Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 42
Fækkaðu hitaeiningum um helming
n Taktu mataræðið í gegn skref fyrir skref
Þ
egar fólk fer of geyst af stað í
heilsuátak og ákveður skyndi-
lega að breyta algjörlega um
mataræði á einu bretti er hætt
við að það springi fljótt á limminu. Of
róttækar breytingar á of skömmum
tíma geta farið illa í suma og því getur
verið nauðsynlegt að venja líkamann
hægt og rólega á hollara mataræði með
því að taka smá tíma í breytingarnar.
Taktu mataræðið í gegn skref fyrir skref
en ekki breyta öllu í einu.
Ef þú notar rjóma í kaffið, próf-
aðu þá fyrstu vikuna að breyta til
og nota frekar nýmjólk, í annarri
viku léttmjólk, þeirri þriðju fjör-
mjólk og farðu alla leið í fjórðu vik-
unni og notaðu undanrennu.
Til að auka neyslu á trefjum
er gott að byrja að fara úr
franskbrauði í súrdeigsbrauð eða
ítalskt brauð, þá fjölkorna brauð
og svo gróft heilkornabrauð.
Ef þér finnst gott að fá þér ham-
borgara og getur varla hugsað þér
lífið án þeirra prófaðu þá byrja á
því að nota fituminna nautahakk,
því næst að blanda það til dæmis
kalkúna- eða kjúklingakjöti og að
lokum nota eingöngu kalkún eða
kjúkling í stað nautahakks.
Mörgum þykir gott að fá sér ís
og það er líka til lausn fyrir þá til
að draga úr hitaeiningunum. Byrj-
aðu á því að fara úr feitum rjóma-
ís yfir í mjólkurís, prófaðu svo fitu-
lítinn ís eða jógúrtís. Farðu svo alla
leið og fáðu þér frekar sorbet, sem
er vatnskenndur ítalskur ís.
Það getur reynst mörgum erfitt
að draga úr gosdrykkju en það er
allt hægt. Prófaðu að blanda upp-
áhaldssafanum þínum út í sóda-
vatn. Best er, eins og með allt ann-
að, að byrja hægt. Prófa sig áfram
með þrjá fjórðu hluta safa á móti
einum hluta af sódavatni draga svo
hægt og rólega úr safahlutfallinu.
Drekktu svo eingöngu bragðbætt
sódavatn í fjórðu vikunni. n
42 Lífsstíll 12.–14. október 2012 Helgarblað
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Þ
egar ég áttaði mig á því fyrir
19 árum að líf mitt stefndi
í ógöngur vegna þess að
áfengið gerði mig ruglaðan
ákvað ég að grípa til aðgerða. Það
er dálítið merkilegt
að ákvörðunina
tók ég ofurölvi.
Ég lýsti því yfir
í vitna viður-
vist að þetta
yrði mitt síðasta
fyllerí næstu tvö
árin að minnsta kosti. Ég sagð-
ist myndu vakna skelþunnur
daginn eftir og rétta mig af með
einum bjór sem var í ísskápnum.
Viðmælandinn, sem hafði eytt
klukkustund í að róa mig, sam-
sinnti mér en trúði ekki orði.
Þegar ég vaknaði 24. apríl 1993
var höfuðið sem blý. En ég mundi
heitstrenginguna. Reikulum skref-
um fór ég fram í eldhús, opnaði
ísskápinn og náði í ískaldan bjór-
inn. Það var þekkt sælutilfinning
að teyga hann og bægja frá
timburmönnunum í bili. „Þetta er
minn seinasti bjór næstu tvö árin,“
sagði ég við sjálfan mig og kött-
inn sem horfði á mig gulgrænum
glyrnum sínum tortrygginn á svip.
Hann þoldi aldrei drukkið fólk.
Fyrsta hugsunin var sú að fara
í áfengismeðferð en við nánari
íhugun fannst mér líklegt að ég
gæti hætt af sjálfsdáðum. Þrátt
fyrir allt drakk ég
ekki oft. Vanda-
málið var að ég
drakk svo illa.
Ég kynnti mér
lauslega kenn-
ingar AA-sam-
takanna. Síðan
gerði ég samning við sjálfan mig.
Ég var hættur að drekka að lág-
marki í tvö ár en hámarki í fimm
ár. Þann tíma myndi ég nota til að
átta mig á stöðunni. Þann 24. apríl
1994 myndi ég næst setjast niður
og fara yfir málin. Ef niðurstaðan
yrði sú að byrja aftur að drekka þá
var það í senn sjálfsagt og eðlilegt.
Reglan var aðeins sú að ég mátti
ekki byrja að drekka neinn annan
dag ársins. AA-samtökin gera ráð
fyrir að menn séu edrú í einn dag
í senn en mér fannst þægilegra að
vera ekki daglega að bögglast með
vandamálið.
Í apríl 1994 hugsaði ég til baka.
Ég hafði ekki lent í teljandi úti-
stöðum við fólk. Minnisleysið
var horfið. Og sunnudagar í
þynnku höfðu algjörlega vikið
fyrir heilbrigði. Ég hugsaði mál-
ið fram eftir degi. Í vínskápnum
biðu viskíflaska og flaska af fimm
stjörnu koníaki þess að verða
opnaðar. Það var ekki langt liðið
á daginn þegar ég tók ákvörðun
um að vera edrú í eitt ár í viðbót.
Þannig liðu árin eitt af öðru. Allt
í einu voru þau orðin fimm. Þá
braut ég samninginn við sjálfan
mig.
Þann 24. apríl árið 1999 átti ég
í mikilli innri baráttu. Ég var bú-
inn að standa við mitt og nú var
komið að því að byrja að drekka
aftur. Vandinn var aðeins sá að
það var svo fjandi gott að vera
edrú. Lífsgæðin voru mun betri.
Ég ákvað að sveigja af leið og
framlengja ótímabundið en með
sömu reglum og áður.
Árin hafa liðið eitt af öðru. Á
hverju ári hefur 24. apríl runnið
upp en oftar en ekki hef ég gleymt
að staldra við. Næsta vor verða
liðin 20 ár frá því ég drakk ískald-
an bjór og samdi við sjálfan mig.
Þá mun ég enn einu sinni setjast
niður og taka ákvörðun. Kannski
verður tímabært að taka aftur upp
þráðinn frá árinu 1993 og fá sér í
glas. Hver veit? Aðalatriðið er að
hafa fulla stjórn á málum.
Svona hætti
ég að drekka
Breyttu mataræðinu Ekki fara of geyst af stað í að taka mataræðið í gegn.
n Kryddaðu matinn rétt til og draga fram það besta í honum
Algeng mistök
við matargerð
Þ
að getur komið fyrir alla að
kaupa rangt hráefni þegar
verslað er inn fyrir ákveðna
uppskrift. Oft er tímaskorti,
þreytu eða athygliskorti um
að kenna, sem er eðlilegt þegar far-
ið er í búðina eftir langan og erfiðan
vinnudag. Að uppgötva þetta þegar
heim er komið og undirbúningur
fyrir matinn hafinn þarf þó ekki
að þýða að rétturinn sem elda á sé
ónýtur. Oft er hægt að breyta réttin-
um aðeins þannig að hráefnið sem
keypt var henti betur. Einnig er hægt
að kíkja á síðurnar Cook‘s Thesaur-
us og Chowhound á netinu. Sú fyrri
er í raun alfræðiorðabók um hráefni
og hvernig má nýta það á ýmsan
hátt en sú síðari er spjallborð þar
sem meðlimir skiptast á upplýsing-
um og ráðleggingum varðandi elda-
mennsku.
Að hita pönnuna á of háum hita
Flest vitum við að nauðsynlegt er að
hita ofninn upp í ákveðið hitastig
áður en hann er notaður, en fæst ger-
um við slíkt hið sama við pönnuna
á eldavélinni. Fólk skellir gjarnan
pönnunni á eldavélina, stillir á hæsta
hita og hendir hráefninu á hana. Það
eru mistök. Sé pannan til að mynda
aðeins höfð á hellunni í tvær mín-
útur er miðja hennar einungis orðin
heit. Þá er hætta á að þú eyðileggir
pönnuna með of miklum hita.
Best er að hita pönnuna upp í
róleg heitunum, setja hana á helluna
um leið og þú byrjar að undirbúa
matinn og stilla á vægan hita. Leyfa
henni að hitna þannig allt upp í tutt-
ugu mínútur.
Að kíkja inn í ofninn
Þeir sem elda eitthvað
af ráði vita að þegar
við opnum ofninn til
að kíkja á það sem þar
er inni, lækkar hitastigið
til muna. Þetta hefur meiri áhrif en
margir halda, því í hvert skipti sem
ofninn er opnaður lækkar hitinn þar
inni um að minnsta kosti 25 gráður.
Það getur svo tekið ofninn allt að
tíu mínútum að ná upp fyrra hita-
stigi. Á mannamáli þýðir þetta að ef
þú opnar ofninn tvisvar til að kíkja á
kjúklinginn sem þar er inni þá þarft
þú að bæta um tuttugu mínútum við
eldunartímann.
Fyrir forvitna kokka sem vilja
fylgjast með matnum í ofninum er
því ráð að halda glugganum á ofn-
inum hreinum og láta sér nægja að
kíkja þar inn. Þá getur verið ráð að
verða sér úti um góðan kjöthitamæli
til að fylgjast með matnum.
Salt og pipar í lokin
Í mörgum uppskriftum er tekið
fram að krydda eigi réttinn með
salti og pipar eftir smekk þegar
hann er tilbúinn, slíkt er í lagi
þannig séð en dregur þó ekki endi-
lega það besta fram í matnum. Best
er að krydda matinn hægt og rólega.
Í hvert skipti sem þú setur nýtt hrá-
efni út í réttinn er gott að salta örlítið.
Ef þú gætir þess að nota ekki of mikið
salt í hvert skipti, þá ættirðu að hafa
notað svipað magn af salti í gegnum
alla matseldina og þú hefðir notað
til að bragðbæta þegar rétturinn er
tilbúinn. Með þessari aðferð nærðu
að kalla fram það besta úr hverju
hráefni fyrir sig og rétturinn verður
bragðbetri fyrir vikið.
Vatni hellt af pastanu
Það er orðið æ algengara að í upp-
skriftum að pastasósum sé notast við
hluta af vatninu sem pastað er soðið
í. En ef uppskriftin segir ekki til um
það, ekki hella vatninu. Taktu alla-
vega til hliðar tvo bolla af soðinu
áður en þú hellir því niður og lætur
þannig dýrmætt hráefni fara til spill-
is.
Þegar þú hefur útbúið
pastaréttinn, soðið pastað
og hellt sósunni út á,
skelltu þá smávegis af soð-
inu út í réttinn. Sterkjan í
vatninu gerir að verkum að
sósan loðir betur við pastað.
Ef þú sérð fram á að sósan sé að
hlaupa í kekki, bættu þá einfald-
lega við meira af vatni.
Að gleyma að bragðbæta
Salt dregur fram bragðið af matnum,
en það gerir sýra líka. Sítrónusafi,
edik og síder kemur jafnvægi á bragð-
ið af matnum. Helltu sítrónusafa út
á pönnusteikt brokkolí, settu eina
teskeið af rauðvínsediki út á chili,
kreistu nokkra dropa af sítrónusafa
út á mexíkóskan mat og slettu bals-
amediki yfir grillað grænmeti. Þetta
eru aðeins örfá dæmi um það hvern-
ig má nota þessi hráefni til að draga
fram bragð af matnum og koma
koma jafnvægi á það. n
solrun@dv.is
Eldaðu rétt Vanir kokkar geta gert mistök
í eldhúsinu líkt og óvanir. Að krydda matinn á
réttan hátt getur gert gæfumuninn.