Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14
14 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 UMfJöllUn róBert r. sPanó Var kjörinn dómari ViÐ mannréttinda­ dómstól eVróPu þann 25. júnÍ sl. FrÁ 1. nóVemBer nk. til nÍu Ára. róBert er meÐ yngri mönnum sem heFur tekiÐ sæti Í mde, aÐeins 41 Árs gamall. sÍÐustu Ár heFur hann gegnt ýmsum ÁByrgÐarstörFum hér Á landi, VeriÐ PróFessor og Forseti lagadeildar hÁskóla Íslands, settur umBoÐsmaÐur alþingis og ÁÐur aÐstoÐarmaÐur umBoÐs manns, ritstjóri tÍma­ rits lögFræÐinga, FormaÐur reFsiréttarneFndar, FormaÐur VistheimilaneFndar og For­ maÐur rannsóknarneFndar kirkjuþings. Í tileFni aF þessum tÍmamótum tók lögmanna­ BlaÐiÐ ViÐtal ViÐ róBert. Hvernig leggst nýja starfið í þig? dómarastarfið er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskyldu mína og leggst vel í mig. Þetta er faglegur draumur sem rætist. Ég gerði þó ekki ráð fyrir að eiga raunhæfa möguleika á að sinna þessu starfi fyrr en hugsanlega síðar á lífsleiðinni. En þetta gerðist núna og þá er bara að standa sig. Hvað ert þú með stóra fjölskyldu? Ég er kvæntur örnu gná gunnarsdóttur, kennara og myndlistarkonu. við eigum saman fjögur börn, tvo stráka, 4 og 11 ára, og tvær stelpur, 15 og 17 ára. Eins og er hef ég minnstar áhyggjur af starfinu, tel mig vera sæmilega undirbúinn undir það. Ég hef meiri áhyggjur af því að fjölskyldunni líði vel við þessi tímamót. Hefur þú lengi stefnt að dómarastarfi í Strassborg? Svarið er í reynd nei enda enn tiltölulega ungur að árum. fræðiskrif mín undanfarin áratug hafa mikið snúist um mannréttindi, einkum á sviði refsiréttar og sakamálaréttarfars, og það er stór hluti af þeim málum sem þarna eru tekin fyrir. Þá hef ég í störfum mínum, einkum hjá umboðsmanni Alþingis, fengist töluvert við úrlausn mála af þessu tagi. Ég lét því slag standa og sótti um. Nú hefur þú gegnt ýmsum trúnaðar­ störfum, hvert þeirra mun nýtast best sem undirbúningur undir dómarastarfið? Starf mitt sem settur umboðsmaður Alþingis, og áður aðstoðarmaður umboðsmanns, er góður undirbúningur fyrir dómarastarf við mdE, enda eru þau mál sem koma til kasta umboðsmanns að stórum hluta tengd mannréttindum borgaranna. Sögulega hefur embættið lagt á það áherslu að gæta að þeim réttindum sem mannréttindasáttmáli Evrópu veitir borgurum hér á landi, enda varð fyrsti umboðsmaðurinn, gaukur jörundsson, síðar dómari við mdE og hafði þar áður setið í mannréttindanefnd Evrópu. Ég met það svo að praktísk reynsla mín af úrlausn mannréttindamála auk fræðiskrifa minna um áhrif mSE á íslenskan rétt hafi haft töluvert vægi í hæfnisferlinu að þessu sinni. mannréttindadómstóllinn er öryggisventill Nú liggur mikill fjöldi mála fyrir dómstólnum, hvernig hefur honum tekist að rækja hlutverk sitt? Það eru um 113.000 mál sem bíða afgreiðslu en innan við eitt af hverjum tíu málum fær efnismeðferð, svo reikna má með að rúmlega 90% þeirra verði vísað frá. Eitt stærsta viðfangsefni dómstólsins næstu árin verður að halda trúverðugleika sínum og trausti með því að vinna á þessum málahala. innlendir dómstólar verða að taka á sig meiri ábyrgð í að veita mönnum þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um. mannréttindadómstóllinn er fyrst og fremst öryggisventill fyrir borgara aðildarríkjanna en á ekki að dæma um öll brot sem eiga sér stað í landsrétti. Þá verður dómstóllinn að auka samkvæmni og fyrirsjáanleika í dómaframkvæmd Faglegur draumur sem rætist

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.