Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 21
Hefndu sín á 14 ára barni P akistanska stúlkan Malala Yousafzai vakti heims­ athygli ellefu ára að aldri þegar hún hóf dagbókar­ skrif fyrir breska útvarpið BBC. Í pistlum sínum fjallaði hún meðal annars um kúgun talibana. Þeir hefndu sín í byrjun vikunnar þegar þeir reyndu að myrða stúlk­ una, sem nú er 14 ára. Fregnir bár­ ust þess efnis að hún hefði orðið skotmark reiðra talibana sem hefðu ætlað að ráða hana af dög­ um á leið heim úr skólanum, fyrir skrif sín. Hún lifði árásina af og á miðvikudag bárust fregnir af því að læknum hefði með skurðaðgerð tekist að fjarlægja byssukúluna úr höfði hennar. Forseti Pakistans fordæmdi árásina strax í kjölfar hennar. Hann sagði að stjórnvöld myndu áfram styðja menntun stúlkna og berjast gegn íslömskum ódæðis­ mönnum. Tvær kúlur í höfuðið? Tvennum sögum fer af því hvernig árásin var framin. Talsmaður lög­ reglunnar sagði við BBC að byssu­ maður hefði hafið skotárás á stúlk­ ur sem voru í þann mund að stíga upp í skólarútu, en önnur stúlka slasaðist í árásinni. Þá er önnur frá­ sögn af atburðinum á þann veg að byssumaðurinn hefði stöðvað rút­ una, stigið um borð, spurt um stúlk­ una og síðan hafið skothríð. Því er af sumum fréttamiðlum haldið fram að hún hafi fengið í sig tvær byssukúl­ ur; báðar í höfuðið, en það hefur ekki fengist staðfest þegar þetta er skrifað. Læknar sögðu eftir aðgerðina að líðan stúlkunnar væri stöðug en á svipuðum tíma bárust fréttir af því að íslamskir vígamenn hefðu strax hót­ að að gerð yrði önnur tilraun til að myrða stúlkuna. Tilnefnd og verðlaunuð fyrir hugrekki Í pistlum sínum í BBC, sem hún hóf að skrifa eftir að talibanar tóku yfir Swat­dalinn, fjallaði Malala um þær reglur sem talibanar settu. Þeir komu á íslömskum lögum, lokuðu skólum fyrir stúlkur og bönnuðu fólki meðal annars að hlusta á tónlist. Hún gerði grein fyrir þeim þjáningum sem börn og aðrir borgarar máttu þola á með­ an talibanar réðu ríkjum. Hún skrif­ aði undir dulnefni og kallaði sig Gul Makai. Rétt nafn hennar varð opin­ bert eftir að talibanar voru hraktir úr dalnum og hún varð að hetju í augum margra Pakistana fyrir hugrekki sitt og dirfsku. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Malala talað ötullega fyrir því að börn hljóti menntun og að það séu mannréttindi þeirra. Fyrir framgöngu sína hefur hún hlotið verðlaun í Pakistan og hef­ ur verið tilnefnd til alþjóðlegra friðar­ verðlauna barna. Vill verða stjórnmálamaður Í einni færslunni fjallar hún um þær fyrirskipanir talibana að banna stúlk­ um að mennta sig. „Við ákváðum að leika okkur aðeins lengur á leikvellin­ um eftir að skólinn var búinn í dag – úr því að þetta var síðasti dagurinn. Ég er viss um að skólinn verður opnaður aftur einn daginn en í dag fannst mér eins og ég myndi ekki snúa aftur.“ Hún hefur sagt að hún vilji læra lögfræði og fást við stjórnmál þegar hún verður eldri. „Mig dreymir um að búa í landi þar sem menntun verður almenn.“ Forsætisráðherrann Raja Pervez Ashraf hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við stúlkuna og fjölskyldu hennar. „Ég lít á Malala sem dóttur mína – sem dóttur okkar allra. Við verðum að fordæma svona verknað og stöðva þetta. Ef þessi viðhorf fá að þrífast, hvaða stúlkur verða þá óhultar,“ sagði hann í yfirlýsingu í kjölfar atburðarins. Talibanar voru hraktir úr Swat­ dalnum af hernum árið 2009 eftir að hafa drottnað þar í um tvö ár. Í kjöl­ farið hefur að mestu verið friður á svæðinu. Þúsundir íbúa, sem flúðu ógnarstjórn talibana, hafa snúið aftur til síns heima. n Helgarblað 12.–14. október 2012 Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Talibanar reyndu að myrða unga þjóðhetju Gagnrýndi talibana Malala stefnir að ferli í stjórnmálum. Lifði af skotárás Læknum tókst að fjarlægja byssukúlu úr höfði Malala. Erlent 21 „Mig dreym- ir um að búa í landi þar sem menntun verð- ur almenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.