Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 12
20 Hrunverjar áfram á þingi 12 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað K rafan um endurnýjun á Al- þingi hefur verið hávær eft- ir hrun. Ef þeir þingmenn sem gefa kost á sér í próf- kjöri fyrir næsta kjörtímabil ná allir kjöri verða 20 hrunverjar á þingi eftir næstu kosningar. Þetta miðast við að orðið hrunverji þýði þingmaður sem var í ríkisstjórn- arflokki á árunum fyrir hrun. Með „hrunverja“ er auðvitað ekki átt við hann beri alla ábyrgð á efnahags- hruninu en hafi engu að síður verið í áhrifastöðu þegar hrunið varð. Þessir 20 þingmenn eru í allir í Sjálfstæðis- flokknum (ellefu talsins) og Samfylk- ingunni (níu talsins). Í þriðja flokknum sem stýrði landinu í aðdraganda hrunsins, Framsóknarflokknum, verður orðin algjör endurnýjun eftir að ljóst varð að Birkir Jón Jónsson ætlaði að draga sig í hlé, en hann hefur setið á þingi frá árinu 2003. Höskuldur Þór Þór- hallsson settist reyndar á þing árið 2007 en Framsóknarflokkurinn var þá í stjórnarandstöðu. Þá má nefna að Eygló Harðardóttir settist óvænt á þing haustið 2008, rétt fyrir efna- hagshrunið. Erfitt að komast að Óvenju mikil endurnýjun var á þing- mönnum í kosningunum 2009 þegar 26 nýir þingmenn tóku sæti á Al- þingi. Kosið var í kjölfar búsáhalda- byltingarinnar eftir háværa kröfu um uppstokkun. Þessar raddir heyr- ast enn. Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur bendir á að það sé afar snúið fyrir nýtt fólk að komast að hjá öðrum af stóru flokkunum. Þeir sem séu eldri og hafi starfað lengi á vett- vangi stóru flokkanna hafi mikið for- skot á þá sem koma nýir inn. Ógnar- mikið verk sé að kynna sig fyrir öllum og afla sér fylgis í stórum hreyfingum. Ef til vill þess vegna gangi endurnýj- un hægar í Sjálfstæðis flokknum og Samfylkingunni. „Það að vera stjórn- málamaður er ákveðið fag. Maður þarf mikla færni og góða „kontakta“. Það getur tekið áratugi að þjálfa sig í að vera stjórnmálamaður og komast í efsta lagið. Sérstaklega í stærri flokk- um. Í litlum flokki eins og VG var lengi þarf minna til að ná til allra.“ Hún seg- ir að prófkjörin séu mikill þröskuldur fyrir þá sem koma nýir inn. Þar þarf að keppa við þá sem fyrir eru. Þá þurfi fólk oft að taka á sig mikla launalækk- un auk þess sem erfitt geti verið fyr- ir stjórnmálamenn, sérstaklega kon- ur, að komast að í annarri vinnu að stjórnmálaferli loknum. Flestir ganga í hlutverkin Stefanía er ekki á því að ásýnd þings- ins hafi breyst eftir hrun, þó margir nýir þingmenn hafi komið inn. Flest- ir hafi gengið inn í þau hlutverk í rót- grónu flokkunum sem hafi þróast í áratugi. Þau hlutverk felast með- al annars í því að standa saman út á við, tala einum rómi á þingi og greiða atkvæði eins og fyrir sé lagt. Undan- tekningar séu þó Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sem hafi snúist gegn forystu VG og klofið sig frá flokknum. „Þar sáum við fólk sem dró visku for- ystunnar í efa. Og það leiddi ef til vill til þess að við fengum þessa þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave. Það styrkti kröfuna um beint lýðræði og setti valdi þingsins skorður,“ segir hún og bætir við: „En ef við lítum á stóru myndina þá hefur ekkert stórkostlegt breyst.“ Forystan framfylgi stefnunni Stefanía segir að í stjórnmálunum togist stefnan á við mennina. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn hafi eftir hrun lagt áherslu á að forysta flokkanna framfylgi stefnu þeirra í auknum mæli. Hún segir það sína tilfinningu að krafan um endur- nýjun sé fyrst og fremst krafa eft- ir andlitslyftingu flokkanna. „Fólk er að leita að góðum fulltrúum sem n Margir þingmenn voru í áhrifastöðum fyrir hrun n 26 nýir komu inn 2009 n Þungavigtarmenn hætta á þingi í vor Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Sjálfstæðisflokkur n Árni Johnsen Settist fyrst á þing 1983 n Ásbjörn Óttarsson Settist fyrst á þing 2009 n Birgir Ármannsson Settist fyrst á þing 2003 n Bjarni Benediktsson Settist fyrst á þing 2003 n Einar K. Guðfinnsson Settist fyrst á þing 1991 n Guðlaugur Þór Þórðarson Settist fyrst á þing 2003 n Illugi Gunnarsson Settist fyrst á þing 2007 n Jón Gunnarsson Settist fyrst á þing 2007 n Kristján Þór Júlíusson Settist fyrst á þing 2007 n Ólöf Nordal Settist fyrst á þing 2007 n Pétur H. Blöndal Settist fyrst á þing 1995 n Ragnheiður Elín Árnadóttir Settist fyrst á þing 2007 n Ragnheiður Ríkharðsdóttir Settist fyrst á þing 2007 n Tryggvi Þór Herbertsson Settist fyrst á þing 2009 n Unnur Brá Konráðsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Þorgerður K. Gunnarsdóttir Settist fyrst á þing 1999 Samfylking n Katrín Júlíusdóttir Settist fyrst á þing 2003 n Árni Páll Árnason Settist fyrst á þing 2007 n Ásta R. Jóhannesdóttir Settist fyrst á þing 1995 n Björgvin G. Sigurðsson Settist fyrst á þing 2003 n Guðbjartur Hannesson Settist fyrst á þing 2003 n Helgi Hjörvar Settist fyrst á þing 2003 n Jóhanna Sigurðardóttir Settist fyrst á þing 1978 n Jónína Rós Guðmundsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Kristján L. Möller Settist fyrst á þing 1999 n Lúðvík Geirsson Settist fyrst á þing 2011 n Magnús Orri Schram Settist fyrst á þing 2009 n Mörður Árnason Settist fyrst á þing 2003 n Oddný G. Harðardóttir Settist fyrst á þing 2009 n Ólína Þorvarðardóttir Settist fyrst á þing 2009 n Róbert Marshall Settist fyrst á þing 2009 n Sigmundur Ernir Rúnarsson Settist fyrst á þing 2009 n Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Settist fyrst á þing 2009 n Skúli Helgason Settist fyrst á þing 2009 n Valgerður Bjarnadóttir Settist fyrst á þing 2009 n Össur Skarphéðinsson Settist fyrst á þing 1991 VG n Álfheiður Ingadóttir Settist fyrst á þing 2007 n Árni Þór Sigurðsson Settist fyrst á þing 2007 n Björn Valur Gíslason Settist fyrst á þing 2009 n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Jón Bjarnason Settist fyrst á þing 1999 n Katrín Jakobsdóttir Settist fyrst á þing 2007 n Lilja Rafney Magnúsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Steingrímur J. Sigfússon Settist fyrst á þing 1983 n Svandís Svavarsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Þráinn Bertelsson Settist fyrst á þing 2009 n Þuríður Backman Settist fyrst á þing 1999 „En ef við lítum á stóru myndina þá hefur ekkert stór- kostlegt breyst það getur speglað sig í,“ segir hún. Þó séu þeir til sem vilja losna við flokk- ana og kjósa fólk í staðinn. Persónu- kjör þurfi þó ekki endilega að þýða að auðveldara verði fyrir nýja fram- bjóðendur að komast að. Þeir sem séu þekktir og hafi bakland í stór- um flokkum hafi mikið forskot á nýtt fólk. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.