Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 29
UMfJöllUn Það má að lágmarki segja að reynt hafi á þanþol íslensks réttarkerfis. talsvert hefur verið rætt um álagið á dómskerfið og möguleg áhrif þess á afgreiðslutíma og gæði niðurstaðna. Skemmst er að minnast mikilvægrar umfjöllunar jón Steinars gunnlaugssonar um áhrif aukins álags á störf Hæstaréttar. en álagið hefur tekið sinn toll víðar. Þannig hefur álagið mjög aukist á embætti umboðsmanns alþingis, sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki gagnvart stjórnsýslunni. Þar er af nógu er að taka, ekki síst eftir hrun. embættið virðist vart hafa undan innstreymi nýrra mála, en afgreiðsla stórra og flókinna mála gengur hægt og lítið sem ekkert svigrúm er til frumkvæðismála, þar sem ærið tilefni hefði verið til. t.d. að því er snýr að starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins eftir hrun. mér er efst í huga hversu mörg mikilvæg mál frá hruni hafa verið rekin sem svokölluð X mál fyrir dómstólum. X mál eru ágreiningsmál sem upp koma við skipti þrotabúa. Þau hefjast með því að skiptastjóri eða slitastjórnir senda erindi til héraðsdóms þar sem ágreiningi er vísað til dómstólanna til úrlausnar. Síðan er greinargerðum skilað til sóknar og varnar. ef aðilar hyggja á að láta Hæstarétt endurskoða úrskurð héraðsdóms í X máli þá er um kærumeðferð að ræða en ekki áfrýjun. Kærumeðferðir eru að meginstefnu skriflegar fyrir Hæstarétti og er ekki gert ráð fyrir að fram skuli fara munnlegur málflutningur í slíkum málum. Hafa skal í huga að eftir hrun hafa dómstólar kveðið upp afar mikilvæga úrskurði, einmitt í X málum. Þá úrskurði hefur Hæstiréttur tekið til endurskoðunar á kærumálsvettvangi. Í allra stærstu málunum hefur Hæstiréttur vissulega ákveðið að fram skuli fara munnlegur málflutningur. en samt sem áður vaknar sú spurning hvort það sé ásættanlegt að lögin geri almennt ráð fyrir skriflegri kærumeðferð í slíkum málum sem oft varða gríðarlega fjárhagslega hagsmuni sem og mikilvæg lagaatriði sem skera þarf úr um. Birgir tjörVi Pétursson hdl.: ekkert sVigrúm til FrumkVæÐismÁla sigrÍÐur rut júlÍusdóttir hrl.: skriFleg kærumeÐFerÐ X mÁla lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 29 Skráning stendur yfir á heimasíðu www.lmfi.is Ágreiningur um skattlagningu ­ 28. nóvember 2013 farið verður yfir nýlega dóma og úrskurði sem fallið hafa síðustu misseri og hvaða þýðingu þeir hafa á skattlagningu tekna hluthafa af hlutafjáreign sinni, skattlagningu rekstrarfélaga eftir öfugan samruna. Þá verður farið yfir refsidóma um skattlagningu vegna afleiðuviðskipta. Kennari: jón Elvar guðmundsson hdl. hjá LogoS. Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, 108 reykjavík. Tími: 3 klst. Fimmtudagur 28. nóvember 2013 kl. 16:00-19:00 Verð: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- __________________________________________________ stjórnsýslukærur ­ 3. desember 2013 fjallað verður almennt um stjórnsýslukæru sem réttarúrræði í stjórnsýslunni út frá sjónarhorni kærandans. farið verður yfir kæruheimildir, aðild að kærumálum og þær reglur sem gilda um meðferð slíkra mála. Ennfremur verður fjallað um frestun réttaráhrifa og skilyrði fyrir höfðun dómsmáls. Kennari: Kristín Benediktsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Staður: Kennslustofa LmfÍ, Álftamýri 9, reykjavík. Tími: Alls 3 klst. Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 16:00-19:00. Verð: Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- __________________________________________________

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.