Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 40
Fólk Festist í súpunni S igurveig Káradóttir sendir frá sér bókina Súpur allt árið. Í henni er að finna uppskriftir að bæði heitum og köldum súpum. Eins eru uppskriftir af soði af ýmsum gerðum sem einfalt er að laga frá grunni. „Uppskriftirnar er ég búin að þróa í rólegheitum í eldhús- inu mínu og svo voru myndirnar unn- ar hér í haust. Þær voru allar teknar hér heima eins og myndirnar í Sultur allt árið og Hollt nesti heiman að.“ Sigurveig segir súpur bestar séu þær lagaðar frá grunni og úr góðum hráefnum. „Það sama má segja um allan mat. Það þarf að gefa sér tíma í að gera góða súpu,“ segir Sigurveig. „Smakka hana til, bæta við kryddi ef þarf og leyfa henni að malla. Sumar súpur þurfa lengri tíma, aðrar er hægt að útbúa með minni fyrirvara. Margar súpur verða betri næsta dag og jafnvel enn betri þarnæsta. Það finnst alveg á bragðinu hvort það hafi farið ást og umhyggja í súpugerðina.“ Gott í frystinn En skyldi súpan vera vanmetinn máls- verður? Því trúir Sigurveig. „Algjör- lega. Matarmikil súpa er fyrirtaks máltíð. Það er tilvalið að gera súpur í frystinn. Best er að frysta þær í minni skömmtum, til dæmist í frystipokum eða glerkrukkum. Það er svo minnsta mál að taka þær út og hita þegar lítill tími er aflögu í eldamennskuna. Það sparar bæði tíma og peninga og svo er líka margfalt fljótlegra og hollara að kippa krukku úr frystinum en að kaupa eitthvað tilbúið á hlaupum. Súpur er líka gott að taka mér sér í vinnuna eða skólann. Eins eru súpur tilvalinn matur í óformleg boð – jafnt stærri sem smærri. Vonlaust að bjóða sömu súpuna Sigurveig segir það fara eftir skapi hvernig súpu henni líst best á þá stundina. Þá skiptir framboð á hráefni máli. „Ég á erfitt með að standast ferskt grænmeti, sem á það svo oftar en ekki til að lenda hér í súpupottinum! Gazpacho-súpu á ég oft í ísskápnum, enda hressandi að fá sér ískalda súpu þó svo heit súpa eigi kannski betur við yfir vetrartímann. Ef ég geri súpu fyrir boð, þá reyni ég að hafa hana matar- mikla. Hvaða súpu ég geri fyrir boð, fer svo algjörlega eftir því hvaða góða hrá- efni ég finn. Ég held að fólk festist oft í því að gera alltaf sömu súpuna – festist í súpunni svo að segja og situr þar sem fastast! Oft er „stórfjölskyldan“ í mat og mér finnst vonlaust að bjóða alltaf sama fólkinu sömu súpuna, sama hversu góð hún kann að vera.“ Sú f fjölbreyttum toga, í bókinni verður meðal annars að finna upp- skrift að marokkóskri kjötsúpu, ítalskri fiskisúpu, spænskri skelfisksúpu, salt- hnetusúpu með afrísku ívafi, gúllas- súpu og gazpacho-súpu. Sigurveig gef- ur lesendum DV uppskrift að sætri og safaríkri gulrótarsúpu. n 40 Lífsstíll 12.–14. október 2012 Helgarblað Holl óhollusta Kaffi Þrátt fyrir að talið sé að kaffi geti valdið háum blóð- þrýstingi eru einnig töluverðar líkur á því að tveir til fjórir bollar af kaffi á dag dragi verulega úr líkum á heilablóðfalli. Brauð Brauð getur innihaldið mikið af salti, sykri og slæm- um kolvetnum sem stuðla að þyngdaraukningu og háum blóðsykri. Það skiptir þó máli hvernig brauð þú borðar því með því að skipta fínu brauði út fyrir gróft heilkornabrauð eykur þú neyslu trefja sem innihalda góð kolvetni og gefa aukna orku. Súkkulaði Súkkulaði getur vissulega innihaldið mikið af sykri og koffíni en það er þó ekki al- slæmt. Margar vísindalegar rannsóknar hafa nefnilega sýnt fram á að dökkt súkkulaði í hóflegu magni get- ur bætt heilsuna á svipaðan hátt og léttar æfingar. Egg Eggjarauður eru ríkar af kólesteróli og vilja því margir merkja þær sem óhollustu. Eggjarauð- ur innihalda þó einnig mikið prótein og eru ríkar af vítamínum sem hafa góð áhrif bæði á minnið og sjónina. Hnetusmjör Þrátt fyrir að hnetu- smjör innhaldi mettaða fitu og sé oft töluvert saltað þá er það einnig fullt af góðri fitu, próteini, E-vítamíni, níasíni, fólínsýru og magnesíum. Rauðvín Í rauðvíni er mikið af sykri og óhóflega drykkja þess getur bæði haft slæm áhrif á lifr- ina og stuðlað að þyngdaraukn- ingu. Góðu fréttirnar eru þó þær að nýleg rann- sókn sýnir fram á að rauðvín geti stöðvað vöxt krabba- meinsfruma og aukið viðnám gegn sjúkdómnum. n Sigurveig Káradóttir kennir landanum að meta súpu„Ég held að fólk festist oft í því að gera alltaf sömu súpuna Súpur allt árið Sigurveig hefur safnað saman þrautreyndum súpuuppskriftum. Mynd: GunnaR GunnaRSSon Sæt og safarík gulrótarsúpa Súpan ef frekar mild, þannig að endilega setjið meira af kryddi ef ykkur sýnist. Samt er ágætt að byrja á því að setja bara eina teskeið af hverju kryddi, því að sjálfsögðu er alltaf auðveldara að bæta við kryddi en taka það aftur úr. Súpan er borin fram jafnt heit sem köld, þannig að það er tilvalið að taka með sér eina krukku af henni í skólann eða vinnuna. uppskrift fyrir 4–5 150 gr laukur 60 gr sellerí 1 kg gulrætur 1 hvítlauksrif 2 msk. ólífuolía 2 msk. smjör 1 msk. sykur 1 l vatn/grænmetiskraftur 100 gr basmati-hrísgrjón 2 greinar timjan 2 lárviðarlauf 2 dósir kókosmjólk 1 tsk. kóríander 1 tsk. garam masala 1 tsk. kardimommur 1 tsk. túrmerik Sjávarsalt Hvítur pipar n Laukurinn er skorinn mjög smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni og ögn af salti. Leyft að malla á lágum hita í 5–6 mínútur. n Selleríið skorið smátt og gulræturnar í frekar smáa bita. Bætt í pottinn ásamt sykrinum og smjörinu. Leyft að brúnast aðeins áður en hvítlauknum er bætt saman við. n Því næst er vatninu/kraftinum bætt í pottinn ásamt hrísgrjónunum, lárviðar- laufunum og timjan. n Ef gulræturnar eru nýjar og safaríkar, er betra að nota vatn frekar en kraft til að leyfa sæta bragðinu af nýuppteknum gulrótum að njóta sín. n Leyft að malla á vægum hita, þar til bæði grænmetið og grjónin eru fullsoðin. n Þá eru lárviðarlaufin og timjan- greinarnar veiddar úr pottinum og súpan maukuð ásamt kókosmjólkinni. Sett aftur í pottinn, súpan krydduð til og hituð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.