Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Síða 10

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Síða 10
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 1950, þá tæp 19% af þjóðarframleiðslu, en fór síðan jafnt og þétt hækkandi. Síðustu árin hefur hlutfall þetta gjarnast verið milli 26% og 27%, hæst þó árið 1960 29.5%, en það ár var innflutningur báta og skipa geysimikill. Breytingar útflutningsvörubirgða og bú- stofns nema fremur óverulegu hlutfalli flest árin. Bústofnsbreytingar eru teknar með birgð- um samkvæmt alþjóðlegum reglum, er mið- ast við það, að bústofninn er breytanlegur beint í form afurða. Bústofnsaukning getur engu að síður talist fjárfesting, eins og raun- ar birgðaaukning almennt. Breyting útflutn- ingsvörubirgðanna er reiknuð eftir skráðu gengi allan tímann og er því flest árin lægri en ef reiknað væri til fulls tekjuvirðis að með- töldum uppbótum. Er breytingin því reiknuð með sama hætti og útflutningurinn, enda má hún teljast leiðrétting við þann lið í því skyni að fá fram útflutningsframleiðslu. Rétt þykir að taka fram, að birgða- og bú- stofnsbreytingar þessar eru ekki metnar sem mismunur upphæða, reiknaðra við mismun- andi verðum í ársbyrjun og árlok, heldur sem efnisleg breyting hverrar tegundar, reiknuð á verðlagi ársloka. Verðmætaráðstöfunin er samtala hinna fjög- urra umræddu liða og sýnir heildarnotkun efnahagslegra verðmæta af hálfu þjóðarinnar. Útflutningurinn er einnig ráðstöfun verðmæta í vissum skilningi, þ. e. í samhengi vöru- og þjónustustraumanna. En hann er ekki efnis- leg ráðstöfun í þágu þjóðarinnar, heldur til þess að afla kaupgetuandvirðis. Samhengi verðmætaráðstöfunarinnar við næstu þrjár stærðir: útflutning, innflutning og verga þjóðarframleiðslu, er með þeim hætti, að hlutfallstala ráðstöfunarinnar sýnir, hve mörg prósent þjóðin hefur notað á hverju ári umfram samtíma framleiðslu. Þessi munur er að upphæð til hinn sarni og munur útflutnings og innflutnings, en þær stærðir fela í sér út- og innflutning á þjónustum, að meðtöldum láns- vöxtum. Tölur þessar eru frá og með 1951 teknar eftir greiðslujafnaðarskýrslum Lands- bankans og Seðlabankans, en fyrir árin þar á undan varð að byggja á eldri áætlunum, tæplega jafn áreiðanlegum. Tölur útflutnings og innflutnings eru í sam- ræmi við venjulegar formkröfur reiknaðar á verðgrundvelli markaðarins, þ. e. samkvæmt skráðu gengi, án uppbóta og styrkja eða fjár öflunar til þeirra. Þar sem uppbótakerfi hafa verið meira eða minna í notkun mestallt tíma- bilið, verða hlutföll þessara stærða mjög illa sambærileg sum árin. Þannig telst útflutning- urinn árið 1949 vera 21.7%, en 46,5% árið 1960, og innflutningurinn 24.8% og 51.6% sömu ár. Til þess að bera saman þessi hlutföll við sam- bærileg verðskilyrði verður því annað hvort að reikna þau eftir sama verðlagi, þ. e. töflu 3, eða hafa hliðsjón af stærðum uppbótarkerf- anna, en sérstök tafla er birt um þær upp- hæðir hér á eftir. Um árin 1950 og 1960 er það annars fram að taka, að 1950 er reiknað með tvennu gengi eftir raunverulegum gildis- tíma, en 1960 er reiknað með sama gengi allt árið, því er gilti frá 22. febrúar. Um 19% af vöruútflutningnum og um 17% af vöruinn- flutningnum féllu á fyrstu tvo mánuði ársins. Sennileg leiðrétting vegna tímabils hins lægra gengis mundi vera um 370 m. kr. fyrir hvort um sig út- og innflutning. Þetta mundi lækka hlutfallstölurnar niður í um 42% og 48%. Að því er varðar sambandið milli ráðstöfunar- innar efst í töflunni og þjóðarteknanna neðst í henni, vega þessar leiðréttingar hvor aðra svo upp, að ekki er áreiðanlegur grundvöllur neinna breytinga á því samhengi. Verðmætaráðstöfunin er frá 3% til 6% hærri en þjóðarframleiðsla öll árin, nema árin 1946 og 1947, svo sem áður er getið, og árin 1954 og 1958, en þá er munurinn aðeins 0.6% og 1.5%, í réttri röð talið. Hér eiga þó við fyrr- greindir fyrirvarar um mismunandi verðskil- yrði. Séu hlutföllin í 5. línu reiknuð eftir töflu 3, á föstu verðlagi, fyrir árin 1956—1960, kemur út röðin: 103.6, 102.6, 102.8, 106.1 og 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.