Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 16
16 lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 UMfJöllUn Stendur íslenskt réttarkerfi traustum fótum? mín skoðun er sú að almennt sé staðan á íslensku réttarkerfi góð. Í grunninn erum við með stofnanir sem, miðað við stærð okkar, standa vel. Það er hins vegar ljóst að réttarkerfið er auðlind sem byggir í fyrsta lagi á sterkum mannauði og í öðru lagi á fjármagni. réttarkerfið verður ekki rekið á núlli, það kostar peninga. Það er alveg ljóst að sumir angar þess eru fjárvana. Ég nefni í þessu sambandi starfsemi lögreglunnar og fangelsismálin. Ég nefni einnig embætti ríkissaksóknara sem nauðsynlegt er að styrkja svo það geti sinnt eftirlits- og samræmingarhlutverki sínu. Íslenskir dómarar eru upp til hópa öflugir og góðir lögfræðingar sem reyna á hverjum einasta degi að gera sitt allra besta. Þótt réttarkerfið standi almennt traustum fótum þýðir það ekki að það séu ekki vandamál í því eins og í öðrum vestrænum réttarkerfum. Á hverjum tíma þarf að skoða réttar kerfið gagnrýnum augum. Það á að vera í sífelldri umræðu og endurskoðun. réttarkerfið er til fyrir fólkið. Alveg eins og önnur mann leg kerfi þá verða þeir sem þar starfa að vera tilbúnir að taka gagnrýni og gera betur ef í ljós kemur að mistök hafa verið gerð. Nýverið birti Jón Steinar Gunnlaugsson fv. hæstaréttardómari ritgerð þar sem hann gagnrýndi Hæsta rétt. Hvað finnst þér um hana? Sumt af því sem jón Steinar segir í sinni ritgerð er á rökum reist en um annað er ég honum ósammála, eins og gengur. Sú gagnrýni að Hæstiréttur starfi ekki nægjanlega sem eiginlegur hæsti réttur á rétt á sér. um þetta skrifaði ég raunar ritstjórnargrein í Tímarit lögfræðinga þegar á árinu 2007. mála fjöldinn í Hæstarétti er of mikill og of mörg mál því dæmd af þremur dómurum. Þá hef ég líka verulegar áhyggjur af því að skortur á raunverulegri endurskoðun Hæstaréttar í sakamálum kunni að skerða mannréttindi sak borninga í einhverjum tilvikum. Einnig tel ég að gagnrýna megi ýmislegt er tengist hinu nýja ferli við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti, en hér gefst ekki tími til að reifa þau atriði nánar. um mín sjónarmið í þessu efni vísa ég til ritstjórnargreinar minnar í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 2010. umræðan um millidómstig á Íslandi hefur verið í gangi í fimm ár. Ég hefði talið eðlilegt að tillögur þær sem réttarfarsnefnd, Lögmannafélag Íslands og dóm stóla ráð hafa unnið að, eins og upplýst var í pistli formanns LmfÍ í síðasta tölublaði þessa tímarits, væru lagðar til grundvallar frumvarpssmíð. Ég tel því afar óheppilegt að innanríkis- ráðherra hafi sett á laggirnar enn eina nefndina sem ætlað er að skoða þetta mál og þá á víðtækari grundvelli en áður hefur verið talið nauðsynlegt. málið átti að halda áfram í þeim farvegi sem því hafði verið markaður. réttarfarsnefnd er fastanefnd innanríkisráðuneytisins sem er beinlínis falið að veita ráðherra ráðgjöf á þessu sviði og útbúa lagafrumvörp til breytinga á löggjöf um dómstóla og á sviði réttarfars. Ég þekki störf slíkra nefnda vel enda hef ég stýrt starfi refsiréttarnefndar ráðuneytisins með hléum í um áratug. réttarfarsnefnd hafði leitað samráðs við LmfÍ og dómstólaráð og mótað tillögur á grunni eldri hugmynda og tillagna. Ég hef því ekki heyrt sannfærandi rök fyrir þeirri ákvörðun að setja á laggirnar enn eina nefndina á þessu stigi málsins. Ég tek þó skýrt fram að ég ber fullt traust til þeirra einstaklinga sem eru í þessari nýju nefnd, um það snúast ekki mínar athugasemdir. Aðalatriðið er það að verið er að huga að mikilvægum breytingum á íslensku dómskerfi. dómsvaldið er sjálfstæður handhafi ríkisvalds. Hið pólitíska framkvæmdavald verður því að fara mjög varlega, gæta að sjálfstæði dómsvaldsins og viðhafa gott samráð við þá sem þar starfa og hafa þekkingu á þessum málaflokki. lögmenn eru þjónar réttarríkisins Á síðasta lagadegi var rætt um stöðu lögfræðinnar í íslensku samfélagi. Hverja telur þú hana vera? Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir lögfræðinga að velta því fyrir sér hvernig þeir stóðu sig í aðdraganda bankahrunsins. voru lögfræðingar að virða nægjanlega þau grundvallargildi sem lögfræðin byggir á? var þetta faglega

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.