Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 12
20 Hrunverjar áfram á þingi 12 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað K rafan um endurnýjun á Al- þingi hefur verið hávær eft- ir hrun. Ef þeir þingmenn sem gefa kost á sér í próf- kjöri fyrir næsta kjörtímabil ná allir kjöri verða 20 hrunverjar á þingi eftir næstu kosningar. Þetta miðast við að orðið hrunverji þýði þingmaður sem var í ríkisstjórn- arflokki á árunum fyrir hrun. Með „hrunverja“ er auðvitað ekki átt við hann beri alla ábyrgð á efnahags- hruninu en hafi engu að síður verið í áhrifastöðu þegar hrunið varð. Þessir 20 þingmenn eru í allir í Sjálfstæðis- flokknum (ellefu talsins) og Samfylk- ingunni (níu talsins). Í þriðja flokknum sem stýrði landinu í aðdraganda hrunsins, Framsóknarflokknum, verður orðin algjör endurnýjun eftir að ljóst varð að Birkir Jón Jónsson ætlaði að draga sig í hlé, en hann hefur setið á þingi frá árinu 2003. Höskuldur Þór Þór- hallsson settist reyndar á þing árið 2007 en Framsóknarflokkurinn var þá í stjórnarandstöðu. Þá má nefna að Eygló Harðardóttir settist óvænt á þing haustið 2008, rétt fyrir efna- hagshrunið. Erfitt að komast að Óvenju mikil endurnýjun var á þing- mönnum í kosningunum 2009 þegar 26 nýir þingmenn tóku sæti á Al- þingi. Kosið var í kjölfar búsáhalda- byltingarinnar eftir háværa kröfu um uppstokkun. Þessar raddir heyr- ast enn. Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur bendir á að það sé afar snúið fyrir nýtt fólk að komast að hjá öðrum af stóru flokkunum. Þeir sem séu eldri og hafi starfað lengi á vett- vangi stóru flokkanna hafi mikið for- skot á þá sem koma nýir inn. Ógnar- mikið verk sé að kynna sig fyrir öllum og afla sér fylgis í stórum hreyfingum. Ef til vill þess vegna gangi endurnýj- un hægar í Sjálfstæðis flokknum og Samfylkingunni. „Það að vera stjórn- málamaður er ákveðið fag. Maður þarf mikla færni og góða „kontakta“. Það getur tekið áratugi að þjálfa sig í að vera stjórnmálamaður og komast í efsta lagið. Sérstaklega í stærri flokk- um. Í litlum flokki eins og VG var lengi þarf minna til að ná til allra.“ Hún seg- ir að prófkjörin séu mikill þröskuldur fyrir þá sem koma nýir inn. Þar þarf að keppa við þá sem fyrir eru. Þá þurfi fólk oft að taka á sig mikla launalækk- un auk þess sem erfitt geti verið fyr- ir stjórnmálamenn, sérstaklega kon- ur, að komast að í annarri vinnu að stjórnmálaferli loknum. Flestir ganga í hlutverkin Stefanía er ekki á því að ásýnd þings- ins hafi breyst eftir hrun, þó margir nýir þingmenn hafi komið inn. Flest- ir hafi gengið inn í þau hlutverk í rót- grónu flokkunum sem hafi þróast í áratugi. Þau hlutverk felast með- al annars í því að standa saman út á við, tala einum rómi á þingi og greiða atkvæði eins og fyrir sé lagt. Undan- tekningar séu þó Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sem hafi snúist gegn forystu VG og klofið sig frá flokknum. „Þar sáum við fólk sem dró visku for- ystunnar í efa. Og það leiddi ef til vill til þess að við fengum þessa þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave. Það styrkti kröfuna um beint lýðræði og setti valdi þingsins skorður,“ segir hún og bætir við: „En ef við lítum á stóru myndina þá hefur ekkert stórkostlegt breyst.“ Forystan framfylgi stefnunni Stefanía segir að í stjórnmálunum togist stefnan á við mennina. Bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn hafi eftir hrun lagt áherslu á að forysta flokkanna framfylgi stefnu þeirra í auknum mæli. Hún segir það sína tilfinningu að krafan um endur- nýjun sé fyrst og fremst krafa eft- ir andlitslyftingu flokkanna. „Fólk er að leita að góðum fulltrúum sem n Margir þingmenn voru í áhrifastöðum fyrir hrun n 26 nýir komu inn 2009 n Þungavigtarmenn hætta á þingi í vor Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Sjálfstæðisflokkur n Árni Johnsen Settist fyrst á þing 1983 n Ásbjörn Óttarsson Settist fyrst á þing 2009 n Birgir Ármannsson Settist fyrst á þing 2003 n Bjarni Benediktsson Settist fyrst á þing 2003 n Einar K. Guðfinnsson Settist fyrst á þing 1991 n Guðlaugur Þór Þórðarson Settist fyrst á þing 2003 n Illugi Gunnarsson Settist fyrst á þing 2007 n Jón Gunnarsson Settist fyrst á þing 2007 n Kristján Þór Júlíusson Settist fyrst á þing 2007 n Ólöf Nordal Settist fyrst á þing 2007 n Pétur H. Blöndal Settist fyrst á þing 1995 n Ragnheiður Elín Árnadóttir Settist fyrst á þing 2007 n Ragnheiður Ríkharðsdóttir Settist fyrst á þing 2007 n Tryggvi Þór Herbertsson Settist fyrst á þing 2009 n Unnur Brá Konráðsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Þorgerður K. Gunnarsdóttir Settist fyrst á þing 1999 Samfylking n Katrín Júlíusdóttir Settist fyrst á þing 2003 n Árni Páll Árnason Settist fyrst á þing 2007 n Ásta R. Jóhannesdóttir Settist fyrst á þing 1995 n Björgvin G. Sigurðsson Settist fyrst á þing 2003 n Guðbjartur Hannesson Settist fyrst á þing 2003 n Helgi Hjörvar Settist fyrst á þing 2003 n Jóhanna Sigurðardóttir Settist fyrst á þing 1978 n Jónína Rós Guðmundsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Kristján L. Möller Settist fyrst á þing 1999 n Lúðvík Geirsson Settist fyrst á þing 2011 n Magnús Orri Schram Settist fyrst á þing 2009 n Mörður Árnason Settist fyrst á þing 2003 n Oddný G. Harðardóttir Settist fyrst á þing 2009 n Ólína Þorvarðardóttir Settist fyrst á þing 2009 n Róbert Marshall Settist fyrst á þing 2009 n Sigmundur Ernir Rúnarsson Settist fyrst á þing 2009 n Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Settist fyrst á þing 2009 n Skúli Helgason Settist fyrst á þing 2009 n Valgerður Bjarnadóttir Settist fyrst á þing 2009 n Össur Skarphéðinsson Settist fyrst á þing 1991 VG n Álfheiður Ingadóttir Settist fyrst á þing 2007 n Árni Þór Sigurðsson Settist fyrst á þing 2007 n Björn Valur Gíslason Settist fyrst á þing 2009 n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Jón Bjarnason Settist fyrst á þing 1999 n Katrín Jakobsdóttir Settist fyrst á þing 2007 n Lilja Rafney Magnúsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Steingrímur J. Sigfússon Settist fyrst á þing 1983 n Svandís Svavarsdóttir Settist fyrst á þing 2009 n Þráinn Bertelsson Settist fyrst á þing 2009 n Þuríður Backman Settist fyrst á þing 1999 „En ef við lítum á stóru myndina þá hefur ekkert stór- kostlegt breyst það getur speglað sig í,“ segir hún. Þó séu þeir til sem vilja losna við flokk- ana og kjósa fólk í staðinn. Persónu- kjör þurfi þó ekki endilega að þýða að auðveldara verði fyrir nýja fram- bjóðendur að komast að. Þeir sem séu þekktir og hafi bakland í stór- um flokkum hafi mikið forskot á nýtt fólk. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.