Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 17
UMfJöllUn siðferði sem er innbyggt í lögfræðina virt af hálfu þeirra sem störfuðu í atvinnulífinu, hjá stjórnvöldum og í fræðasamfélaginu? Ég tel það rétt hjá Tryggva gunnarssyni umboðsmanni Alþingis að ásýnd lögfræðinnar hafi beðið hnekki. við þurfum að koma almenningi í skilning um að lögfræðin sem fræðigrein sé algjör grundvallarforsenda í lýðræðislegu samfélagi. Þar held ég að fagfélög lögfræðinga skipti verulegu máli. við byggjum hér á ákveðnum leikreglum sem eru þess eðlis að án þeirra væri hér stjórnleysi. við þurfum öfluga lögfræðinga til þess að geta fest hendur á inntak þessara reglna og aðstoða fólk sem á í ágreiningi. Í lokin, er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri við lögmenn? Lögmenn eru þjónar réttarríkisins. Þeim er falin hagsmunagæsla fyrir einstaklinga og fyrirtæki og eiga eins og kostur er að sinna hagsmunum sinna skjólstæðinga. Það breytir því ekki að þeir bera víðtækari skyldur og ábyrgð gagnvart samfélaginu og réttarkerfinu. mikilvægt er að lögmenn missi ekki sjónar af þessu tvíþætta hlutverki sínu. Í öllum meginatriðum hefur mér sýnst að íslenskir lögmenn standi sig vel og eru margir hverjir mjög öflugir á sínu sviði. Það er mikilvægt að eldri lögmenn gefi yngri lögmönnum og fulltrúum nægilegan tíma í sínum störfum og miðli af þekkingu sinni þannig að þeir fái gott faglegt uppeldi. Það er eitt að kunna fræðin, annað að kunna „praktíkina“. Þekkingu þarf að miðla milli kynslóða. Þá er mikilvægt að lögmaður reyni að finna tíma í sínum störfum til að gefa af sér og átta sig á því að það er ekki á færi allra að kaupa sér þjónustu lögmanns. Það er því þáttur í samfélagslegri ábyrgð lögmanna að finna tíma til að vinna kauplaust og jafnvel geri það með kerfisbundnari hætti en nú er í starfsemi lögmannsstofa. Eyrún Ingadóttir Lagaþýðingar í öruggum höndum Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta. Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta. Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur. Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík Sími: 530 7300 - www.skjal.is Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M. Finnur Magnússon hdl., LL.M. Halldór Jónsson L rus L. Blöndal rl. Páll Ásg ímsson hdl., LL.M. igurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.