Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 50
50 Fólk 12.–14. október 2012 Helgarblað K atie Holmes nýtur þess að vera einstæð móðir í New York eftir skilnaðinn við Tom Crusie. Samkvæmt ónefndum heimildarmanni kann hún svo vel að meta frelsið að hún er ekkert á þeim buxunum að fara aftur í annað samband á næst- unni. „Vissulega hefur hún upplifað erfiða tíma eftir skilnaðinn. En hún er meira en tilbúin að takast á við lífið eftir Tom Crusie. Katie fannst Tom kæfa feril sinn sem leikkonu á meðan þau voru gift en hann skipti sér mikið af því hvaða hlutverk hún tók að sér,“ segir heimildarmaður- inn. Samkvæmt heimildunum trúir hún þó enn á ástina og vonast til að gifta sig aftur einhvern daginn, þó það sé ekki á döfinni hjá henni að fara á stefnumót á næstunni. Fannst tom kæF sig n Katie Holmes trúir enn á ástina Einstæð móðir Samkvæmt heimildum nýtur Katie Holmes þess að vera einstæð móðir og er ekkert á leið á stefnumót á næstunni. S umum Hollywood-stjörn- um finnst glanstímaritin og slúðurblöðin ekki standa sig nógu vel í því að birta myndir af þeim og nýta sér því tæknina til gefa aðdáend- um sínum enn betri sýn inn í þeirra heim. Sú allra duglegasta á Twitter er Kim Kardashian sem er kannski ekki skrítið þar sem Kim er í raun- inni bara fræg fyrir að vera fræg. Raunveruleikaþáttastjarnan dælir reglulega inn myndum af sér fá- klæddri og oft fleiri en einni á dag. Dag einn í ágúst dældi Kim til að mynda tíu myndum af sér inn á einum degi. Kim veit fátt betra en ef 16 milljónir aðdáenda hennar, sem fylgjast grannt með henni, öfundi hana af lúxusnum sig þegar hún veltir sér í sandinum á ströndinni. Unglingastjarnan Miley Cyrus hætti á Twitter í október 2009 þegar þáverandi kærasti hennar og nú- verandi unnusti, Liam Hemsworth, bað hana að hætta. Tveimur árum seinna var Miley mætt aftur og hefur ekki stoppað síðan. Leik- og söngkonan dælir inn myndum af sér, hundunum sínum og nýjasta æðinu, hárinu sínu. Ef marka má Twitter-síðu Rihönnu gerir söngkonan lítið ann- að en djamma og djúsa. Rihanna heldur 24 milljónum aðdáenda sinna á tánum með myndum sem oft ættu að vera bannaðar börnum; Rihanna í sólbaði að drekka bjór, Rihanna í sólbaði að reykja gras. Enginn á jafn marga fylgjendur á Twitter og Lady Gaga en þeir nálg- ast 30 milljónir. Lady Gaga hefur birt myndir af sér og kærastanum auk þess sem hún leyfir stundum aðdáendum að sjá hvernig hún ætl- ar að klæða sig á næstu tónleikum. n Fjórar athyglisjúkar stjörnur á Twitter N ú þegar fréttir berast af yfirvofandi skilnaði Danny DeVito og Rheu Perlman eftir þrjátíu ára hjónaband fara margir að velta fyrir sér hvað hafi gerst. Samkvæmt heimildarmanni RadarOnline var lítil hamingja í hjónabandinu síðastliðin tíu ár. Má þar meðal annars kenna um þeirri athygli sem Danny veitti öðrum konum umfram eigin- konu sína. „Danny getur verið mikill daðrari og vegna sterkar stöðu hans í Hollywood er hann óhræddur við að misnota að- stöðu sína til að gera sér dælt við ungar og upprennandi leik- konur í bransanum.“ Samkvæmt heimildarmanninum lét Rhea lengi vel eins og hún sæi þetta ekki en fékk að lokum nóg af kvensemi eignmannsins eftir öll þessi ár. Rhea fékk nóg af kvenseminni n Danny er duglegur í að daðra Daðrari Sagan segir að Rhea Perlman hafi loks fengið nóg af kvensemi eiginmannsins. Horfið á mig! Í sólbaði með jónu Það varð allt vitlaust þegar Rihanna birti mynd af sér reykjandi eitthvað sem virtist vera jóna. Á djamminu Myndirnar af Rihönnu eru annaðhvort teknar á djamminu eða í sólbaði. Elskar athyglina Kim er dugleg að sýna aðdáendum sínum hvað hún lifir frábæru lífi og fer oft á ströndina. Flottur afturendi Kim er ekkert feimin við að setja myndir af fræga bossanum sínum á netið. Nývöknuð Miley fannst tilvalið að deila með aðdáendum hvernig hún lítur út á morgnana. Alveg gaga Lady Gaga heldur aðdá- endum sínum ánægðum með því að dæla inn fjölbreyttum myndum af sér. Stuttklippt Miley með stutta hárið og í gegnsæjum bol. Með kærastanum Lady Gaga og kærastinn, Taylor Kinney, í nektarsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.