Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 30
30 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 Aðsent efni BorGAr Þór einArsson Hdl. hæpin túlkun héraðsdóms á skyldum lögmanna EKKi Er ALgEngT að lögmenn þurfi að höfða mál fyrir dómstólum til að sækja þóknun fyrir störf sín. Hinn 25. febrúar sl. féll dómur í Héraðsdómi reykjavíkur í máli nr. E-4117/2011 sem Lex ehf. höfðaði á hendur Húsaviðhaldi og viðgerðum ehf. til greiðslu á endurgjaldi fyrir veitta lögmannsþjónustu. var stefndi sýknaður af kröfum Lex ehf. vakti sú niðurstaða talsverða athygli meðal lögmanna en í málinu reyndi meðal annars á túlkun á 21. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Af hálfu stefnanda var á því byggt að skuldin væri tilkomin vegna lög- fræði ráðgjafar og málflutnings- aðstoðar á tilteknu tímabili sem stefnda bæri að greiða fyrir á grundvelli megin reglu samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga. varnir stefnda byggðust einkum á því að brestir hefðu verið í hagsmunagæslu stefnanda fyrir stefnda sem fólust í því að sá lögmaður sem var með umboð stefnda hafi sent fulltrúa sinn til aðalmeðferðar án þess að hafa til þess umboð stefnda. Byggði stefndi á því að við rekstur málsins hafi komið fram að fulltrúinn réði ekki við verkefnið. Í málinu var því tekist á um túlkun á 4. mgr. 21. gr. lögmannalaga (ranglega vísað til 3. mgr. í dómi héraðsdóms), þar sem segir að lögmanni sé skylt að inna sjálfur af hendi þau störf fyrir dómi sem honum eru falin nema umbjóðandi hans samþykki annað. jafnframt segir í ákvæðinu að lögmaður geti þó falið fulltrúa sínum eða öðrum lögmanni að sækja fyrir sig dómþing, enda sé það ekki háð til aðalmeðferðar máls eða munnlegrar sönnunarfærslu. Fyrra hæpið og síðara fráleitt Í forsendum héraðsdóms segir að sú þjónusta sem lögmaður veitir umbjóðanda sínum sé persónuleg þjónusta. Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á það í málinu að fyrirsvarsmaður stefnda hafi veitt „skýlaust“ samþykki til þess að fulltrúi lögmannsins flytti málið og segir héraðsdómur í forsendum að ekki hafi verið sýnt fram á að það sé sú þjónusta sem samið hafi verið um eða óskað eftir af hálfu stefnda. Taldi héraðsdómur þetta nægja til að sýkna stefnda alfarið af kröfu Lex ehf. gagnrýna má þessa niðurstöðu héraðsdóms. Annars vegar leggur héraðsdómur til grundvallar stranga túlkun á áskilnaði 4. mgr. 21. gr. um samþykki umbjóðanda. Hins vegar virðist dómurinn búa til hlutlæga reglu um að lögmaður missi alfarið og með öllu rétt sinn til endurgjalds sé ofangreindum áskilnaði ekki fullnægt. Hið fyrra er hæpið en hið síðara allt að því fráleitt. Af orðalagi 4. mgr. 21. gr. lögmanna- laga leiðir augljóslega að samþykki umbjóðandi lögmanns að fulltrúi þess síðarnefnda eða annar lögmaður á stofu lögmannsins flytji mál við aðalmeðferð, verður að líta svo á að það sé heimilt. Í málinu var ekki deilt um það að fulltrúinn hafði unnið að málinu með vitund umbjóðandans og af hálfu stefnanda var því haldið fram að umbjóðandinn hefði samþykkt það munnlega á undirbúningsfundum fyrir aðalmeðferð að málflutningur yrði í höndum fulltrúans. Þá virðist fyrirsvarsmaður stefnda engar athuga- semdir hafa gert við þessa tilhögun, jafnvel þó svo að hann hafi mætt sjálfur til aðalmeðferðar, fylgst þar með og gefið skýrslu. Taldi stefnandi að með þessu hefði umbjóðandinn í reynd veitt samþykki sitt, eins og áskilið er í 4. mgr. 21. gr. lögmannalaga. Kemur á óvart að dómurinn skuli ekki sjá ástæðu til að fjalla um þetta í röksemdum sínum, þ.e. hvaða þýðingu það hefur í þessu samhengi að umbjóðanda sé kunnugt um að fulltrúi lögmanns annist málareksturinn og geri ekki við það athugasemdir. kröfuréttarleg ráðgáta En jafnvel þó svo að fallist yrði á að áskilnaði 4. mgr. 21. gr. lögmannalaga hefði strangt til tekið ekki verið fullnægt, vekur furðu að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að greiðsluskylda stefnda fyrir veitta lögmannsþjónustu falli niður í heild sinni. Eins og að framan er getið byggði stefndi varnir sínar m.a. á því að þjónustu stefnanda hefði verið ábótavant. Á þetta féllst héraðsdómur ekki og áréttaði sérstaklega að ekkert hefði komið fram í málinu sem styddi það að fulltrúi lögmannsins hefði ekki ráðið við verkefnið eða að hann hefði ekki gætt hagsmuna stefnda við meðferð málsins. Hvernig héraðsdómur getur komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli þessarar staðhæfingar sinnar að stefnandi eigi ekki rétt á neinu endurgjaldi fyrir veitta þjónustu er í reynd kröfuréttarleg ráðgáta. með þessari niðurstöðu er verið að slá fastri almennri og verulega íþyngjandi reglu sem varðar alla lögmenn í störfum þeirra. Í dóminum felst að formlegt samþykki umbjóðanda þarf að liggja fyrir ætli lögmaður fulltrúa sínum að sækja fyrir sig dómþing sem háð er til aðalmeðferðar máls eða munnlegrar sönnunarfærslu. Liggi slíkt samþykki ekki fyrir fellur greiðsluskylda umbjóðandans niður, jafnvel þótt hinni veittu þjónustu sé ekki ábótavant. Þessi stranga túlkun á áskilnaði 4. mgr. 21. gr. lögmannalaga er auðvitað mjög umdeilanleg og því er miður að mál þetta skyldi ekki koma til kasta Hæstaréttar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.