Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 12.–14. október 2012 Helgarblað Í pólitík þarf maður að láta hjart­ að ráða för. Hjarta mitt slær á heimaslóðum. Ég hef alltaf ver­ ið feikilega mikill landsbyggða­ strákur í hjarta mínu og ofboðs­ legur Akur eyringur. Mér finnst best að vinna fyrir það svæði, á meðan við höfum kjördæmi, sem mér er kær­ ast,“ segir alþingismaðurinn, skáldið, rithöfundurinn og fyrrverandi fjöl­ miðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson sem sækist eftir fyrsta til þriðja sæti á lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi. Alþingi úr takti Eftir 28 ára starf við fjölmiðla venti Sigmundur Ernir sínu kvæði í kross og snéri sér að stjórnmálum. Árið var 2009 og Sigmundur, eins og svo margir aðrir, vildi leggja sitt að mörk­ um við uppbyggingu samfélagsins eftir hrunið. Hann segir fréttamennsku hafa verið góðan grunn fyrir pólitíkina. „Ég þekkti vel til landsins, þjóðlífsins og þjóðmálanna. Ég vissi nokkurn veginn að hverju ég gekk en óneitan­ lega verð ég að segja að hlutar at­ vinnustjórnmálanna eru mér ekkert sértaklega að skapi. Þetta er búið að vera merkileg lífs­ reynsla, í tiltölulega ómerkilegum bransa, að því leyti að hann leggur meiri áherslu á sundurlyndi en sam­ stöðu. Öll mín ár á almennum vinnu­ markaði settist maður niður með fjölbreyttu galleríi vinnufélaga og komst að niðurstöðu eftir snarpt og gott samtal og kom hlutunum í verk. Það hvarflaði ekki að manni að það væri partur af árangrinum að tala illa til vinnufélaga sinna, setja sig alltaf upp á móti öllum þeirra hugmynd­ um og telja sínar eigin hugmyndir alltaf þær bestu. Þannig virkar lífið ekki og þess vegna virkar Alþingi ekki nógu vel. Það er ekki í takti við aðra vinnustaði í landinu sem vilja ná ár­ angri,“ segir Sigmundur Ernir sem er að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili á Al­ þingi Íslendinga og langar, þrátt fyrir allt, að fá tækifæri til að starfa þar lengur. „Ég held að börnin mín og eiginkona setji ákveðið spurningar­ merki við það en mér finnst ég ekki geta hætt núna í miðri uppbyggingu. Ég vil ekkert endilega verða elliær í þessu starfi en ég vil sjá til þess að við festum jöfnuð í sessi og byggjum upp velferð með vinnu að leiðarljósi.“ Minnimáttarkennd lítilla karla Hann viðurkennir þó að hann sakni fjölmiðlanna. „Fjölmiðlarnir ólu mig upp og þar kynntist ég einstaklega góðum vinum. Bakterían blundar enn í mér. Ég er fréttasjúkur og líður aldrei betur en þegar ég er að skrifa,“ segir hann en bætir við að hann hafi strax kosið að láta ekki þá sem á eftir komu í faginu fara í taugarnar á sér. „Ég rífst ekki við sjónvarpið. Lífið er allt of stutt til þess að tala niður til fólks og illa um það. Það veit yfirleitt enginn af því nema maður sjálfur og það getur étið mann innan frá.“ Brotthvarf Sigmundar úr fjölmiðl­ um vakti athygli á sínum tíma. Í jan­ úar 2009 voru hann og eiginkona hans, Elín Sveinsdóttir sem starfað hafði hjá Stöð 2 í 23 ár, látin fara þegar nýir stjórnendur tóku við fréttastof­ unni. Sigmundur segist ekki reiður yfir því að honum var sagt upp störf­ um. „Ég hafði sem fréttastjóri alltaf átt von á því að mér yrði sagt upp með tíð og tíma. Öllum fréttastjórum Stöðvar 2 hefur verið sagt upp þannig að það hlaut að koma að mér. En öðru gilti um konuna mína sem var óumdeildur fagmaður í sjónvarps­ framleiðslu og algjör leiðtogi í tækni­ og framleiðsluhluta Stöðvar 2. Ég held að uppsögn hennar hafi stafað af einhverri minnimáttar­ kennd lítilla karlmanna. Mér hef­ ur alltaf fundist Ari Edwald óskap­ lega smávaxinn eftir að hafa rekið einn sinn besta starfsmann fyrir það eitt að vera gift fréttastjóranum. Mín uppsögn var skiljanleg en hennar algjörlega óskiljanleg. Þessum litlu körlum fannst gráupplagt að nota tækifærið fyrst það væri verið að sparka mér að senda konuna burt sömuleiðis. Mér finnst það stórkost­ lega furðuleg mannauðsstjórnun að fjárfesta um 20 ára skeið í frábærum starfskrafti sem einn daginn er leidd­ ur út úr fyrirtækinu eins og hver ann­ ar glæpamaður. Þannig kvaddi Stöð 2 Elínu Sveinsdóttur og þannig haga bara lítilmenni sér.“ Algjör vanvirðing við viðkvæmt mál Hann segist hafa verið farinn að leiða hugann að pólitík áður en til brott­ rekstursins kom. „Ég var strangt til tekið búinn að taka þá ákvörðun í hjarta mínu að skipta um starfsvett­ vang fyrir fimmtugt. Það var annað hvort pólitíkin eða að leggja skrift­ irnar algjörlega fyrir mig. En vandinn er sá að jafnvel þótt maður hafi gef­ ið út metsölubækur, sem sumar hafa verið á lista yfir mest seldu bækur ársins, þá lifir maður ekki á skrifum. Ég tala ekki um ef maður hefur hlað­ ið niður börnum. Ég fór út í pólitík meðal annars vegna fjölskyldumála, á margan hátt til að berjast fyrir rétti þeirra sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Við eigum að gera ráð fyrir breiddinni frekar en einsleitni og viðurkenna það í eitt skipti fyrir öll að til þess að rækta gott samfé­ lag þarf allt kryddið í pottinum,“ segir Betri maður eftir dóttur- missi Sigmundur Ernir Rúnarsson hafði unnið við fjölmiðla í 28 ár þegar honum og eiginkonunni, Elínu Sveinsdóttur, var sagt upp á fréttastofu Stöðvar 2. Daginn áður hafði fjölskyldan fengið að vita að elsta dóttir þeirra lægi fyrir dauðanum. Sigmundur venti sínu kvæði í kross og hellti sér út í stjórnmálin þar sem hann er að ljúka sínu fyrsta kjör- tímabili. Hann ræðir dótturmissinn, pólitíkina, ástina og kjaftasögurnar, sem hann segir ótrúlega ilkvittnar. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.