Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 6
Vilja eitt stórt sveitarfélag n Íbúarnir yrðu ríflega sjötíu þúsund talsins F ulltrúum í bæjarstjórnum Kópa- vogs og Hafnarfjarðar líst ágætlega á þá hugmynd að sameina sveitar- félögin sunnan höfuðborgarinnar í eitt stórt sveitarfélag. Bæjarráð Kópa- vogs samþykkti að fela bæjarstjóra og fulltrúa minnihlutans í bæjarráðinu að leita eftir viðræðum við Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes um sameiningu, að tillögu þeirra Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, og Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa Vinstri grænna. Ef af sameiningu yrði myndi nýja sveitarfélagið hafa rúmlega 70 þúsund íbúa. Það myndi þýða að um 22 prósent íbúa landsins yrðu í sveitar- félaginu. Hugmyndir um sameiningu sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu eru ekki nýjar af nálinni. Sameiningarhug- myndir koma reglulega upp en þær hugmyndir hafa ekki orðið langlífar. Nú liggja þó fyrir hugmyndir um sam- einingu Garðabæjar og Álftaness og samhliða ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrárbreytingar verður kosið um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. „Ég veit ekki al- veg af hvaða hvötum þessi tillaga kem- ur,“ segir Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri Garðabæjar, aðspurður hvernig honum litist á tillögu bæjarráðs Kópa- vogs. „Mér finnst hún vera þess eðlis að menn séu í einhverri tilvistarkreppu og að ef Garðabær færi í svona viðræður væri það algjört skilyrði að nýtt sveitar- félag héti þá Garðabær.“ Gunnar segir að ekki sé hægt að líta tillögu Kópavogsbæjar alvarlegum aug- um. „Mín skoðun er sú að það er ekki hægt að taka þetta alvarlega. Við erum í miðjum sameiningarviðræðum við Álftanes og ég sé ekki endilega hag- kvæmni í því að búa til 70 þúsund manna sveitarfélag og get rökstutt það með mörgum fræðilegum rökum,“ seg- ir hann. Gunnar nefnir meðal annars að sameining kæmi niður á lýðræði, ánægju íbúa auk þess sem hann segir þá stærð af sveitarfélagi sem til yrði ekki vera hagkvæma einingu. n 6 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað F jölmiðlafyrirtækið 365 endur- fjármagnaði tæplega 4,6 millj- arða króna skuldir sínar við Landsbankann í fyrra. Um var að ræða skuldbreytingu á langtímalánum félagsins sem með- al annars fól í sér að félagið greiddi 250 milljónir króna inn á lánin. Þetta kemur fram í ársreikningi 365 fyrir árið 2011 sem skilað var inn til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra þann 4. október síðastliðinn. Í ársreikningnum kemur fram að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eigi tæplega 90 prósent hlutafjár í 365 í gegnum félögin Moon Capital, sem skráð er í Lúxemborg, IP Studium og ML 102. ehf. Standa við sitt Orðrétt segir um endurfjármögnun- ina í ársreikningi félagsins: „Þann 13. maí 2011 gerði félagið samning við Landsbankann hf. um skuld- breytingu á langtímalánum þess og voru 250 millj. kr. greiddar inn á höf- uðstól lánsins. Eftirstöðvum var síð- an skipt upp í tvö lán, afborgunarlán til 42 mánaða og síðan eingreiðslu- lán með gjalddaga 6. ágúst 2012 en möguleika á framlengingu um 1 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Afborgunarlánið er með föstum árs- fjórðungslegum afborgunum frá ágúst 2011 og með lokagjaldaga í nóvember 2014.“ Samkvæmt heimildum DV hefur 365 staðið mjög vel við þessa skil- mála um afborganir af lánum sínum gagnvart Landsbankanum. DV hefur ekki heyrt annað um viðskiptasam- band 365 og Landsbankans á síðustu mánuðum en bankinn sé ánægður með það. Meðal annars út af þessu hefur bankinn ekki haft puttana í þreifingum um sölu 365 sem átt hafa sér stað á árinu, líkt og DV hefur greint frá. Ef þetta viðskiptasamband verður óbreytt og eigendur 365 halda áfram að standa við gerða samn- inga við Landsbankann mun salan á félaginu því alfarið vera á borði eigenda þess ef til hennar kemur. Rúmlega 9 milljarða tekjur Fjölmiðlafyrirtækið skilaði 250 milljóna króna hagnaði í fyrra. Eig- ið fé félagsins nemur rúmum 2.250 milljónum króna. Tekjur félagsins námu rúmlega 9 milljörðum króna en höfðu verið 8,5 milljarðar árið áður. Tekjuaukning félagsins á milli áranna 2010 og 2011 nam því um hálfum milljarði króna. Tæplega 6,2 milljarðar króna fóru í kostn- að við selda þjónustu í fyrra, meðal annars kaup og vinnslu á dagskrár- efni. Þá nam rekstrarkostnaður fyrir tækisins tæplega 2,3 milljörð- um króna. Í ársreikningnum eru eignir fé- lagsins metnar á rúmlega 9,8 millj- arða króna, þar af er viðskiptavild upp á rúmlega 5,9 milljarða króna. Á móti þessum eignum eru heildar- skuldir upp á tæplega 7,6 milljarða króna. n Endurfjármögnuðu 4,6 milljarða skuldir 365 n Fjölmiðlafyrirtækið 365 var með tekjur upp á 9 milljarða í fyrra Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þann 13. maí 2011 gerði fé- lagið samning við Landsbankann hf. um skuldbreytingu á lang- tímalánum þess. Níu milljarða tekjur Fjölmiðlafyrirtækið 365 var með tekjur upp á rúmlega níu milljarða króna í fyrra. Félagið endurfjármagnaði skuldir sínar og stendur í skilum við Landsbankann samkvæmt heimildum DV. 365 er í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Hvað með nafnið? Í tillögu Ómars og Ólafs er því velt upp að nýja sveitarfélagið gæti heitið Heiðmörk. Lýður segist vera saklaus Lýður Guðmundsson og lögmaður- inn Bjarnfreður H. Ólafsson mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur til að vera viðstaddir fyrirtöku ákæru á hend- ur þeim á fimmtudag. Þar voru þeir beðnir um að taka afstöðu til ákæru sérstaks saksóknara og héldu þeir báðir fram sakleysi sínu þegar mál- ið var þingfest. Lýður er ákærður fyrir stórfellt brot á hlutafélagalög- um og þeir báðir ákærðir fyrir að skýra vísvitandi rangt og villandi frá hækkun á hlutafé Exista hf., sem var samkvæmt ákæru liður í fléttu til að tryggja Lýð og bróður hans Ágústi yfirráð yfir Exista. Lýður lét hafa það eftir sér við fjölmiðla að þingfestingu lokinni að réttarhöldin myndu leiða sannleikann í ljós og þar yrðu lagðar fram sannanir um að engum blekk- ingum hefði verið beitt. Össur hafnar spádómi Guðna Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hafnar því að vera leikstjórinn á bak við Bjarta framtíð og brott- hvarf Guðmundar Steingrímssonar, leiðtoga flokksins, úr Framsókn og Róberts Marshall þingmanns úr Samfylkingunni. Þessu hélt Guðni fram í aðsendri grein í Morgunblað- inu fyrir um ári. „Guðni er draum- spakur maður. Hann hefði betur í bláupphafi fullorðinsáranna lagt það fyrir sig að gerast spámið- ill. Þarna hafði hann sem oftar rétt fyrir sér nema að einu leyti. Hann sá út undan sér í myrkviðum hug- ans mann sveifla tónsprotanum og sýndist það vera ég. Það er vitaskuld rangt,“ segir Össur aðspurður um spá Guðna. „Það undirstrikar hins vegar að á þeim tíma sem Guðni átti drauminn var hann með Samfylk- inguna á heilanum og taldi hana ofsækja sig og Framsóknarflokk- inn. Það er vitaskuld rangt því þar á Guðni vinum að fagna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.