Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 24
24 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 Af VettVAnGi félAGsins ÞAnn 1. júLÍ s.l. tóku gildi leiðbeinandi reglur innanríkisráðherra gagnvart lögmönnum „um endurgjald sem þeim er hæfilegt að áskilja umbjóðendum sínum úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu“, sbr. 3. mgr. 24. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, sbr. 6. gr. laga nr. 60/2010. Að gefnu tilefni þykir stjórn Lögmannafélagsins rétt að upplýsa félagsmenn um þau sjónarmið sem haldið hefur verið uppi af hálfu félagsins til þessa máls og samskipti þess við innanríkisráðuneytið og eftir atvikum aðrar stofnanir, og er þá samantekt að finna hér að neðan. með bréfi dags. 7. september 2012 fór innanríkisráðuneytið fram á það við Lögmannafélag Íslands að félagið veitti umsögn um drög að leiðbeinandi reglum fyrir lögmenn varðandi endurgjald úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu. var umsagnarbeiðni ráðuneytisins sett fram á grundvelli áskilnaðar í 3. mgr. 24. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, sbr. 6. gr. laga nr. 60/2010, þar sem segir að ráðherra skuli að fenginni umsögn Lögmannafélags Íslands gefa út leiðbeiningar handa lögmönnum um endurgjald sem þeim sé hæfilegt að áskilja umbjóðendum sínum úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu, sbr. 24. gr. a. Í svari Lögmannafélagsins til ráðu- neytisins dags. 12. október 2012 var ráðuneytinu kynnt sú afstaða félagsins að setning slíkra leiðbeinandi reglna fyrir lögmenn stæðist ekki samkeppnislög að mati stjórnar félagsins og gæti auk þess falið í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar. var í því samhengi m.a. vísað til ákvörðunar samkeppnisráðs í máli nr. 3/1994, sem staðfest var af áfrýjunarnefnd samkeppnismála í máli nr. 2/1994, sem og til afstöðu félagsins til frumvarps til breytinga á lögmannalögum nr. 77/1998, sem síðar voru samþykkt sem lög nr. 60/2010. jafnframt var í svari félagsins til ráðuneytisins bent á að félagið teldi ekki nauðsyn á setningu umræddra reglna, þar sem þegar væru til staðar úrræði í íslenskum lögum sem tryggðu skuldurum vernd gegn óhóflegri gjaldtöku lögmanna við löginnheimtu peningakröfu. Héldi ráðuneytið því hins vegar til streitu að setja tilvísaðar reglur, væri einsýnt að leita þyrfti umsagnar samkeppnisyfirvalda um heimild til slíks. (Er í því samhengi vert að skoða umsögn Samkeppniseftirlitsins um framangreint frumvarp, þar sem eftirlitið leggst gegn því að ráðherra sé gert að hafa við Lögmannafélag Íslands við útgáfu slíkra leiðbeininga, þar sem slíkt geti haft í för með sér alvarlegar samkeppnishömlur hjá umræddum hagsmunasamtökum.) Í bréfi innanríkisráðuneytisins dags. 25. mars 2013 var Lögmannafélagið upplýst um að ráðuneytið hefði farið yfir athugasemdir félagsins, en að það teldi ekki þörf á að leita umsagnar samkeppnisyfirvalda, þar sem skýrt væri kveðið á um skyldu ráðherra til setningar umræddra reglna í lögum um lögmenn. með vísan til þessa og áskilnaðar félagsins um að það fengi að koma að athugasemdum um einstaka gjaldaliði reglnanna, var Lögmannafélaginu gefinn kostur á að koma slíkum athugasemdum á framfæri. Í framhaldi af bréfi ráðuneytisins upplýsti Lögmannafélagið í bréfi dags. 18. apríl 2013 að stjórn félagsins myndi fara yfir inntak reglnanna og eftir atvikum einstaka gjaldaliði og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðuneytið með formlegum hætti að því loknu. með tölvupósti ráðuneytisins dags. 23. apríl 2013 var Lögmannafélaginu veittur frestur til loka dags 24. apríl til að koma á framfæri athugasemdum sínum um regludrögin. Sendi stjórn félagsins ráðuneytinu bréf þann 24. apríl, þar sem fyrri afstaða félagsins var áréttuð, ásamt því að upplýsa að félagið hefði sent Samkeppniseftirlitinu bréf þann sama dag, þar sem óskað var eftir afstöðu eftirlitsins til þess hvort setning leiðbeinandi reglna samkvæmt ákvæði 3. mgr. 24. gr. laga um lögmenn stæðist ákvæði samkeppnislaga og hvort Lögmannafélaginu væri heimilt að veita umsögn um inntak þeirra. jafnframt var í bréfi félagsins til innanríkisráðuneytisins sérstakur áskilnaður um rétt félagsins til að koma að efnislegum athugasemdum sínum um inntak reglnanna og einstaka gjaldaliði, féllist Samkeppniseftirlitið á heimild ráðherra til að setja slíkar leiðbeinandi reglur og að Lögmannafélaginu væri heimilt að veita umsögn um inntak þeirra. Þrátt fyrir að Lögmannafélagið hafi með formlegum hætti upplýst ráðuneytið um þá ákvörðun sína að skjóta málinu til Samkeppniseftirlitsins, ákvað innanríkisráðherra að setja umræddar reglur og með gildistöku 1. júlí s.l. var félaginu tilkynnt um þessa ákvörðun ráðherra með bréfi ráðuneytisins dags. 26. apríl 2013. Setning umræddra viðmiðunarreglna fór þannig fram án þess að umsögn Lögmannafélags Íslands lægi fyrir, svo sem áskilið er í lögum nr. FrÁ stjórn lögmannaFélagsins Í tileFni aF setningu innanrÍkisrÁÐherra Á leiÐBeinandi reglum um endurgjald Í löginnheimtumÁlum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.