Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 19 Til samanburðar skal nefnt að tímagjald fyrir starf verjanda er í danmörku kr. 36.100 (dKK 1.650), í Svíþjóð kr. 23.400 (SEK 1.242), í noregi kr. 19.000 (noK 945) og í finnlandi kr. 16.300 (Eur 100). réttlát málsmeðferð og rekstur lögmannsins Á máli þessu eru tvær hliðar. Sú fyrri lýtur að reglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Sakborningur á rétt á aðstoð verjanda til að halda uppi vörnum í sakamáli. Ljóst má vera að ákvörðun um fjárhæð þóknunar verjenda og réttargæslumanna, bæði fyrir hverja klukkustund og í heild, verður að endurspegla raunverulegan kostnað og réttmæta vinnu þeirra, þannig að tryggt verði að réttur sakaðra manna og brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi sé raunhæfur og virkur, í samræmi við 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Síðari hliðin snýr að lögmanninum sjálfum. Samkvæmt 20. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn er lögmanni skylt að taka við skipun eða tilnefningu sem verjandi eða réttargæslumaður í sakamáli. við blasir að ef tímagjald fyrir starf verjanda og réttargæslumanns dugar ekki fyrir rekstrarkostnaði lögmannsins, lendir hann í vandræðum með að rækja starf sitt með fullnægjandi hætti. rekstrarkostnaðurinn hverfur ekki þótt tímagjaldið dugi ekki fyrir honum. Hafa verður í huga að samkvæmt 12. gr. lögmannalaga er lögmanni skylt að hafa skrifstofu opna almenningi. Þar fellur jafnan til hefðbundinn kostnaður við húsnæði, vátryggingar, tölvukerfi, bókakost og eftir atvikum launagreiðslur til almennra starfsmanna, svo fáein atriði séu nefnd. Í lögmannalögum eru ýmsar aðrar skyldur lagðar á lögmenn, sem hafa í för með sér kostnað, meðal annars um að hafa starfsábyrgðartryggingu og sérstakan vörslufjárreikning, sem löggiltur endurskoðandi þarf að staðfesta. afstaða ráðherra fulltrúar Lögmannafélags Íslands hafa á síðustu árum átt allmarga fundi með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins og síðar innanríkisráðuneytisins um þóknanirnar. Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið orðið við málaleitan félagsins um hækkun tímagjaldsins. Á þeirri afstöðu hafa ekki verið gefnar haldbærar skýringar. Eru snjalltæki þinna starfsmanna örugg? Vodafone Secure Device Manager gerir þér kleift að vernda gögn og stýra notkun. Örugg samskipti bæta lífið vodafone.is/fyrirtaeki Pistill forMAnns

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.