Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8
8 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 KönnUn löGMAnnABlAðsins þátttakandi taldi of marga óreynda lögmenn fara beint í að stunda lögmannsstörf á meðan sá þriðji taldi fjölgun og aukna samkeppni vera til góðs sem lögmenn ættu ekki að óttast. fjórðungur lögmanna á lögmannsstofum og 18% innanhússlögmanna taldi fjölgun lögmanna hafa óveruleg áhrif á stéttina. Framhaldsnám Af sjálfstætt starfandi lögmönnum hafa 37% stundað framhaldsnám eftir embættispróf í lögum en einungis 14% fulltrúa. 28% innanhússlögmanna hafa stundað framhaldsnám eftir fullnaðarpróf í lögum og hafa flestir lokið LL.m námi. Ánægja með störf stjórnar og skrifstofu Spurt var út í afstöðu félagsmanna til stjórnar LmfÍ og skrifstofu félagsins og var almenn ánægja með hvoru tveggja. Talsvert hátt hlutfall svaraði þessum spurningum með „hvorki/né“ (52,8% varðandi stjórn og 37,4% varðandi skrifstofu) og má sjálfsagt túlka það þannig að margir hafi ekki myndað sér skoðun á félaginu. Þegar horft er til þeirra sem tóku afstöðu í aðra hvora áttina sögðust 82,1% vera ánægð eða mjög ánægð með störf stjórnar LmfÍ og 98,2% ánægð eða mjög ánægð með skrifstofu félagsins. Ef hvorki/né svörin eru talin með er hlutfall þeirra sem eru ánægðir og mjög ánægðir með stjórn LmfÍ 38,7% og 61,4% varðandi skrifstofuna. Hafa ber í huga hvað þetta atriði varðar að stjórn LmfÍ breytist reglulega, m.a. komu inn nýir stjórnarmenn fyrr á árinu og ljóst er af athugasemdum sem fylgdu með svörum við þessum lið að í ýmsum tilfellum tóku svörin mið af frammistöðu fyrri formanns og stjórnar. Þá nefndu nokkrir að sýnileiki starfsins mætti vera meiri. Eyrún Ingadóttir Ályktun frá stjórn lmFÍ: trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings grundvallarregla Í júnÍ SL. sendi stjórn LmfÍ frá sér ályktun þar sem hún lýsti sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar í kærumáli 362/2013 og taldi hana vera mistök sem yrðu vonandi leiðrétt hið fyrsta. Í málinu féllst Hæstiréttur á að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram í dómsmáli endurrit af hleruðum símtölum sakbornings við tvo lögmenn á grundvelli þess að hvorugur þeirra hefði verið verjandi ákærða í skilningi sakamálalaga nr. 88/2008. Stjórn félagsins taldi niðurstöðu Hæstaréttar hvorki samrýmast 1. mgr. 85. gr., sbr. 2. mgr. 119. gr. sakamálalaga, 22. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, 71. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, né 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. og 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmálans þegar sakaðir menn eiga í hlut, eins og ákvæði sáttmálans hafa verið túlkuð í dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu, en hann var lögfestur hér á landi með lögum nr. 62/1994. Trúnaðarsamband lögmanns og skjól- stæðings væri grundvallarregla og nyti afar ríkrar verndar í sérhverju réttarríki. Þá lýsti stjórn félagsins vonbrigðum með að ákvörðun um inntak svo mikilsverðrar grundvallarreglu skyldi tekin af þremur hæstaréttardómurum en ekki fimm.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.