Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 34
34 12.–14. október 2012 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Ásgeir Trausti er ekta
eintak af tónlistarmanni.“
Dýrð í dauðaþögn
Ásgeir Trausti
„Nístandi fegurð“
Kona Tígursins
Téa Obrecht
J
ónas Sigurðsson tónlistar
maður, í samvinnu við Lúðra
sveit Þorlákshafnar, fagnar út
gáfu nýrrar breiðskífu, Þar sem
himin ber við haf. Af því tilefni
er blásið til stórfenglegra útgáfutón
leika dagana 19. og 20. október kl.
21.00 í Reiðhöll Guðmundar í Þor
lákshöfn. Um er að ræða nýtt efni og
þematengda upplifun frá tónlistar
manninum Jónasi þar sem hafið
leikur stórt hlutverk. „Það verður
grafík þar sem myndefni af hafinu
verður varpað á veggina. Þá erum
við búin að leigja risastórt hljóð
kerfi, það verða hátalarar allan
hringinn. Svo upplifunin ætti að
verða góð,“ segir Jónas.
Lagið Þyrnigerðið, sem hljómað
hefur á öldum ljósvakans í sumar
og haust, er meðal annars að finna
á þessari breiðskífu sem verður flutt
í heild sinni. Fram munu koma,
ásamt Jónasi og lúðrasveitinni,
eldriborgaratónlistarbandið Tónar
og trix, Stefán Örn Gunnlaugsson
á hljómborð, Ómar Guðjónsson
á gítar, Kristinn Snær Agnarsson
á trommur, Ingi Björn Ingason á
bassa og fleiri.
Bæjarbúar hjálpa við
tónleikana
Jónas leitaði sérstaklega í heimabæ
inn sinn Þorlákshöfn, þar ólst hann
upp. Lúðrasveitin sem spilar á tón
leikunum er sú hin sama og hann
spilaði sjálfur í sem unglingur og
kór aldraðra í Þorlákshöfn syngur
einnig á plötunni, í kórnum er móð
ir hans sem samdi reyndar textann
við eitt laga sonar síns á plötunni.
Jónas segir nánast alla í bæn
um leggja sér lið. „Það eru bara all
ir með í þessu,“ segir hann. „Ég fæ
stuðning úr öllum áttum. Ég fékk til
að mynda reiðhöll Guðmundar lán
aða fyrir tónleikana og sjálfboðalið
ar úr slökkviliðinu hjálpuðu til við
að reykbinda jarðlagið. Nú er upp
selt á fyrri tónleikana og óðum að
seljast upp á þá seinni.“
Tónlistarbærinn Þorlákshöfn
Móðir Jónasar, Ragna Erlendsdóttir,
segir bæjarlífið ansi litríkt þessa
dagana. „Við erum öll svo spennt.
Það er svo skemmtilegt að vinna
svona öll saman,“ segir Ragna um
þátttöku bæjarbúa í tónleikaundir
búningnum. „Lúðrasveitin hefur í
marga mánuði staðið í undirbún
ingi vegna tónleikanna, þetta er
lúðrasveitin sem Jónas var í sjálfur
og ég á margar góðar minningar um
hann að berja á trommurnar á tón
leikum á 17. júní.“
Ragna er á meðal þeirra sem
mynda sönghópinn Tónar og trix
sem er skipaður eldri borgurum í
Þorlákshöfn. Fyrst gekk starfið að
mestu leyti út á söng en svo fjölgaði
hljóðfærunum og spilamennskan
vatt upp á sig. Nú spilar allur hópur
inn á sílófóna og leikur bæði frum
samin lög og tökulög. Hópnum er
stjórnað af Ásu Berglindi Hjálmars
dóttur. Í Þorlákshöfn sé unnið mik
ið og sungið mikið. „Það er óskap
lega mikið tónlistarlíf hjá okkur í
Þorlákshöfn. Það má segja að ef þú
viljir flytja hingað í bæinn þá taki
við mikið val. Því hér er allt og hvað
viltu? Viltu koma í kirkjukórinn?
Kvennakórinn? Alls staðar er tón
list,“ segir Ragna og hlær.
Jónas segir vissulega hafa verið
mikið um tónlist í bænum. „Þegar
ég var lítill að alast upp þá bjó Berg
þóra Árnadóttir í Þorlákshöfn. Ég
held að það hafi haft einhver áhrif
því hún var mögnuð tónlistarkona.
Það er rétt hjá mömmu að tónlistar
lífið er mjög einstakt í
þessum bæ.“
Sótti innblástur í
hafið
Ragna segist í texta
smíðinni hafa sótt
innblástur til hafsins.
„Hugmynd Jónasar var
að þetta yrði þemað,
þorpið okkar sem er
við hafið. Við höfum
lifibrauð okkar af haf
inu, fiskinn. Þess utan
þá horfum við á haf
ið, hlustum á hafið og
syngjum um hafið. Það
er yndislegt og það gef
ur lífinu gildi að horfa
á náttúruna í kring
um okkur. Sérstaklega
í öllu þessu fargani, í
þessum bæ vinna all
ir mikið og tónlistin
gefur okkur mikið. Við erum sí
syngjandi hér. Jónas fór til dæm
is að syngja með mér og sauma
klúbbnum mínum þegar hann var
þriggja ára. Þá byrjaði hann á því
að berja pottana hennar mömmu
sinnar með sleifum.“
Gat ekki setið kyrr
Ragna er afskaplega stolt af syni sín
um. Þegar hún er spurð um æsku
hans minnist hún foreldraviðtal
anna í grunnskólanum. Þar fékk
Jónas jafnan sömu umsögnina.
„Þegar ég mætti í foreldraviðtöl
til kennara fékk ég alltaf sama svar
ið. Hann Jónas getur lært en hann
getur ekki setið kyrr. Það var rétt
hann átti ekki gott með að sitja kyrr.
En hann var ósköp ljúfur, hann átti
tvær eldri systur sem sögðu stund
um að hann væri litla barnið. Að við
værum stundum svolítið mikið góð
við Jónas,“ segir hún og hlær.
Venjuleg fjölskylda
„Við vorum ósköp venjuleg fjöl
skylda í bænum. Við vorum þrjú og
hann var yngstur. Það var eitt sem
við gerðum alltaf, við settumst nið
ur öll saman og borðuðum saman
kvöldmat og ræddum um daginn
og veginn. Jónas virti það og kom
alltaf á réttum tíma í mat. Það er
góður siður. Hann og systur hans
hafa haldið þessum sið, að borða
saman einu sinni á dag og tala við
fjölskylduna sína og það finnst mér
gott,“ segir móðir Jónasar
„Já, þetta er góður siður,“ sam
sinnir Jónas. „Við gerum þetta alltaf
heima hjá mér. Ég hafði reyndar
ekkert hugsað meira út í það.“
Sungið alla sína ævi
Ragna segist hafa sungið alla sína
ævi. Hún vann í apótekinu í Þor
lákshöfn í 20 ár, í kaupfélaginu á
Hvolsvelli og í bókasafninu í bæn
um. Auðvitað vann hún einnig í
fiski eins og svo margir aðrir bæj
arbúar. „Ég stakk af í fiskinn um
helgar þegar mikið var að gera.
Ef mann vantaði aukapening þá
var það auðsótt. Ég var venjuleg
húsmóðir og vann hálfan daginn
úti. Ég gat leyft mér það þó að kaup
ið væri ekki mikið. En ég hef alltaf
sungið. Með fjölskyldunni minni
og með saumaklúbbn
um. Við fórum í útileg
ur og við sungum og
sungum. Þessi venju
legu dægur lög. Þetta
var góður lærdómur
fyrir Jónas,“ segir hún
og hlær og útskýrir að
hann kunni óhemju
mikið af textum.
Jónas samsinnir
þessu. „Ég fatta þetta
ekki sjálfur fyrr en ég
fer að syngja. Ég kann
hin og þessi lög sem ég
skil ekkert að ég kunni
svona reiprennandi.
Þetta er bara þarna ein
hvers staðar.“
Náin mæðgin
„Að alast upp í Þorlákshöfn á þess
um árum var sérstakt,“ segir Jónas.
„Það var ekkert hér. Það var bara
sandur og hraun. Við krakkarnir
vorum bara í sandkassanum að
leika okkur með rafkefli. Þetta var
mjög gróft og hart umhverfi að
mörgu leyti. Á hinn bóginn var þar
mikið frelsi. Við vorum alltaf strák
arnir úti að þvælast við höfnina.
Hafið er allt í Þorlákshöfn, sjálf
ur upplifði ég seinna ótrúlega
frelsis tilfinningu þegar ég fór sjálf
ur á sjó,“ segir Jónas.
„Já, já,“ segir Ragna aðspurð
hvort taugarnar séu þandar fyrir
tónleikana. „Bara svona passlega.“
Jónas er sömuleiðis spenntur fyr
ir tónleikunum. „Það er bæði
æðislegt og taugastrekkjandi að
halda svona tónleika í eigin heima
bæ. Maður verður feimnari, það
muna allir eftir manni síðan mað
ur var smápolli og það þýðir ekkert
að þykjast vera einhver gaur. Það
sjá allir í gegnum það,“ segir hann
og hlær. n
Mæðgin syngja um hafið
Allt samfélagið í Þorlákshöfn er með í því að halda
risatónleika í tilefni útgáfu sólóplötu Jónasar Sigurðs-
sonar ógleymanlega. Eldri borgarar bæjarins syngja í
kór á tónleikunum og móðir tónlistarmannsins, Ragna
Erlendsdóttir, samdi texta við eitt laganna á plöt-
unni. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Jónas og
móður hans um uppvöxtinn, lífið í bænum og tónlistina
sem færir bæjarbúum gleði á milli erfiðisstunda.
Tónar við hafið
Lag: Jónas Sigurðsson
Texti: Ragna Erlendsdóttir
Hér stillum okkar hljóma
í kærleika þeir óma
við ströndina
Og tónlistin hún tengir oss
við lífsins töfraheima
vináttu okkar og virðingu
við hafið
Komdu vinur komdu
látum sönginn óma
við hafið
Og bárurnar að ströndinni
þær brotna hér við bergið
Og ómur þeirra bergmálar
við hafið
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal „Svo horfum
við á hafið,
hlustum á hafið og
syngjum um hafið
„Þetta var
mjög gróft
og hart umhverfi
að mörgu leyti
Á hafi úti Nýlega fór tónlistarfólkið sem vinnur að tónleikunum í siglingu úti fyrir Þorlákshöfn. myND BERNHaRD KRiSTiNN
mæðgin Jónas og
móðir hans Ragna
Erlendsdóttir.
Ragna syngur með
kór eldri borgara á
útgáfutónleikum
og á texta við eitt
laga Jónasar á nýrri
plötu.