Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 45

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 45
FJÁRMUNAMYNDUNIN helztu fjármunaflokka og samanburð á sveifl- um þeirra. Mælikvarðar línuritanna hefjast því í mismunandi hæð, en bil milli strika tákn- ar hvarvetna 10 stig vísitalnanna. Lega hvers línurits miðað við önnur hefur enga þýðingu, heldur aðeins þær breytingar, sem línuritin sýna. Tæplega er ástæða til að fjölyrða um þó þróun, sem svo greinilega er sýnd. Aðaldrætt- irnir eru hin mikla bylgja fjármunamyndun- arinnar árin 1946 til 1948, lágmarkið árin 1950 og 1951, og hin öra aukning upp frá því. Fjármunamyndunin var þó næstum jöfn þrjú ár í röð, 1956—1958. Aukningin frá lágmarki hefur verið svo gífurleg, að fjármunamyndun- in er árin 1959—1960 tvöföld á við það, sem hún var árin 1950—1951. Svo til allt tímabilið hefur fjármunamynd- unin verið háð leyfaveitingum og eftirliti. Ný- byggingarráð var stofnað um áramót 1944—45, en var einkum ætlað að hafa örvandi áhrif á notkun gjaldeyrisinnstæðna til framleiðslufjár- festingar. Þegar sýnt var, að gjaldeyrisörðug- leikar voru framundan, var Fjárhagsráð stofn- að í ársbyrjun 1947, með lögum nr. 70, 1947, og setti það fjármunamynduninni strangar skorður með leyfaveitingum sínum næstu ár- in. Árið 1951 var bygging smáíbúða gefin 43

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.