Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 4
Hirða ekki allan fisk n Forstjóri Hafró segir brottkast afla stundum nauðsynlegt O kkur þykir bagalegt ef við erum að nauðsynjalausu að láta fisk fara frá borði, og það er nátt- úrulega hlutur sem við tökum stíft á innanhúss. En ég geri ráð fyrir því að það séu einhverjar gildar ástæð- ur fyrir þessu, segir Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. DV.is sagði frá því á miðvikudag að mikið brottkast hafi verið á afla í rann- sóknarleiðangri skipsins Bjarna Sæ- mundssonar 2. október síðastliðinn. „Það var um það bil helmingnum af aflanum af tveimur holum kastað fyr- ir borð, eða tæplega tveimur tonn- um,“ sagði Björn Sverrisson, nemandi í sjávarútvegsfræðum sem fór þann túrinn með skipinu. Jóhann segir að tvennt þurfi að hafa í huga varðandi slíkt brottkast. „Við þurfum náttúrulega að lágmarka þetta, en það geta bæði orðið í slys í þessum efnum og eins eru takmark- aðir möguleikar til þess að hirða allan fisk. Þessi rannsóknarskip eru ekki hönnuð til vinnslu sjávarafurða al- mennt, þau eru hönnuð til rannsókna. Það er náttúrulega ekki fræðilegur möguleiki að við getum tekið allan hirðanlegan afla um borð. Þetta er hlutur sem við getum ekki komið í veg fyrir, ef við eigum að vera að stunda okkar rannsóknir.“ Jóhann segir að hjá Hafró sé nú unnið að því að bæta aðstöðu í rann- sóknarskipunum. „Við höfum verið að bæta aðstöðu undanfarið, til dæmis í Árna Friðrikssyni, núna í byrjun ársins settum við nýjan krapabúnað um borð í skipið, og við höfum verið með tæknifræðing undanfarna mánuði að skoða hvað við getum gert til þess að bæta okkar möguleika til þess að fara vel með afla sem kemur um borð. Þannig að okkur finnst mikil vægt að gera þetta eins vel og við getum. Við eigum auðvitað að vanda okkur.“ n simon@dv.is 4 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað n Innanhúsdeilur og endurskipulagning urðu til þess að Sigrún sagði upp T aka átti dagskrárstjórn sjón- varpsins af Sigrúnu Stefáns- dóttir, fyrrverandi dagskrár- stjóra RÚV, og ráða annan dagskrárstjóra í hennar stað. Þá var mikil óánægja meðal yfir- stjórnar RÚV með að Sigrún hafi látið starfsmenn Rásar 1 vita af fyrir- huguðum uppsögnum vegna frekari niðurskurðar í stofnuninni. Heim- ildarmönnum DV ber saman um að þetta sé ástæða fyrirvaralítils brott- hvarfs Sigrúnar úr stóli dagskrár- stjóra á mánudag. Skiptar skoðanir eru á meðal starfsmanna RÚV en auglýst verður eftir eftirmanni Sig- rúnar á næstunni. Staða Sigrúnar veiktist Sigrún tók við dagskrárstjórastöð- unni árið 2005 en hún hefur starfað við stofnunina með hléum frá 1975. Sigrún sagði sjálf upp en heimildar- menn DV segja að þrengt hafi verið að henni á síðustu vikum og mánuð- um. Staða Sigrúnar hafði á síðustu vikum veikst talsvert og fékk hún veður af því að taka ætti af henni völd yfir dagskrá sjónvarpsins á mánudag, sama dag og hún sagði starfi sínu lausu. Stuðningur við hana með- al starfsmanna útvarpsstöðva RÚV fór einnig minnkandi á sama tíma en starfsmenn tóku sig saman í kjöl- far fundar með henni þar sem hún sagði frá fyrirhuguðum uppsögnum og sendu bréf á stjórn og stjórnend- ur RÚV. Sigrún vildi ekki tjá sig um mál- ið þegar blaðamaður leitaði eftir hennar viðbrögðum. „Nei, ég er ekki tilbúin til þess, ekki á þessari stundu,“ sagði hún. Sigrún var ekki tilbúin að staðfesta að til hafi staðið að færa hana úr stóli dagskrárstjóra. Ekki liggur fyrir hvað Sigrún ætlar að taka sér fyrir hendur en hún hef- ur starfað í kringum fjölmiðla með hléum síðastliðna áratugi. Ætlar að sækja um Margrét Marteinsdóttir, starfandi dagskrárstjóri útvarpsstöðva RÚV, hefur tilkynnt samstarfsmönnum sínum að hún sækist eftir að fá starf Sigrúnar þegar það verður auglýst laust til umsóknar. Hún var skip- uð ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra sjónvarpsins, tímabundið í starf Sigrúnar á meðan unnið er að því að finna eftirmann hennar til frambúðar. Margrét hef- ur hingað til starfað sem yfirmaður dægurmáladeildar fréttastofu RÚV. Í auglýsingu eftir nýjum dag- skrárstjóra sem birtist í Morgun- blaðinu á fimmtudag er ljóst að tveir einstaklingar verða ráðnir í starfið sem Sigrún sinnti áður. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi og eru konur sérstak- lega hvattar til að sækja um starf- ið. Mikill niðurskurður hefur verið á RÚV frá hruni og er ljóst að enn þarf að sýna mikið aðhald í rekstrin- um. Breytingar á umgjörð fyrirtæk- isins eru hins vegar yfirvofandi og hefur Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnt frumvarp sem gerir ráð fyrir tals- verðum breytingum á rekstrarfyrir- komulagi RÚV. n Ætluðu að taka af henni sjónvarpið Fer annað Sigrún sagði starfi sínu hjá RÚV lausu á mánudag en ekki liggur fyrir hvað hún hyggst taka sér fyrir hendur. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Nei, ég er ekki tilbúin til þess, ekki á þessari stundu Sigrún Stefánsdóttir beðin um viðbrögð Fékk járnflís í augað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingarmiðstöðina til að greiða karlmanni tæpar 1.200 þús- und krónur vegna slyss sem hann varð fyrir í ágúst 2007. Maðurinn slasaðist við störf sín hjá Eininga- verksmiðjunni Borg ehf. þegar járnflís skaust í auga hans þegar hann var að saga í sundur svo- nefnt sakkaborð í borðsög. Maður- inn var ekki með hlífðargleraugu þegar atvikið varð. Eftir slysið var hann lagður inn á augnskurðdeild þar sem hann gekkst undir bráða- aðgerð þar sem læknar fjarlægðu meðal annars blóð í glerhlaupi, augasteinninn var einnig tekinn, málmflís sem lá í augnbotni og hornhimnan saumuð. Maðurinn fór síðar í augn- aðgerð í Póllandi þar sem linsa var sett í vinstra augað í stað auga- steins. Varanleg örorka mannsins var metin 10% eftir slysið. Mað- urinn fór fram á að fá rúmar 3,7 milljónir í bætur en héraðsdóm- ur komst sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að Tryggingamiðstöð- in ætti að greiða honum tæpar 1,2 milljónir króna. Bregðast við kröfu ljósmyndara Forsvarsmenn sjónvarpsþáttanna „Ert þú ljósmyndarinn?“ sem sýndur verður á Skjá Einum hafa ákveðið að breyta nafninu á þættinum í kjölfar mik- illar óánægju atvinnuljós- myndara. Ljósmyndari er lögvernd- að starfsheiti og gagnrýndu menntaðir ljós- myndarar að í þættinum væri talað um áhugaljósmyndara sem ljós- myndara. „Ljósmyndun er lög- verndað fag og það að kalla þann Ljósmyndara sem ekki hefur til þess réttindi samræmist hvorki lög- um, né heldur gildum þáttanna,“ segir í tilkynningu sem Sigmar Vil- hjálmsson, einn eigenda Stórveld- isins, framleiðenda þáttanna, sendi fjölmiðlum. Þar segir að nýja nafn þeirra verði „Ljósmyndakeppni Ís- lands“. „Með nafnabreytingunni er Stórveldið að styðja baráttu ljós- myndara fyrir lögvernd á faginu, enda er mikilvægt að standa vörð um fagmenntaðar starfsgreinar hér á landi.“ Bagalegt „Þessi rannsóknarskip eru ekki hönnuð til vinnslu sjávarafurða almennt, þau eru hönnuð til rannsókna,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.