Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 11
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 11 UMfJöllUn nafnleynd við birtingu dóma nýju reglurnar gera ráð fyrir að framvegis verði samræmd birting dómsúrlausna netinu og á ábyrgð skrifstofu hvers héraðsdómstóls fyrir sig. dómar skuli að jafnaði birtir innan tveggja daga frá uppkvaðningu en í undantekningartilvikum fyrr ef um sérstaklega fréttnæm mál er að ræða. Hætt verður að láta reifun á efnisatriðum dóms fylgja með þar sem hún hefði leitt til tafa á birtingu dóma, enda er „... talið að hún þjóni ekki miklum tilgangi,“ eins og segir í athugasemdum með reglunum. Þá er mælt fyrir um að ekki skuli birta dóma sem m.a. flokkist undir barnaverndarlög og fleira nema sérstaklega standi á að mati dómstjóra. Ein viðamesta breytingin í hinum nýju reglum felst í því að gæta á nafnleyndar við birtingu dóma um aðra en ákærða nema í undantekningartilvikum (t.d. ef ákærði er sýknaður, birting á nafni telst andstæð hagsmunum brotaþola, ákærði er undir 18 ára aldri ofl.) Ennfremur skuli gæta nafnleyndar við birtingu dóma og úrskurða um aðila og vitni í einkamálum nema sérstaklega stendur á og afmá skal úr úrskurðum og dómum atriði sem eðlilegt er að fari leynt m.t.t. almanna- og einkahagsmuna. samræma þurfti framkvæmd Þorgeir ingi njálsson, dómstjóri Héraðs- dóms reykjaness, fór fyrir nefnd dómstólaráðs um hinar nýju reglur. Hann segir að það hafi verið orðið aðkallandi að endurskoða eldri reglur um vefbirtingu dóma, þ.e. opinbera birtingu þeirra á vegum héraðs- dómstólanna, og að ýmislegt hafi komið þar til. Þannig hafi verið þörf á að tryggja að samræmis væri betur gætt við birtinguna og í því skyni ákveðið að skrifstofa hvers héraðsdómstóls myndi eftirleiðis annast hana og bera ábyrgð á henni, en samkvæmt eldri reglum var þetta í höndum dómaranna sjálfra: „Þá taka nýju reglurnar betur mið af persónuverndarsjónarmiðum en þær eldri en það komi meðal annars fram í því að nafnleyndar skal nú gætt við birtingu dóms í einkamáli og hið sama á við um vitni í sakamáli. Þessi tilhögun endurspeglar viðhorf fjölmargra dómara og að því er einkamálin varðar er hún í samræmi við ákvæði 14. gr. einkamálalaga, en samkvæmt því er réttur til aðgangs að dómi í einkamáli bundinn við þá sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta,“ sagði Þorgeir ingi og benti á að þótt aukin nafnleynd skapi meiri vinnu við birtinguna þá hafi samhliða verið gerðar breytingar sem eigi að minnka umfang þessa verks frá því sem áður var. Voru önnur viðhorf þegar byrjað var að birta dóma á heimasíðu dómstólanna árið 2006? „nú þekki ég ekki forsöguna en ég geri ráð fyrir því að horft hafi verið til birtingar dóma á heimasíðu Hæstaréttar en rétturinn hefur birt dóma sína þar allt frá árinu 1999. Það eru margir sem setja spurningarmerki við þá tilhögun á birtingu dómsúrlausna héraðsdómstólanna sem fylgt hefur verið á undanförnum árum og mun verða fylgt til áramóta. Það sjónarmið hefur t.d. heyrst að nafnbirting geti jafnvel staðið í vegi fyrri því að menn leiti réttar síns fyrir dómstólum.“ Nú eru skiptar skoðanir um birtingu dóma á netinu meðal dómara sjálfra og gildistöku reglnanna m.a. verið frestað til 1. janúar 2014. Eru líkur á því að reglunum verði breytt á ný? „frestun á gildistöku reglnanna kemur eingöngu til af því að tryggja þarf að stærsti héraðsdómstóll landsins sé í stakk búinn að vinna eftir þeim. Þegar Í 14. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991 er dómara gert skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók. Áður en endurrit úr þingbókum og dómabókum eru afhent öðrum en aðilum máls skal ef sérstök ástæða er til afmá úr þeim atriði sem eðlilegt er að leynt fari með tilliti til almanna­ eða einkahagsmuna. ViLHjÁLmuR HaNS ViLHjÁLmSSoN HRL.: Í flestum málum er birting dóma á heimasíðum dómstólanna í lagi en ekki alltaf og ég tel að það eigi að vera rýmri heimild til að birta ekki nöfn. oft er verið að ákæra fólk fyrir smábrot og nafnbirting er mun harðari refsing en sjálfur dómurinn. Síðan er ámælisvert hvað gilda rúmar reglur um myndatökur í og við dómhús á Íslandi. Á Norðurlöndum er þetta ekki heimilt. tilkynning dómstólaráðs nr. 1/2013.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.