Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 12.–14. október 2012 Helgarblað gæti verið ein og það myndi henta mér mjög vel en var ekki lengi í para­ dís heldur fór allt á hvolf og ég hafði enga stjórn á því sem var að gerast. Það var bara ein allsherjarpanikk,“ segir hún og hlær. „Hann þurfti að ganga svolítið á eftir mér en ég held að honum hafi ekkert leiðst það. Við grínumst stundum með það að hann sé flaggstöngin og ég flaggið. Svo fylgi ég bara vind­ áttinni á meðan hann stendur stöð­ ugur á sínum stað. Á meðan hann heldur alltaf ró sinni er ég eins og dramapúðurtunna,“ segir hún hlæj­ andi og bætir því svo við að hún sé nú öll að róast. Hékk barnshafandi í öryggisól Sara Dögg er klædd í þröngan kjól og það fer ekkert á milli mála að hún er barnshafandi. Um helgina hefst hins vegar þriðja þáttaröðin af Press­ unni þar sem Sara Dögg fer sem fyrr með aðalhlutverkið. Það var á miðju tökutímabilinu sem hún uppgötv­ aði að annað barn væri á leiðinni en sagði engum frá því. Þess í stað klifraði hún á milli húsþaka hang­ andi í öryggisól eins og ekkert væri. Nýja serían er dekkri og drama­ tískari en þær fyrri. Sara Dögg segir að það hafi vissulega verið öðruvísi að leika Láru verandi barnshafandi. En ekki vegna þess að blaðakonan Lára takist á við brjálæðinga og virð­ ist vera í eilífum vandræðum. Frekar af því að Sara Dögg var einbeittari en áður og upplifði sig leiðinlega á setti. „Ég var ekkert í því að stinga upp á því að við fengjum okkur bjór saman. Eftir á upplifði ég það eins og ég hefði verið vægast sagt leiðinleg. Af því að ég þurfti að passa betur upp á orkuna mína og hjúpurinn í kringum mig varð stærri. Ég var mjög meðvituð um að innra með mér var nýr einstaklingur að vaxa og dafna og ég þyrfti að passa upp á hann. Þetta er mjög krefjandi sería þannig að ég hugsaði bara um það sem ég þurfti að gera og vann vinnuna mína en var kannski ekki að gefa mikið af mér á meðan. En það eru allir að spá í sjálfa sig, það var enginn að spá í mig. Ég var að hugsa um mig en hinir, þeir voru að hugsa um sig,“ segir hún glott­ andi. „Þetta er bara í hausnum á manni.“ Fór strax á svið eftir fráfall Það var lítið mál fyrir hana að halda andliti og láta sem ekkert væri. „Þetta voru líka gleðifréttir. Það er verra þegar eitthvað erfitt gerist. Ég hef verið í þannig aðstæðum, hef farið á svið þegar einhver nákominn mér er nýlátinn.“ Hún var að leika í Eilífri óham­ ingju þegar móðursystir hennar dó. „Fjölskyldan hennar mömmu er mjög lítil og þær voru bara tvær eftir systurnar. Ég hafði verið hjá henni á spítalanum fyrr um daginn og fékk svo símtalið rétt áður en ég átti að stíga á svið. Það má örugglega deila um það í einhverjum tilfellum hvort fólk eigi að fara á svið eða ekki en það er kannski ákveðin sjálfsbjargarvið­ leitni að halda áfram frekar en að setjast niður og gráta. Kannski er það afneitun í einhverjum tilfellum en áfallið kemur alltaf til þín á end­ anum. Það er bara spurning hvenær það gerist. Það er ekki rétt að dæma hvernig fólk bregst við áföllum, hver og einn verður bara að fá að gera það sem honum hentar þá og þegar hann stendur í þessum sporum. Fólk hefur verið í alls konar að­ stæðum og er í alls konar aðstæðum þegar það þarf að fara á svið. Það er bara þannig.“ Vöruð við veikindum Sara Dögg hefur reyndar tengsl yfir í aðra heima og hefur stundum ver­ ið vöruð við því sem koma skal. „Ég hef alltaf vitað að það væri eitthvað annað og meira en bara við í þessari veröld. Mig á það til að dreyma fyrir hlutum og hef haldið draumadag­ bækur þannig að ég er farin að átta mig á ákveðnu mynstri. Ef mig dreymir eitthvað tvisvar eða þrisvar þá fer ekki á milli mála að það sé ver­ ið að reyna að segja mér eitthvað.“ Það gengur þó misvel að ráða í draumana. Stundum veit hún hvað er verið að segja henni og stundum ekki. Það fór til dæmis ekki á milli mála þegar hana dreymdi mann sem hét Óskar og færði henni fal­ legan blómvönd á sama tíma og hún var beðin um að koma í prufur fyrir Pressuna sem Óskar Jónsson leik­ stýrir. „Á tímabili fannst mér þetta mjög íþyngjandi og ég skildi ekki af hverju í ósköpunum það væri verið að segja mér frá einhverju nei­ kvæðu sem ætti eftir að gerast. Það var að gera mig brjálaða að vita af yfirvofandi veikindum. Svo þegar veikindin brustu á fattaði ég að það var búið að undirbúa mig fyrir áfall­ ið og á meðan aðrir voru í sjokki gat ég verið jarðbundin, sterk og til staðar. Þannig náði ég sátt.“ Óttaðist verur annarra heima Allavega tvisvar hefur henni þó ekki staðið á sama og verið virki­ lega hrædd við þessa vitund. Í fyrra skiptið var hún bara barn sem lá á milli svefns og vöku í rúminu, í ein­ hvers konar hugleiðslu þar sem hún bar upp spurningar og fékk svör. „Allt í einu fór ljósið í herberginu á fullt og ég fann að það var einhver þar inni, það hitnaði allt og ég varð skíthrædd.“ Seinna skiptið átti sér stað þegar hún var orðin kona, ung kona sem var flutt að heiman, og bjó ein. Hún fann að það var einhver inni hjá henni og orkan var ekki góð. Hún varð hrædd og fór út. „Ég keyrði um miðja nótt á náttfötunum til mömmu og skreið upp í til hennar með þetta talnaband,“ segir hún og bendir á talnaband sem vafið er um lítinn kistil sem stendur á kerta­ bakka á stofuborðinu. Talnabandið er hennar verndarband, hún fékk það hjá mömmu sinni og þegar hana dreymir virkilega illa þá grípur hún um það og heldur því hjá hjarta sínu. Hún dregur fæturna að sér og situr eins og meyja í miðjum sófa sem er frá gamalli tíð, grænn eins og talnabandið og minnir einna helst á blævæng í annan endann. Allt í kring eru hlutir sem henni þykir fallegir, fornminjar frá Grikk­ landi, listaverk og ljóð kvenna. Hún horfir í kringum sig og afsak­ ar draslið, sem er þó ekkert, og seg­ ir að mamma sín sé sjötug í dag og því hafi fjölskyldan komið saman og fagnað hér í gær. En talandi um mömmu, aftur að nóttinni dimmu þegar hún ók á ofsahraða með hjartað í buxunum heim til hennar. „Við getum orðað það þannig að ef lögreglan hefði séð til mín þá hefði ég verið tekin. Ég var virkilega hrædd. En þá var það þannig að ég var búin að vera mikið úti að skemmta mér, drekka vín og krukka í spilum á sama tíma. Það er ekki góð blanda og ég fékk það í hausinn,“ segir hún og bætir því að hún hafi hætt snarlega, bæði í djamminu og krukkinu. „Það leið langur tími þar til að ég fór aftur að spá í spil.“ Leggur hendur á fólk Annars hefur þetta alltaf fylgt henni, draumarnir, að fá að vita eitthvað fyrirfram og skynja hvað er að ger­ ast hjá fólki, „… það er kannski þess vegna sem ég treysti fólki ekki svo glatt,“ segir hún sem á svo auðvelt með að lesa fólk og spáir reglulega í spil – fyrir sig og vinkonur sínar. Átján ára fór hún að læra ilmolíu­ nudd og nú gerir hún tilraunir á vin­ um og vandamönnum á bekk inni í herbergi. „Ég er bara að leggja hendur á fólk,“ segir hún hlæjandi. „Það mætir meira að segja og vill það! Þetta er óskiljanlegt,“ segir hún og bætir því við að það sé eflaust bara af tómum þrælsótta. Svo vill hún undirstrika að hún geri þetta gratís – það sé eins gott að skattur­ inn viti af því. Öllu alvarlegri viðurkennir hún að þetta sé svolítið magnað. „Það gerist alltaf eitthvað í líkaman­ um þegar ég fer að vinna með fólk, hvort sem ég er að setja hendur á fólk eða nudda það. Ég veit hvar því verkjar og hvað það þarf. Þar kemur þessi sterka tilfinning inn, þetta er góð æfing í því að hlusta á innsæið.“ Spurð hvernig hún viti hvort hún sé að hlusta á innsæið eða eitthvað rugl í höfðinu á sér fer hún bara að hlæja og segist ekki vita það. „Ég er fullkomlega ófullkomin í þessu. Stundum hef ég haldið að það sé innsæið en síðan hefur komið í ljós að það var bara tómt rugl í hausn­ um á mér eða hjartað að fara með mig í einhverja vitleysu. Það krefst þjálfunar að geta greint þar á milli. En innsæið er einhver já­tilfinning, eitthvað sem segir þér að þú sért að gera rétt eða rangt. Stundum veit ég ekkert hvað er hvað og það er verst þegar ég er stressuð vegna ein­ hverra ákvarðana og þarf virkilega á innsæinu að halda. Þá eru tilfinn­ ingarnar oft ráðandi.“ Verndarinn birtist henni Hún situr þarna í sófanum, teygir sig í tebollann á borðinu, sýpur á teinu og strýkur svo yfir bumbuna. Á síð­ ustu árum hefur hún þurft að vinna mikið með sjálfa sig og um leið hef­ ur opnast meira fyrir þessar víddir. „Ég þurfti að ganga í gegnum þetta þroskatímabil, það var sárt og ég þurfti að standa í báða fæturna og gefa því tíma. Ég er að stækka á alla kanta,“ segir hún og brosir út í ann­ að. „Ég var búin að vera í svolítilli sjálfsvinnu þegar það opnaðist svona rækilega fyrir þetta og það var stórkostlegt. Það opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég náði sambandi við það sem við getum kallað verndara. Það var þvílík Guðsgjöf, eftir það get ég ekki verið einmana, því ég veit að það er sterkt net í kringum okkur og við erum aldrei ein.“ Verndarann hitti hún í hug­ leiðslu. Áður hafði hún fengið alls kyns vísbendingar um hvar og hvernig henni myndi takast að opna á þetta samband. Hún ákvað að treysta því og elta vísbendingarnar, sem birtust henni meðal annars í draumi. „Á endanum birtist hann mér, hann var í blárri kúlu og hélt sig fjarri en sendi mér orku. Ég fann fyrir því í hverri einustu frumu í líkamanum, það var eins og mér hefði verið stungið í samband við rafmagn, hver einasta fruma var endurhlaðin og endurforrituð. Ég var öll önnur á eftir.“ Hann færði henni líka skilaboð sem hún skrifaði niður og allt sem þar kom fram hefur ræst. „Ég var að ganga í gegnum ákveðna hluti í mínu lífi og hann leiddi mig í gegn­ um það. Hann fylgir mér enn og við spjöllum saman,“ segir hún bros­ andi. Nú þegar sköpunin hefur gert það að verkum að hún fer stækk­ andi á annan veg er hún þó hálf­ sambandslaus. „Þá verð ég svo jarð­ bundin. En það er allt í lagi, þetta er komið til að vera og er hluti af mínu lífi. Á sama tíma reyni ég að van­ meta ekki eigið innsæi og treysta ekki um of á einhvern annan. Styrk­ urinn liggur fyrst og fremst hjá mér. Ég kem ein í þennan heim og fer héðan ein, en það þýðir ekki að ég fari ein um. Það eru allir boðnir og búnir til þess að hjálpa mér í gegn­ um þessa jarðarför.“ Nýir tímar framundan Í kjölfar efnahagshrunsins varð ákveðin endurskoðun í samfé­ laginu og samhliða því hefur Sara Dögg verið að endurskilgreina sjálfa sig. „Eins og ég sé þetta þá er kreppan hluti af fæðingarhríðunum yfir í nýjan tíma, eða kannski bara fæðingin sjálf. Eins og mér hefur verið sýnt þetta þá verða þetta tímar meiri kærleika og samúðar, þar sem við hugsum hvert um annað. Það verður meira ljós og minna myrkur. En það verður dálítið svart áður en birta tekur. Myrkrið reynir í lengstu lög að draga okkur af leið og blekkja. Það nægir að hugsa um ástandið á Sýrlandi í þessu samhengi. Það er eins og hulan sem hefur þakið jörðina sé að léttast og þynnast og leiðbeinendur okkar og verndarar komast betur að okkur. Við þurfum líka að bjóða þeim til okkar. Í þessu samhengi er við hæfi að minnast á mátt bænarinnar, því yfirleitt fær maður það sem maður biður um svo það er eins gott að maður sé viss um að maður raunverulega vilji það sem um er beðið. Stundum kemur það til mín í annarri mynd en ég bjóst við, svo átta ég mig á því að það var akkúrat þetta sem ég þurfti til að komast lengra á þroskaferlinu. Þá er ég ekki að tala um veraldlegar óskir heldur eitthvað stærra en það, eitthvað sem ekki er hægt að taka frá manni.“ Sannleikurinn er ekki átakalaus Henni er alltaf minnisstætt þegar hún var unglingur í sveitinni að horfa á stríð hefjast í beinni út­ sendingu frá Persaflóanum og Hekla byrjaði að gjósa fyrir utan stofugluggann á sama tíma. „ Síðan hef ég ekki efast um tengsl okkar við náttúruna. Mín tilfinning er sú að í öllum þessum jarðhræringum sem hafa átt sér stað upp á síðkastið á jörðinni séu skýringar sem ná lengra en vísindin. Það er ekki einleikið hvað búið er að traðka á jörðinni í gegnum árin þá sérstaklega á okkar öld, þegar við ættum að vera upplýst. Og hvað?“ spyr hún ákveðin. „Bjuggumst við við því að það myndi ekki hafa áhrif? Eins og ég sé þetta þá er jörðin að brjótast um í fæðingarhríðum inn í nýja tíma, hún hristir af sér neikvæða orku sem hefur umlukið hana og öll erum við með í þessu. Hvert og eitt okkar. Búin að burðast með fortíðarfarangur, jafnvel á milli lífa sem við ýmist erum að sligast undan og skiljum ekki hvað amar eiginlega að okkur, eða við ríghöld­ um í vegna ótta við að sleppa. Þetta er eins og ein allsherjar­ vorhreingerning. Gömul mynstur eru brotin upp og sannleikurinn fær að líta dagsins ljós í mörgum fjölskyldum og samfélögum. Sem er síður en svo endilega átaka­ laust. En nauðsynlegt engu að síð­ ur. Ég hef hins vegar alveg óbilandi trú á okkur í þessu stóra verkefni á merkilegum tímum.“ Lifði í blekkingu Engu að síður er óhjákvæmilegt að líta í eigin barm þegar svona stend­ ur á. „Þegar við förum að skoða þetta umhverfi sem við búum í og er stútfullt af yfirborðsmennsku eykst bilið á milli þess sem er fals og ekta. Allt í einu blasir það svo við og það á líka við um þætti í mínu eigin fari. Ég lifði í blekkingu, út frá hugmynd­ um sem ég hafði um sjálfa mig, og sá það svo áþreifanlega.“ Eftir skilnað þurfti hún að finna sinn tilverurétt upp á nýtt og til að finna styrkinn aftur þurfti hún að gera það sem hjarta hennar lá næst. Það var líka spurning um að finna sinn stað í tilverunni. Hún var að leika í leikhúsinu en fann að það var ekki rétt, ekki þá, ekki fyrir hana. „Í leikhúsinu varð ég að hafa ástríðu og framkvæmdavilja til að takast á við mín verkefni en ég gekk á vegg þar sem ég fann að þetta var ekki til staðar. Samt hafði ég mjög sterkar taugar til leikhússins sem gerði þetta tímabil þeim mun erfiðara. Ég var búin að fara í gegnum fjögurra ára leiklistarnám til þess að standa þarna og skildi ekki af hverju ég gat ekki notið þess, hvaða vesen þetta væri á mér og dómharkan sem því fylgdi var rosaleg. Svo sat ég inni í eldhúsi að spjalla við vitringinn hann föður minn og spurði af hverju ég gæti ekki bara verið almennileg, af hverju ég gæti ekki bara tekið þetta með trompi eins og sumar vinkonur mínar en hann hló bara og sagði þessa gullnu setningu sem opnaði nýjar dyr fyr­ ir mér: „þú veist að við erum ekki saman burðarhæf.“ Við getum ekki borið okkur saman við aðra, það sem er rétt fyr­ ir aðra er ekkert endilega rétt fyrir mig, það er ekki mín leið. Við erum öll svo ótrúlega ólík. Þetta var algjör hugljómun fyrir mér. Ég var í alvörunni búin að vera að fárast yfir því að ég væri eins og ég er.“ Á leið upp brekkuna Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sara Dögg tók U­beygju í líf­ inu. Vinkonu hennar dreymdi eitt sinni draum þar sem hún var að renna sér niður brekku á snjó­ þotu ásamt annarri vinkonu. Nema hvað á leiðinni niður mættu þær Söru Dögg sem var á leiðinni upp brekkuna á rauðri snjóþotu. „Þær fóru báðar í viðskiptafræði og gera stundum grín að þessu, spyrja hvort ég sé nú að fara aftur upp brekk­ una. Það er einhver uppreisnarsegg­ ur í mér, einhver bogmaður. Það „Við getum orð- að það þannig að ef lögreglan hefði séð til mín þá hefði ég verið tek- in. Ég var virkilega hrædd. „ Ég er bara að leggja hendur á fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.