Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 25
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 25
Af VettVAnGi félAGsins
77/1998 um lögmenn, og þrátt fyrir að
félagið hafi óskað eftir afstöðu annars
stjórnvalds til þess hvort og þá hvernig
félaginu væri heimilt að veita umsögn
um regludrögin.
með bréfi Lögmannafélagsins dags. 7. júní
2013 var ákvörðun innanríkisráðherra
vísað til umboðsmanns Alþingis, þar
sem stjórn félagsins óskaði eftir því
að umboðsmaður skoðaði, eftir því
sem valdssvið hans næði til, hvort
innanríkisráðherra hafi með setningu
umræddra reglna og málsmeðferð þar
að lútandi, brotið gegn ákvæðum laga,
einkum umræddu ákvæði lögmannalaga,
ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og
öðrum reglum stjórnsýsluréttar.
jafnframt var í bréfi félagsins til umboðs-
manns bent á að ekki yrði séð af
gögnum málsins að innanríkisráðherra
hafi, við ákvörðun á einstökum
kostnaðarliðum umræddra reglna,
rannsakað hver væri raunverulegur
kostnaður löginnheimtuaðila við slíka
innheimtu, en telja yrði að sú skylda
hafi hvílt á ráðherra lögum samkvæmt.
Þann 21. júní 2013 sendi stjórn
Lögmannafélagsins nýskipuðum
innanríkisráðherra bréf, þar sem skorað
var á ráðherra að fresta gildistöku
innheimtureglnanna, þar til afstaða
Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum
umboðsmanns Alþingis lægi fyrir.
Þessari beiðni var hafnað af ráðuneytinu
með bréfi dags. 3. júlí s.l., með vísan
til þess að ráðuneytið teldi að gætt
hafi verið að réttri málsmeðferð við
setningu reglnanna, sem settar hafi verið
á grundvelli skyldu ráðherra samkvæmt
lögmannalögum.
Afstaða umboðsmanns Alþingis
liggur ekki fyrir í málinu, en stjórn
Lögmannafélagsins bendir hins vegar
á að umræddum reglum er, hvað sem
öðru líður, samkvæmt áðurnefndri
24. gr. a lögmannalaga og orðum
sínum ætlað að vera „leiðbeinandi“.
Samkvæmt 26. gr. lögmannalaga hefur
úrskurðarnefnd lögmanna meðal annars
það hlutverk að ákvarða endurgjald
sem lögmönnum er hæfilegt að áskilja
umbjóðendum sínum úr hendi skuldara
vegna kostnaðar af löginnheimtu, rísi
upp ágreiningur vegna slíks og hann
borinn undir nefndina, enda hafi honum
ekki verið skotið til dómstóla
Reykjavík 24. september 2013
Stjórn Lögmannafélags Íslands
nýr starfsmaður á skrifstofu lmFÍ
ÞAnn 1. júnÍ sl. hóf dóra Berglind Torfadóttir viðurkenndur bókari, störf á
skrifstofu LmfÍ. dóra Berglind starfaði áður á endurskoðunarskrifstofu og mun
sjá um bókhald félagsins við hlið Hjördísar j. Hjaltadóttur. við bjóðum dóru
Berglindi velkomna til starfa.
Bókasafn lmFÍ
Bókasafn LmfÍ er opið alla daga frá 9:00-17:00 eða á opnunartíma skrifstofu
félagsins. Ef að lögmenn vilja nota safnið utan skrifstofutíma geta þeir fengið
lánaðan lykil til að hafa í nokkra daga. mjög góð aðstaða er til fræðaiðkunar á
safninu, þ.á.m. tvær tölvur, þráðlaust net og tvær ljósritunarvélar. Allt safnið er
skráð í www.gegnir.is og www.leitir.is svo hægt er að leita rafrænt að bókum.
skönnun skjala í stað ljósritunar
myndavélar snjallsíma eru orðnar svo góðar að hægt er að mynda skjöl í stað
þess að ljósrita þau. Á netinu er einnig hægt að nálgast „app“ sem gerir skönnun
skjala með símunum einfalda og þægilega. Svo eru skjölin vistuð rafrænt undir
viðkomandi máli og fullir skjalaskápar heyra sögunni til.