Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 54
Jedi-
M
ynd af Jóni Gnarr íklæddum
jedi-búningi á friðarverðlauna-
afhendingu LennonOno var
birt á fjölda gamansíða um
allan heim. Á einni þeirra, 9gag.com,
var fjöldi athugasemda. Margir vildu
koma til Íslands, einn sagði að nafnið
Jón Gnarr hljómaði eins og nafn sanns
jedi-riddara og einn skrifaði einfald-
lega orðið: „Happened!“ ótal sinnum.
Margir virðast ná gríninu og nokkrir
segja: „Mayor the force be with you.“
Nokkrir koma af fjöllum og segjast illa
skilja uppátækið.
Athygli vekur að íslenskur kynn-
ingaraðili myndarinnar um Jón Gnarr
auglýsir heimildamynd um borgar-
stjórann til sölu í athugasemd á síð-
unni.
„Ef að þú vilt sjá æðislega heim-
ildamynd um Jón Gnarr og hans
ótrúlega kjánalegu kosninga-
herferð til borgarstjóra, þá getur
þú keypt hana hér.“ Með fylgir slóð
í sölusíðuna Amazon.
kristjana@dv.is
54 Fólk 12.–14. október 2012 Helgarblað
Andri Freyr hræddur
við Gunn-illu
Fékk þetta skrítna bréf í pósti, varð hálf hræddur! “ sagði sjón-varpsstjarnan viðkunnanlega
Andri Freyr Viðarsson um aðdá-
endapóst sem honum barst í vik-
unni. Andri Freyr birti bréfið á Face-
book-síðu sinni. Í því stendur fátt en
kona að nafni Gunilla segist einfald-
lega hafa séð hann í sjónvarpinu og
ákveðið að senda honum línu. Hon-
um leist hins vegar ekkert á blik-
una og fannst uppsetning bréfsins
skuggaleg. „Það sem hræðir mig er
hvernig þetta er sett upp, svo er ég
líka mikið að horfa á Brúna þessa
dagana. Hún Gunnilla eða Gunn-
illa kemur sér beint að efninu eins
og sannur glæpon!“
Mikið að horfa á Brúna Það hræðir
Andra Frey mest hvernig bréfið er sett upp.
n Gunn-illa kemur sér beint að efninu
SStjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveins-son birti mynd af syni sínum og Kristrún-ar Aspar Barkardóttur á fésbókarsíðu
sinni í vikunni undir textanum: „Ein af
ráðgátum lífsins er hvernig mér tókst
að eignast svona fallegan son?“ Fjöl-
margir vina Sveins Andra snéru
þessu upp í grín honum í óhag.
Einn benti honum til að mynda
á að menn byggju ekki til börn
með andlitinu. Annar sagði
að konurnar í lífi hans hefðu
nú eflaust átt einhvern þátt í
þessu, enda ætti hann stór-
glæsileg börn. Kristrún
Ösp sló þó í gegn með
sinni athugasemd,
sem fjölmörgum lík-
aði við: „Já þetta er
ráðgáta, ég hélt að
góðir hlutir gerðust
hægt … en ekki í þessu
tilviki, tók aðeins örfá-
ar mínútur … max 2.“ Þrátt
fyrir að hún skyti harkalega á lög-
manninn með þessari athugasemd
svaraði hann þó ekki strax fyrir sig
í athugasemdakerfinu.
Sveinn Andri tók sér dá-
góðan tíma í að hugsa hnyttið
mótsvar við föstu skoti Kristrún-
ar. Um sólarhring síðar kom
loks athugasemd frá hon-
um: „ég hélt að ég hefði
verið búinn að kenna
þér á klukku – þú
verður að muna að
litli vísirinn sýn-
ir klukkustundir en
ekki mínútur! :)“
Einn vinur sagði,
eftir að lögmaðurinn
hafði ritað sitt svar,
að athugasemd
Kristrúnar hefði
einfaldlega verið
of góð til að hægt
væri að svara henni
svona daginn eftir.
„Þetta er
ráðgáta“
n Skýtur fast á Svein Andra
n „Mayor the force be with you“
borgarstjórinn í
grínpressunni
Vakti lukku
Jón Gnarr
vakti lukku og
forvitni víða
um heim með
uppátæki sínu.
M
y
n
d
A
r
n
o
ld
Fast skotið Kristrún Ösp skaut
fast á Svein Andra á fésbókar-
síðu hans. Hann reyndi að koma
með mótsvar daginn eftir.
É
g er ekki sammála því að sjón-
varpskonum á Íslandi sé gefinn
afsláttur af hæfni til að fá rétta
útlitið,“ segir fréttakonan Telma
L. Tómasson en Hanna Björg
Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræð-
um, sagði í DV í vikunni að hennar til-
finning væri sú að konur í sjónvarpi
þurfi að vera hæfari en karlmenn
auk þess að hafa útlitið og að stund-
um fyndist henni jafnvel afsláttur gef-
inn á hæfni fyrir útlit. „Hafi það ver-
ið gert hefur það fólk ekki ílengst í
starfi, því frétta- og fjölmiðlaum-
hverfið er kröfu harður húsbóndi. Þar
endist enginn nema hann hafi bein í
nefinu og hæfileika til að standa sig.
Þær konur sem ég hef unnið með eru
upp til hópa eiturklárar stelpur. Sum-
ar hafa haft útlitið með sér að auki, en
það er aukaatriði. Stundum gleymist
líka í umræðunni að konur sem líta
vel út geti jafnframt verið klárar. Mér
finnst mikilvægast að við fáum að
vera við sjálf og það hefur ekkert með
það að gera hvort við séum karlar eða
konur, ung eða eldri. Mikilvægast er
að hver og einn fái að nota hæfileika
sína.
Ég hef fengið athugasemdir varð-
andi útlit mitt en það snýst aðallega
um smámuni eins og hvar ég láti
klippa mig og hvaða varalit ég noti.
Slíkt var byrjað löngu áður en ég fór
í sjónvarp. Fréttamennska á ekki að
snúast um útlit fréttamannsins, held-
ur innihald fréttanna,“ segir Telma og
bætir við að fólk verði að horfa gagn-
rýnum augum á auglýsingar og um-
fjöllun fjölmiðla um útlit.
„Útlitsdýrkun fer í taugarnar á
mér. Við megum ekki láta plata okkur
og láta auglýsingar æða með okkur
eitthvert sem við viljum ekki fara.
Við erum ólík frá náttúrunnar hendi,
engu skiptir hvort við erum gramm-
inu þyngri eða léttari. Varðandi útlit
skiptir það eitt mestu máli að hugsa
um almennt heilbrigði, hreyfa sig og
borða hollan mat,“ segir Telma og
bætir við að fjölbreytileiki sé jákvæð-
ur. „Við verðum að vera alls konar.“
Fjölmiðlakonurnar Margrét
Erla Maack og Sigríður Arnardótt-
ir hafa báðar sagt frá kröfum tengd-
um aldri og útliti sem þær telja gerð-
ar til kvenna í sjónvarpi. Aðspurð
segist Telma ekki líta á hækkandi
aldur sem þröskuld. „Maður öðl-
ast meiri reynslu eftir því sem mað-
ur verður eldri og í fréttamennsku er
mjög mikilvægt að öðlast bæði tengsl
og reynslu. Ég finn ekki fyrir kröfu um
að vera unglegri og ég myndi ekki láta
lýtalækni lappa upp á mig. Hver og
einn þarf reyndar að taka ákvörðun
þar um og ég er með öllu fordóma-
laus gagnvart konum og körlum sem
sjá sig knúin til að fara í aðgerð vegna
alvarlegra lýta, meðfæddra, vegna
slysa eða annars. Mér þykir hins vegar
of vænt um sjálfa mig eins og ég er og
af hverju í ósköpunum ætti ég þá að
vilja annað útlit? Fyrir mér snýst þetta
um að vera sterkur karakter, geta horft
í gegnum auglýsingaskrumið og elska
sjálfan sig eins maður er.“ n
n Telma segir að konur í sjónvarpi fá engan afslátt
„Útlitsdýrkun fer í
taugarnar á mér“
Vill alls konar fólk
Telma vill að fólk horfi
gagnrýnum augum á
auglýsingar og umfjöllun
fjölmiðla um útlit.