Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 22
Þ
jóðfundur um stjórnarskrá
var haldinn í Laugardals-
höll í Reykjavík laugardaginn
6. nóvember 2010. Fundinn
sóttu 950 manns af landinu öllu,
frá 18 ára til 91 árs að aldri, og
var kynjaskipting nánast jöfn. Sjö
manna stjórnlaganefnd, skipuð af
Alþingi, skipulagði þjóðfundinn og
birti helztu niðurstöður hans. Þjóð-
fundargestir voru valdir af handa-
hófi úr þjóðskrá. Fjöldi fundar-
manna, 950 manns, tryggði, að
niðurstöður þjóðfundarins endur-
spegluðu vilja þjóðarinnar í töl-
fræðilega marktækum skilningi.
Allir Íslendingar 18 ára og eldri áttu
jafna möguleika á að veljast til setu
á þjóðfundinum. Fyrri þjóðfund-
ur, sem áhugamenn víðs vegar að
höfðu haldið með sama sniði árið
áður, reyndist gagnleg fyrirmynd.
Jafnrétti og lýðræði
Þau tvö atriði, sem flestir þjóð-
fundarfulltrúar töldu skv. taln-
ingu mikilvægast að búa um í nýrri
stjórnarskrá, eru jafnrétti og lýð-
ræði. Stjórnlagaráð hlýddi kalli
þjóðfundarins m.a. með því að
kveða á um jafnt vægi atkvæða og
auðlindir í þjóðareigu.
Þetta sagði þjóðfundurinn m.a.
um mannréttindi: „Vægi atkvæða
verði jafnt.“ Takið eftir þessu: Ekki
jafnara, heldur jafnt. Tillaga um
jafnt vægi atkvæða var fyrst borin
fram 1849. Það gerði Fjölnismað-
urinn Brynjólfur Pétursson, vinur
Jónasar Hallgrímssonar, nýkominn
af danska stjórnlagaþinginu, sem
hann sat sem fulltrúi Íslands. Tillaga
Brynjólfs náði ekki fram að ganga.
Tilraunir til að jafna atkvæðisrétt-
inn, oftast undir forustu Sjálfstæðis-
flokksins, báru smám saman árang-
ur, en þó ekki meiri en svo, að enn
er tvöfaldur munur á vægi atkvæða
milli landshluta. Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu, ÖSE, sem
annast kosningaeftirlit í Evrópu, tel-
ur af jafnréttisástæðum, að misvægi
atkvæða skuli ekki vera meira en tíu
prósent og alls ekki meira en fimmt-
án prósent nema í undantekningar-
tilvikum. Þjóðfundurinn hlýddi kall-
inu.
Þessu bætti þjóðfundurinn við
um lýðræði til að hnykkja á boð-
skapnum: „Á Íslandi skal vera virkt
og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða
verði jafnt í einu kjördæmi, kosn-
ingar með persónukjöri, þingseta
þingmanna háð tímatakmörkunum
og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á
þrískiptingu valds og skýrum lög-
um um þjóðaratkvæðagreiðslu um
mikilvæg málefni. Skipan dómara
skal endurskoðuð. Kjósendur með
jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt
stjórnarskrá.“ Skilaboðin voru skýr.
Þjóðareign
Þetta sagði þjóðfundurinn um auð-
lindir: „Náttúra og auðlindir lands-
ins eru óframseljanleg þjóðareign
sem ber að vernda, umgangast og
nýta á sjálfbæran hátt þannig að að-
gengi almennings sé tryggt. Setja
þarf skýr lög um eigna- og nýtingar-
rétt þjóðarinnar á auðlindum, nátt-
úru og lífríki. Náttúru Íslands og
auðlindir ber að vernda fyrir kom-
andi kynslóðir.“ Allir stjórnmála-
flokkar á Alþingi hafa ályktað, að í
stjórnarskrá skuli kveða á um auð-
lindir í þjóðareigu. Þjóðfundurinn
var sama sinnis.
Valddreifing, ábyrgð og
gagnsæi
Þetta hafði þjóðfundurinn að
segja um valddreifingu, ábyrgð og
gagnsæi: „Tryggja þarf þrígreiningu
valds þar sem hlutverk og ábyrgð
ráðamanna séu skýr. Ráðherrar
skulu ekki gegna þingmennsku
ásamt ráðherraembætti. Stjórnar-
skráin ætti að tryggja gagnsæi og
eftirlit með stjórnsýslu. Fagmennska
ráði för við ráðningar í störf í stjórn-
sýslunni. Endurskoða þarf vald
forseta Íslands og taka afstöðu til
neitunarvalds hans. Takmarka ætti
þann tíma sem alþingismenn mega
sitja á þingi. Tryggja þarf sjálfstæði
dómstóla.“
Stjórnlagaráð hlýddi kalli þjóð-
fundarins að langmestu leyti svo
sem lög gera ráð fyrir. Eina umtals-
verða frávikið varðar Alþingi. Í ljósi
þarfarinnar fyrir að styrkja stöðu
Alþingis gagnvart framkvæmdar-
valdinu, eins og rannsóknarnefnd
Alþingis lýsti m.a. eftir, ákvað stjórn-
lagaráð að leggja til óbreyttan fjölda
þingmanna og óbreytt, þ.e. engin
tímamörk á setu alþingismanna á
þingi. Alþingi er skv. frumvarpinu
látið eftir að ákveða fjölda kjör-
dæma, frá einu upp í átta. Því má
segja, að stjórnlagaráð hafi að þessu
leyti gengið skrefinu skemmra en
þjóðfundurinn lýsti eftir.
Frumvarp stjórnlagaráðs er ýmist
gagnrýnt fyrir að ganga of langt eða
of skammt. Það liggur í hlutarins
eðli. Frumvarpið, sem er sprottið af
þjóðfundi, er hófsamt sameiningar-
og sáttafrumvarp. Því er ætlað að
standa vörð um þingræðisskipulag-
ið og styrkja stöðu þess með því að
treysta valdmörk og mótvægi til
að girða fyrir ofríki framkvæmdar-
valdsins, efla Alþingi og styrkja sjálf-
stæði dómstólanna.
Sandkorn
Þ
að er veik von til þess að fjór-
flokkakerfið verði brotið upp í
næstu kosningum. En til þess
að svo verði þarf fólk að fylkja
sér um ný framboð og snúa
baki við þeim gömlu. Það er kominn
til þess tími að gamlir slagsmálahund-
ar og spillingarkólfar víki af sviðinu.
Þjóðin er fyrir löngu búin að fá nóg
af átakastjórnmálum sem snúist hafa
um persónur Jóhönnu Sigurðardóttur
og Davíðs Oddssonar. Að vísu skilja
himinn og haf þau að þegar litið er til
spillingar. Davíð ber höfuðábyrgð á
hruninu og flestu því slæma sem gerst
hefur á síðari tímum í viðskiptum og
stjórnmálum. Jóhanna var kölluð inn
á völlinn til að endurreisa samfélagið
og siðvæða. Sumt hefur henni tekist
bærilega en annað síður. Í heildina litið
hefur hún ekki risið undir væntingum
þeirra sem hana kusu. Vandinn er sá
að þessir tveir einstaklingar hafa með
deilum sínum gegnsýrt umræðuna
á Íslandi og góð verk hafa vikið fyrir
átökum um tittlingaskít.
Í gær lýsti Róbert Marshall því yfir
að hann væri farinn úr Samfylkingunni
og genginn til liðs við Bjarta framtíð.
Það skilja ekki allir hvað liggur að baki
ákvörðun þingmannsins sem upplif-
ir auðvitað fylgishrun Samfylkingar í
kosningum. Sjálfur segist hann vilja
brjóta upp þau átakastjórnmál sem lýst
er að framan. Ekki er ástæða til að efast
um þá sýn þingmannsins. Vonandi líta
fleiri málin sömu augum og rísa upp
gegn fjórflokknum og öllu hans óeðli.
Fyrir liggur að Jóhanna Sigurðardóttir
hefur ákveðið að stíga til hliðar. Með
því gefst tækifæri til að hverfa af grýttri
braut fortíðar.
Innan Sjálfstæðisflokksins stýrir
Davíð úr aftursætinu, drifinn áfram af
silfri sægreifanna. Bjarni Benediktsson
virðist ekki hafa til þess getu að taka sér
þau völd sem hæfa formanni. Draugar
fortíðar leika því lausum hala og flokk-
urinn dregst sífellt lengra inn í myrkur
öfga og afneitunar. Það hlýtur að vera
sönnum hægrimönnum umhugsunar-
efni hvort þeir vilja styðja öfl sem gera
út á allt annað en stefnur og yfirlýstar
hugsjónir gefa til kynna. Sjálfstæðis-
flokkurinn er möndullinn í fjórflokkn-
um. Allur fjórflokkurinn ber síðan
ábyrgð á því hvernig fór. Samfylking,
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur hafa undanfarna áratugi skipt
með sér bitlingum og nært flokksgæð-
inga á brauði sem allur almenningur
átti. Þeir hafa gengið um eigur ríkisins
eins og svín og gefið banka og fyrirtæki
auk þess að manna dómstóla með sínu
fólki. Þeir gáfu meira að segja fiskinn í
sjónum.
Það skref Róberts að kveðja fjór-
flokkinn er virðingarvert. Vonandi fara
fleiri að fordæmi hans og gera upp-
reisn gegn því flokkakerfi sem kallað
hefur fyrirlitningu þjóðar yfir þing sitt.
Vonandi verða kosningarnar í vor til
þess að brjóta upp ástand sem hefur
verið óþolandi. Það er kominn tími til
þess að hugsjónir og kærleikur í garð
lands og lýðs verði í öndvegi hjá þing-
mönnum.
Líf formanns
n Höskuldur Þórhallsson, þing-
maður Framsóknarflokksins,
virðist þessa stundina vera
með yfirhöndina í einvíginu
við Sigmund Davíð Gunnlaugs-
son um fyrsta sætið í Norð-
austurkjördæmi. Stuðnings-
menn formannsins eru þó
pollrólegir og sannfærðir um
að þegar á hólminn verði
komið muni framsóknarmenn
ekki slátra formanni sínum
fyrir óbreyttan þingmann. Í
því samhengi er rifjað upp
þegar Hjálmar Árnason lýsti yfir
framboði í fyrsta sæti í Suður-
kjördæmi gegn Guðna Ágústs-
syni, sitjandi varaformanni.
Hjálmar hafði í upphafi með-
byr en tapaði síðan stórt.
Elín djörf
n Það má búast við hörðum
slag á milli sjálfstæðismanna
í Kraganum. Víst er að Bjarni
Benedikts-
son, núver-
andi formað-
ur, mun ná
fyrsta sætinu.
Blóðugur bar-
dagi verður
hins vegar um
annað sæti Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur sem hættir.
Bæði Ragnheiður Ríkharðsdóttir
og Jón Gunnarsson vilja verma
það sæti. Ragnheiður, sem þyk-
ir litrík, telst sigurstranglegri.
Elín Hirst hefur beðið um þriðja
sætið sem þykir djarft af nýliða.
Reiðir presti
n Stuðningsmenn Guðlaugs
Þórs Þórðarson alþingismanns
eru ævareiðir séra Halldóri
Gunnarssyni í Holti sem á
landsfundi flokksins fékk
samþykkt vantraust á þá sem
djarftækastir þóttu til styrkja.
Guðlaugur er óskoraður Ís-
landsmeistari í þessu fagi en
þar naut hann ekki síst góðs
af vinasambandi sínu og Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar sem í
þá daga stýrði Baugi og FL
Group. Nú berst þingmaður-
inn fyrir pólitísku lífi sínu en
á þó enn vinskap Jóns Ásgeirs
sem eftir megni kemur hon-
um að í fjölmiðlum 365.
Litlir fuglar
n Svo virðist sem heimildar-
menn Vigdísar Hauksdóttur
hafi tekið fram úr liðsmönn-
um Vinstri grænna um það
hverjir hætta og hverjir halda
áfram í framvarðasveit flokks-
ins. Á Facebook-síðu sinni
sagði Vigdís frá áhugaverðu
samtali og ef heimildarmenn
hennar eru sannspáir hverfur
Katrín Jakobsdóttir úr pólitík.
Svo segir Vigdís á Facebook:
„Lítill fugl hringdi í mig í dag
og flutti mér þessa framtíðar-
sýn – ég tek enga ábyrgð á
þessum fréttum – svo það sé
sagt … Katrín Jakobs – hættir
og Steingrímur J. fer í framboð
í Reykjavík – þar með er rudd
brautin fyrir Björn Val í fyrsta
sætið í NA … já ég kinkaði
kolli í símann :-) líf og fjör !!!“
Ég heyrði alls
kyns skoðanir
Það verður
tekin ein kaka
Fjölmiðlakonan Sirrý var skömmuð fyrir að vera of grönn. – DV Magni og Eyrún fagna brúðkaupsafmæli sínu. – DV
Gott hjá Róbert
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 12.–14. október 2012 Helgarblað
„Þeir gáfu
meira að segja
fiskinn í sjónum
Leiðsögn þjóðfundarins„Frumvarp-
ið, sem er
sprottið af þjóð-
fundi, er hófsamt
sameiningar- og
sáttafrumvarp