Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 13
lögmannaBlaÐiÐ tBl 03/13 13 en birtingu dóma sé fengin sérstök lagastoð í réttarfarslögum, sbr. 16. gr. sakamálalaga og 14. gr. einkamálalaga. Birtingarmynd réttlætisins rök fyrir birtingu dóma á netinu varða sýnileika réttarkerfisins, að almenningur geti metið það hvort refsing teljist hæfileg fyrir tiltekinn verknað. Sumir viðmælenda Lögmannablaðsins telja að sé ekki hægt að lesa það úr dómum, rofni tengslin við réttláta niðurstöðu dóms. Birtingarmynd réttlætisins hverfi þegar almenningur getur ekki lengur lagt mat niðurstöðu dómara því það sé mikilvægt í réttarríki að sjá réttlætinu fullnægt. Þá sagði Hjálmar jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í umfjöllun rúv 9. september síðastliðinn að félagið legðist alfarið gegn nýju reglunum því þær legðu stein í götu upplýsingamiðlunar. Sumir telja að með því að afmá nöfn hlífi dómstólar brotamönnum og veiti þeim skjól. Einn þeirra sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlunum er jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. Í grein sem hann ritaði á bloggsíðu sína www.jonas.is 6. september síðastliðinn telur hann að dómsúrskurðir séu smám saman að verða einkamál dómara og dæmdra. verið sé að stefna að niðurskurði gegnsæis hjá „ljósfælnum eigendum valdsins“ eins og hann orðar það; „dómarar vilja vera í friði með sín mál og virðast komast upp með það,“ skrifar hann.3 sér ekki tilgang með nafnleynd ingimundur Einarsson dómstjóri segir Héraðsdóm reykjavíkur hvorki hafa fjármagn né mannafla til að afmá nöfn í dómum. „Eins og staðan er í dag tel ég að ekki sé hægt að bæta fleiri verkefnum á starfsfólk dómsins, en augljóst er að verkefni sem þetta felur í sér aukið álag á starfsfólk. við höfum heldur ekki yfir að ráða hugbúnaði sem gæti leyst þetta verkefni svo öruggt sé.“ ingimundur hefur ennfremur miklar efasemdir um nýju reglurnar: „Ég hef sérstaklega bent á að það skjóti skökku við að hafa nafnleynd í einkamálum þar sem reglan er sú að þinghöld í þeim málum eru nánast undantekningalaust öllum opin. Ég sé heldur ekki tilganginn með slíkri nafnleynd þar sem Hæstiréttur viðhefur ekki þá aðferð sem ætlunin er að taka upp hjá héraðsdómstólunum. Sé máli áfrýjað eða það kært til Hæstaréttar má því að óbreyttu ætla að þar birtist þau nöfn sem starfsfólk héraðsdóms hafði mikið fyrir að afmá úr héraðsdómi. jafnframt óttast ég að ekki verði sama gagn að birtum dómum og áður, þar sem erfitt kann að reynast að ráða í á hverju niðurstaða dómsins byggist. raunar hef ég velt því mér hvort nýju reglurnar séu ekki skref í þá átt að hætta alveg birtingu dóma á netinu, og hvort ekki sé þá rétt að taka skrefið til fulls. En það er annað mál.“ eins og nauðsyn ber í lýðræðisríki ... segir hæstiréttur Sérstakar reglur gilda um útgáfu hæstaréttardóma sem samþykktar voru í desember 2002. raunar segir á heimasíðu Hæstaréttar að dómar séu birtir án endurgjalds í þeim tilgangi „... að þeir geti verið aðgengilegir lögmönnum og almenningi, eins og nauðsyn ber til í lýðræðisríki.“4 Að sögn Þorsteins A. jónssonar skrifstofustjóra Hæstaréttar hefur engin umræða átt sér stað meðal hæstaréttardómara um breytingar á birtingu dómanna. Hæstiréttur hefur birt dóma á heimasíðu sinni frá ársbyrjun 1999 ásamt héraðsdómum sem hafa verið til endurskoðunar. Í fyrrnefndum reglum er kveðið á um að í opinberum málum skuli nafnleyndar gætt um aðra en ákærða en ef ákærði er sýknaður í máli, eða birting á nafni hans getur talist andstæð hagmunum brotaþola, skal nafnleyndar einnig gætt um hann. jafnframt er nafnleyndar gætt í einkamálum sem fjalla um viðkvæm persónuleg málefni, s.s. forsjá barna eða um aðra hagsmuni þeirra, um lögræðissviptingu og nauðungarvistun, um erfðir, slit hjúskapar og óvígðrar sambúðar, og í málum þar sem fjallað er um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Svo getur forseti Hæstaréttar að öðru leyti ákveðið nafnleynd í einstökum málum ef sérstakar ástæður mæla með því.5 að næra dómstól götunnar Ekki eru allir á einu máli um hvað gera skuli varðandi birtingu dóma á netinu og vegast þar á persónuverndarsjónarmið annars vegar og sýnileiki réttarkerfisins hins vegar. Ljóst er að ef takmarka á aðgengi að dómum héraðsdómstóla á netinu, eða hætta birtingu þeirra, þurfa dómarar, lögmenn, aðrir þeir sem starfa í réttarkerfinu og fjölmiðlar að hafa aðgang að gagnagrunni þar sem hægt er að nálgast þá. Það er vissulega ekki hlutverk dómstólanna að næra „dómstól götunnar“, eins og einn viðmælenda Lögmannablaðsins orðaði það, og velta má fyrir sér hvort vandamálið felist í því að of auðvelt aðgengi sé að dómum og úrlausnum dómstóla á netinu. Kannski er auðveldast að vera ekki að finna upp hjólið og horfa til nágrannalanda okkar. Eyrún Ingadóttir. UMfJöllUn ÞóRuNN guðmuNdSdóttiR HRL. Ég tel sjálfsagt að birta alla dóma á netinu. Það er sjálfsögð upplýsingagjöf og það er nauðsynlegt fyrir okkur lögfræðinga að fylgjast með nýjum dómum. mér finnst hins vegar algjör óþarfi að birta nöfn aðila – það hefur ekkert lögfræðilegt gildi. 3 http://www.jonas.is/page/3/. Prentað út 27. september 2013. 4 http://www.haestirettur.is/baeklingur/blad15. Prentað út 27. september 2013. 5 „reglur um útgáfu hæstaréttardóma“ frá 17. desember 2002.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.