Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 86

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 86
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Reikningur fjármagnsmyndunar stillir sam- an fjármunamyndun ríkisins, fjármögnun henn- ar og öðrum ráðstöfunum fjármagns. Spöran ríkisins flytzt þangað af tekjuráðstöfunarreikn- ingi. Sem efnisleg fjármunamyndun koma í inn- lilið töfluliðir úthliðar I. og II. Um I. Kaup fasteigna og skipa, er þess að gæta, að greiðsl- ur vegna varðskipsins Óðinn eru færðar árin 1959 og 1960, þótt skipið hafi ekki komið til landsins fyrr en 1960. Kaup jarðeigna, emb- ættisbústaða o. þ. h. eru færð undir þennan lið. Með nýrri fjármunamyndun, lið II, er talin vega- og brúargerð greidd af innflutn- ingsgjaldi af benzíni. Tölur um byggingar og „annað“ eru að mestu frá eignabreytingar- reikningi ríkisins, en einnig eru færð þar með ýmis áhaldakaup af rekstrarreikningi. Sala fasteigna og skipa, töfluliður innhliðar I, kem- ur í úthlið fjármagnsmyndunarreiknings og þar með til frádráttar við uppgjör fjármuna- aukningar. Liður þessi er einkum andvirði seldra ríkisjarða. Fjármunamyndun ríkisins á öll að vera reiknuð í fjármunamyndunarskýrslum eftir öðrum heimildum, nema vega- og brúargerð. Sá liður er tekinn eftir þessari heimild upp í fjármunamyndunarskýrslur. Tilfærslur til fjármunamyndunar og skattar, er falla á eign, tilheyra einnig þessum reikn- ingi. Þessir tilfærsluliðir era í töflunni taldir VI. 1. d. og 2. b. og VII. a—d., en skattamir eru taldir 2. b.—e. Færsla þessara skatta þann- ig veldur því, að spörun ríkisins sjálfs telst að sama skapi minni en ef þeir væru færðir á tekjureikning. Þar sem gengishagnaður, töfluliður innhliðar IX, er mestmegnis tekinn frá bönkunum, er rétt að líta á hann sem slíkrar tilfærslur. Lokunarmismunur þessa reiknings á að samsvara mismun fjármagns- hreyfinga og er því sama og spörun til ráð- stöfunar í því formi. Fjármagnshreijfingar mynda sérstakan reikn- ing. Þær eru færðar undir töflulið X, bæði í innhlið og úthlið. Þessar færslur eru svo mikið sundurliðaðar, að nánari skýringa er varla þörf. Hreyfingar fastra lána eru taldar brúttó, en hreyfingar lausaskulda eru að tals- verðu leyti taldar eftir nettóhreyfingu yfir ár- ið. Eignaaukning í ríkisfyrirtækjum nær að- eins til þeirra fyrirtækja, sem eitthvað er birt um í ríkisreikningum. Aðrar kröfubreytingar, X. 8., eru einkum breytingar milli áramóta á „geymdu fé“. Þetta eru ekki beinlínis réttar- legar kröfur, en mega þó skoðast sem óupp- fyllt fjárveitingarloforð samkvæmt fjárlögum. 84

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.