Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 12
12 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 UMfJöllUn unnið var að samningu reglnanna var haft samráð við starfsmenn héraðs- dómstólanna og menn hafa ekki talað um að þörf sé á að breyta þeim. Ég útiloka þó ekkert í þeim efnum, vel má vera að fram komi góð og gild rök sem kalli á breytingar,“ sagði Þorgeir ingi að lokum. göngum lengra en önnur norðurlönd Ólöf finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs segir birtingu dóma á heimasíðu héraðsdómstólanna fela í sér mikið hagræði fyrir fjölmiðla og lögmenn og er mikilvæg í því skyni að koma upplýsingum á framfæri til almennings: „við birtingu dóma á netinu vegast hins vegar á sjónarmið um upplýsingaskyldu og aðgengi að dómstólum annars vegar og persónuverndarsjónarmið hins vegar, bæði hvað varðar aðila máls og vitni. Í ljósi þessa er ekki sjálfgefið að allir dómar séu birtir óbreyttir á heimasíðu dómstólanna, þ.e. með nöfnum aðila og vitna og öðrum persónurekjanlegum upplýsingum. jafnvægis þarf að leita þannig að réttur til upplýsinga gangi ekki á persónuverndarsjónarmið og öfugt. Ef of langt er gengið við upplýsingagjöf kann slíkt í einhverjum tilfellum að koma í veg fyrir t.d. að einstaklingar leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ sagði Ólöf. Hvernig er birtingu dóma á heimasíðum héraðsdómstólanna háttað á hinum Norðurlöndunum? „Þar eru dómar almennt ekki birtir í heild sinni á heimasíðum dómstóla á lægri dómstigum og höfum við gengið lengra í því sambandi en þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Á móti kemur hafa fjölmiðlar greiðan aðgang að dómum í fullri lengd oft í gegnum sérstaka vefgátt. Til dæmis birta danir ekki dóma opinberlega en útdráttur er birtur á heimasíðu dómstólanna og í algjörum undantekningartilfellum er dómur birtur í heild sinni án nafna. fjölmiðlar í danmörku hafa hins vegar beinan aðgang að dómum í 14 daga eftir birtingu þeirra. fyrirkomulagið er ekki ósvipað hjá norðmönnum. Hins vegar er rétt að hafa í huga að danir og norðmenn hafa öfluga vefi ,,Karnov“ og ,,Lovdata“ sem eru í raun upplýsingaveitur um réttarkerfið þar sem m.a. má finna uppkveðna dóma í undirrétti og hæstarétti.“ margvíslegir hagsmunir við birtingu dóma Að sögn Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar, hefur stofnuninni í gegnum tíðina borist ábendingar og kvartanir yfir nafna- birtingum dóma á netinu auk þess sem hún hefur skoðað birtinguna að eigin frumkvæði: „fyrir nokkrum árum síðan áttum við samtal við dómstólana um birtingu dóma á netinu en vegna sjálfstæðis þeirra höfum við ekki tekið beina afstöðu til hennar. dómstólaráði er með lögum ætlað að setja reglur um birtingu dóma í sakamálum á netinu og Hæstarétti er falið að taka sjálfur ákvörðun um tilhögun útgáfu sinna dóma. Það vegast á margvíslegir hagsmunir við birtingu dóma, hagsmunir fórnarlamba jafnt sem sakborninga í sakamálum. friðhelgi nær til einkalífs okkar allra en á móti vega sjónarmið um gagnsæi og fyrirsjáanleika við beitingu refsiákvæða annars vegar og um forvarnargildi dóma hins vegar. Spurningin er hvenær nafnabirting í dómum þjóni þessum tilgangi.“ Hörður Helgi sagði jafnframt að vinnsla persónuupplýsinga væri ekki heimil skv. lögum um persónuvernd nema að því marki sem fyrir henni væri lögmætur, skýr og yfirlýstur tilgangur, jóHaNNeS aLbeRt SæVaRSSoN HRL. Ég er hlynntur því að birta dóma á netinu. Frjálst aðgengi að uppkveðnum dómum eykur réttarvitund almennings og er mikilvægt hjálpartæki í störfum lögmanna. Það auðveldar leit lögmanna að fordæmum sem kunna að gagnast þeim við upplýsta ráðgjöf, svo sem um hvort rétt þyki að láta reyna á tiltekinn ágreining fyrir dómstólum. Hins vegar þarf að gæta að persónuvernd dómþola, án þess þó að skerða aðgang. Lögmaður sendi dómstólum bréf vegna skjólstæðings sem taldi birtingu á nafni og kennitölu í dómum vera honum afar íþyngjandi og til trafala í lífinu. Skjólstæðingurinn taldi sig hafa misst af starfstækifæri þar sem væntanlegur vinnuveitandi hafði fengið pata af birtum dómum á netinu. Þannig var hann að gjalda gamalla brota mörgum árum eftir að hafa tekið út sína refsingu. Skjólstæðingurinn taldi að reglur um birtingu persónu­ greinanlegra upplýsinga í dómum mismunuðu dæmdum brotamönnum innbyrðis. Þannig gætu þeir sem framið hefðu mun alvarlegri glæpi, t.a.m. kynferðisbrot, sloppið við nafnabirtingu af tillitsemi við þolendur brota, þ.e. í þeim tilvikum þegar unnt er að persónugreina þolanda af nafni gerandans. Viðkomandi dómstóll hafnaði beiðni um að afmá nafn og kennitölu dómfellda, jafnvel þótt langt væri liðið frá uppkvaðningu dómsins. Ástæðan var sú að í tilkynningu dómstólaráðs nr. 4/2010 væri hvergi að finna heimild til afmá nafn og kennitölu dómfellda. Þess má geta að nýju reglurnar kveða á um að aflétta megi nafnbirtingu þegar ár er liðið frá birtingu dóms. réttlæti réttarrÍkisins?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.