Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 19
in nam 40.2 millj. kr., þar af 12.6 millj. kr. í
Reykjavík og 3.3 millj. kr. í Kópavogi. Á ár-
inu 1964 var varið 6.3 millj. kr. til borunar
eftir köldu vatni í Vestmannaeyjum. Borun
þessi bar ekki árangur, og eru nú hafnar fram-
kvæmdir við vatnslögn til Vestmannaeyja úr
landi.
Árið 1965 var varið 56.0 millj. kr. til fram-
kvæmda í vatnsveitum, þar af 16.9 millj. kr. í
Reykjavík og 12.0 millj. kr. á Seyðisfirði.
Aukning vatnsveituframkvæmda frá árinu áð-
ur var 21.8%.
Flutningatæki.
Mikil aukning varð í fjármunamyndun í
flutningatækjum á árinu 1964. Nemur aukn-
ingin frá árinu áður 93.3%. Aukning þessi staf-
ar af hinum miklu flugvélakaupum Loftleiða
h.f., en félagið keypti á árinu tvær stórar far-
þegaflugvélar, sem kostuðu báðar 435.7 millj.
kr.
Fjármunamyndun í flutningatækjum nam
672.6 millj. kr. á árinu 1965, og dróst hún sam-
an um 10% frá fyrra ári. Flugvélakaup voru
nær hálfu minni 1965 en 1964. Aftur á móti
varð mikil aukning skipakaupa. Fjármuna-
myndun í bifreiðum til atvinnurekstrar var
svipuð bæði árin.
Farship. Árið 1964 voru keypt til landsins
3 vöruflutningaskip, samtals 4.739 rúmlestir
að stærð: Hofsjökull, 2.361 rúmlest, smíðaður
í Skotlandi, Jarlinn, 499 rúmlestir, smíðaður
í Svíþjóð og Mælifell, 1.879 rúmlestir, smíð-
að í Noregi. Verðmæti þessara skipa er 98.3
millj. kr., sem er heldur lægri upphæð en varið
var til fjármunamyndunar í farskipum árið
1963. Jarlinn var keyptur hingað nokkurra ára,
en hin tvö skipin eru nýsmíðuð. Söluandvirði
þriggja vöruflutningaskipa, sem seld voru úr
landi á árinu 1964, er dregið frá fjármuna-
mynduninni. Þessi skip eru: Hvassafell, Vatna-
jökull og Tröllafoss. Stærð hinna seldu skipa
er samtals 6.611 rúmlestir, svo að rúmlesta-
FJÁRMUNAMYNDUNIN
tala farskipaflotans hefur lækkað dálítið á
árinu.
Fjármunamyndun í farskipum árið 1965 nam
194.6 millj. kr. Aukning frá fyrra ári varð
162.4%. Til landsins voru keypt 5 flutninga-
skip, samtals 9.945 rúmlestir að stærð: Anna
Borg, 811 rúmlestir, smíðuð í Hollandi, Langá,
1401 rúmlest, smíðuð í Vestur-Þýzkalandi,
Reykjafoss, 2.614 rúmlestir, smíðaður í Dan-
mörku, Skógafoss, 2.614 rúmlestir, smíðaður
í Danmörku og síldarflutningaskipið Síldin,
2.505 rúmlestir, smíðað í Skotlandi. Anna Borg
og Síldin eru keypt hingað nokkurra ára, en
hin þrjú skipin eru nýsmíðuð. Eitt farskip,
Reykjafoss, 1.599 rúmlestir, var selt úr landi
á árinu 1965, og er söluandvirði þess fært til
frádráttar fjármunamynduninni, eins og venja
er.
Flugvélar. Mikil flugvélakaup voru gerð ár-
ið 1964. Loftleiðir h.f. keypti tvær stórar far-
þegaflugvélar, Leif Eiríksson og Vilhjálm
Stefánsson. Flugfélag íslands keypti farþega-
flugvélina Sólfaxa. Auk þess voru keyptar til
landsins 12 smáflugvélar. Flugvélarnar, sem
keyptar voru á árinu 1964, kostuðu samtals
460.1 millj. kr.
Flugvélakaup urðu 43.2% minni á árinu 1965
en 1964. Til landsins kom Guðríður Þorbjam-
ardóttir, sem er þriðja af hinum stóru farþega-
flugvélum, sem Loftleiðir h.f. hefur keypt til
landsins. Flugfélag íslands keypti farþegaflug-
vélina Blikfaxa. Auk þess voru keyptar til
landsins 11 smáflugvélar. Kaupverð allra flug-
vélanna, sem keyptar vora til landsins 1965,
nemur 268.3 millj. kr.
Bifreidar til atvinnurekstrar. Árið 1964 nam
fjármunamyndun í atvinnubifreiðum 193.3
millj. kr., sem er 28% minna en 1963. Innflutn-
ingur vörubifreiða var mun minni en árið áð-
ur, og innlendar yfirbyggingar bifreiða dróg-
ust saman. Fjármunamyndun í öðrum atvinnu-
bifreiðum, þ. e. stationbifreiðum, sendiferða-
bifreiðum o. fl., varð svipuð og árið áður.
Fjármunamyndun í atvinnubifreiðum árið
3
17