hefur raunar verið mjög lélegur í mörg ár. nú er búið að reisa nýjan skála við hlið hans og ekki að efa að göngufólk á eftir að njóta þess að hvíla lúin bein áður en haldið er upp síðustu snjóskaflana og brekkurnar.við þurftum ekki að nýta okkur nýja skálann að þessu sinni því þegar hér var komið sögu skein sól í heiði. stóreinkennilegt fólk á hlaupum við vorum ekki ein á ferð þennan daginn á fimmvörðuhálsi því nokkur hundruð manns voru á sömu leið og við. Þegar við héldum frá Baldvinsskála mættum morinsheiði, kattahryggir, heljarkambur og óhappatalan 13 F.v. marteinn másson, ingimar ingason, þórný jónsdóttir, margrét rún guðmundsdóttir, guðrún margrét hannesdóttir, jóhann ólafsson, hrund hólm, Páll þórhallsson, þórey s. þórðardóttir, ómar þór eyjólfsson og Bogi nilsson. ljósmyndari: hj. Á léttUM nótUM

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.