Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 7

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 7
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA á eftir. Reynt verður að skýra merkingu og þýðingu hinna einstöku liða og heildarstærða, sem í töflunum felast. Aftur á móti mun skýringum við útreiknings- og áætlunarað- ferðir sem minnst blandað saman við þessar efnislegu skýringar. Á eftir töflunum verður hins vegar leitast við að gera stuttlega grein fyrir heimildum og áætlunaraðferðum. í því sem hér fer á eftir, verður því gert ráð fyrir, að tölurnar séu fullkomlega gildur mælikvarði á það, sem þeim er ætlað að tákna. Hins veg- ar er rétt að gera þegar í upphafi þann fyrir- vara, að gildi talnanna takmarkast af áreiðan- leik þeirra heimilda og aðferða, sem standa þeim að baki. Efnislegar skýringar tölulegra upplýsinga um hagmál geta einkum verið með tvennum hætti, annars vegar að skýrt sé rökrænt sam- hengi þeirra og lýst afstöðum þeirra og þró- unarstefnum, hins vegar að skýrt sé orsakasam- band fyrirbæranna og atburðarásin tengd saman í tímaröð. Hér verður hið fyrrnefnda látið nægja, þannig að bent verður á, hverjar séu hinar helztu niðurstöður talnanna sjálfra, og í hvers konar sambandi þær hafi helzt þýð- ingu. Hið síðara er að sjálfsögðu ekki ómerk- ara viðfangsefni, en krefst umfangsmikilla rannsókna á ýmsum þáttum efnahagslífsins, sem ekki er lýst í meðfylgjandi tölum, auk margháttaðra innbyrðis tenginga þeirra upp- lýsinga, sem hér liggja fyrir. Túlkun orsaka- sambanda og leitun lögmála um þau eru kjör- svið óháðra fræðimanna og hagrannsóknar- stofnana, en eiga illa við með frumbirtingu hagskýrslna. Skýrslurnar liafa sitt gildi sem niðurstöður um ákveðnar staðreyndir og þurfa sem slíkar að vera sem minnst tengdar ákveðn- um túlkunarviðhorfum. Engu að síður er hag- nýtt gildi þjóðhagsskýrslna um liðinn tíma að mestu háð notkun þeirra í umræddum til- gangi. Það skýrsluefni sem hér liggur fyrir, er alþjóðlega viðurkennt grundvallarefni marg- háttaðra hagrannsókna. Verður því varla lögð of sterk áherzla á þýðingu þess, að þetta efni verði, ásamt öðru því skyldu, tekið til þeirrar meðferðar, sem það verðskuldar, þótt ekki sé það gert að ráði í þessu sambandi. Samhengi og hlutföll þjóðhagsstærðanna Samhengi þjóðhagsstærðanna kemur greini- lega fram í töflum 1 og 2. Þessar töflur eru byggðar á verðlagi hvers árs. Tafla 1 sýnir upphæðimar og tafla 2 sýnir hlutföll hinnar fyrr nefndu í hundraðstölum. Þar sem þessar töflur sýna samhengi stærðanna með röð sam- lagninga og frádrátta, virðist tæplega ástæða til að gefa ýtarlegar skilgreiningar stærðanna og samhengis þeirra. Töfluformið setur í raun- inni fram reikningsjöfnur, er binda skilgrein- ingar stærðanna saman. Einnig má vísa til greina í fyrri heftum þessa rits, einkum til 1. heftis, er út kom í júní 1955. Töflur þessar fjalla aðeins um ákveðið svið þjóðhagsstærða, hina svo nefndu raunvirða- strauma, þ. e. vöru- og þjónustustrauma, og þær upphæðir, er virði þeirra telst samsett af frá tekjuhliðinni séð. Kjarnastærðin í þessu samhengi er verg þjóðarframleiðsla, markaðs- virði, en í þeirri stærð mætast tekjustærðirnar samsafnaðar og raunvirðastraumarnir, sem allir eru skráðir á sambærilegum grundvelli markaðsvirðis. Svið skýrslnanna takmarkast enn frekar við það, að ekki eru allar upphæðir raunvirða- straumanna sýndar, heldur aðeins þær vörur og þjónustur, er koma til endanlegra nota yfir árið, en ekki þær er fara til fyrirtækja til rekstrarnota. Þjóðarframleiðslan er skilgreind ýmist sem heildarupphæð til endanlegra nota, að utanríkisviðskiptum slepptum, sem fram- leiðsluvirði myndað af hinum einstöku at- vinnugreinum eða sem tekjur myndaðar í framleiðslustarfseminni. Hráefni og rekstrar- vörur og rekstrarþjónustur framleiðslunnar eru í þeim útreikningi ýmist útilokaðar eða 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.