Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 35
Menning 35Helgarblað 12.–14. október 2012 „Vandamál Argentínu koma fram þegar ketinu sleppir“ Argentína Veitingastaður Í heimildamyndinni Freddie Mercury: The Great Pretender er skyggnst bak við tjöldin í lífi söngvarans sáluga, Freddie Mercury. Vel er farið í gegnum söngferil hans, bæði með hljóm­ sveitinni Queen sem og þegar hann gerði uppreisn og fór sóló – en sneri svo reyndar til baka til félaganna „með skottið milli lappanna“ eins og einn hljómsveitarmeðlima orðar það í myndinni. Áhorfandinn fær einstaka sýn inn í líf söngvarans í gegnum hans nánustu vini og sam­ starfsmenn sem segja söguna eins og hún var og draga ekkert undan. Freddie var einstakur og litríkur karakter sem afrekaði heilmargt á stuttri ævi sinni en hann lést aðeins 45 ára úr eyðni. Í myndinni heyrast meðal annars áður óútgefin lög sem Freddie gerði með Michael Jackson ásamt prufu­ töku af laginu „Take Another Piece of My Heart“ sem hann söng með Rod Stewart. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi hljómsveitar­ innar, en eftir að hafa séð myndina er ég gjörsamlega heilluð af þessum magnaða manni sem Freddie var og tónlistinni sem hann skildi eftir sig. Ég sat heilluð allan tímann yfir sögu þessa magnaða persónuleika og frá­ bæra listamanns sem Freddie var. Í myndinni er þó líka fjallað um skuggahliðarnar í lífi Freddie; partístandið, dópneysluna og frjálsu ástirnar sem kannski á endanum leiddu hann til dauða, en þó stend­ ur það jákvæða upp úr. Til dæmis dýrkun hans á spænsku óperusöng­ konunni Montserrat Caballé sem hann gaf út dúettplötu með og gaf allt aðra mynd af Freddie en heimur­ inn hafði áður séð. Ef ég ætti að setja út á eitthvað við myndina þá er það helst að lítið er fjallað um líf Freddie fram að frægðinni en lítið er vitað um æsku hans enda var hann afar lokaður. Höfundur myndarinnar virðist þó hafa reynt sitt allra besta til þess að hafa það með en ekki geng­ ið sem skyldi – líklega vegna þess hversu lítið er vitað um árin áður en hann varð frægur. Myndin er virkilega áhugaverð og vel gerð og umfram allt hefur hún frábært skemmtanagildi. Ég er alla­ vega orðin harður aðdáandi söngv­ arans eftir að hafa horft á hana og hvet alla sem hafa áhuga á tónlist að horfa á myndina. n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Bíómynd Freddie Mercury: The Great Pretender Leikstjóri: Rhys Thomas Flokkur: Heimildamyndir Útgáfuár: Bretland 2012 107 mínútur Skrautlegur Í myndinni er fjallað um skrautlegt líf Mercury og hvergi dregið undan. „Endurbætt sigurformúla“ FIFA 13 PS 3 „Álfar út úr hól“ Drottningin af Montreuil Sólveig Anspach, Jean-Luc Gaget Á stúlkna­ heimili norður af Sundsvall í Svíþjóð gerast voveiflegir atburð­ ir. Á dimmu haust­ kvöldi finnst ein stúlknanna myrt og skömmu síðar lík gæslukonu. Lík ungu stúlkunn­ ar er í undarlegri stellingu: með hendurnar fyrir andlitinu. Svona er atburðarásin í nýjustu bók hjónanna Alexöndru og Alexanders Ahndoril; hröð, skelfileg og grípandi. Hjónin sem skrifa undir höf­ undarnafninu Lars Kepler hafa áður gefið út tvær bækur, Dá­ valdinn og Paganinisamninginn. Báðar bækurnar þóttu ferskar og spennandi. Þriðja bókin, Eldvitnið, er sú besta sem þau hafa skrifað. Um­ gjörðin er nöturleg og söguþráðurinn í anda sálfræði­ tryllis. Stúlkurnar á stúlknaheimil­ inu verða eftir­ minnilegar persón­ ur, þær eru listavel dregnar upp. Fé­ lagsleg eymdin er nærri því áþreif­ anleg. Sömuleiðis er sögufléttan ekki fyrir sjáanleg. Aðalsöguhetja bókarinnar er eftir sem áður lögregluforinginn Joona Linna, góðlátlegur Finni sem er jafnan í andstöðu við kerf­ ið. Persóna sem vinnur hjörtu lesenda með einlægni sinni og seiglu. Það má sannarlega mæla með Eldvitninu, en hún er líklega ekki fyrir viðkvæma og það er ráð að hafa kveikt ljósin meðan á lestri stendur. n Hröð, skelfileg og grípandi„Félagsleg eymd- in er nærri því áþreifanleg. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Eldvitnið Höfundur: Lars Kepler Þýðing: Jón Daníelsson Útgefandi: Forlagið 523 blaðsíður Magnaður Mercury
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.