Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 37

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 37
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI 1949—1952 (sjá 3. kafla hér að framan). Af einstökum greinum kvað mest að samdrætti atvinnu í fiskiðnaði árin 1948 og 1949, í tré- smíði og málmsmíði 1950, og í iðnaði almennt nema fiskiðnaði árin 1951 og 1952. Má því líta almennt á tímabilið 1948—1952 sem tölu- vert erfiðleikatímabil í iðnþróuninni. Tímabilið 1951—1952 var einmitt reynt að draga úr höftunum, sem landið hafði búið við frá kreppuárunum, en sú tilraun mistókst, og haftaskeiðið framlengdist fram að sjöunda tugi aldarinnar. Það er eftirtektarvert, að árin 1950 og 1951 var mikið blómaskeið í atvinnu í fiskiðnaði, og sýnir það greinilega eiginþróun fiskiðnað- arins. Atvinna í fiskiðnaði er fyrst og fremst háð aflabrögðum en síður almennum efna- hagslegum öflum, sem hafa sterk áhrif á aðr- ar iðngreinar. Þá hefur það í þessu tilfelli sennilega haft töluverð áhrif, að gengi krón- unnar var fellt tvívegis árin 1949 og 1950. Hefur það orðið til að efla fiskiðnaðinn, sem vinnur fyrir erlendan markað, en fremur til að veikja annan iðnað, sem vinnur fyrir inn- lenda markaðinn, þar sem eftirspurn minnkar við minnkandi kaupgetu. 1953-1954. í kjölfar þessa mesta samdráttartímabils at- vinnu í íslenzkum iðnaði komu síðan tvö blómaár, árin 1953 og 1954, þegar atvinnan jókst meira en nokkru sinni fyrr eða síðar á umræddu tímabili, eða um 33% á tveimur ár- um. Allar greinar iðnaðar tóku þátt í þessari blómstran, en mest var hún þó áberandi í fiskiðnaðinum, þar sem vinnuafl jókst um hvorki meira né minna en 58% á þessum tveim- ur árum. Fóru þar saman áhrif löndunarbanns- ins á ísfiski í Bretlandi og áhrif Marshall-að- stoðarinnar, sem kom hraðfrystiiðnaðinum sér- staklega til góða. Þetta voru einnig ár mestrar varnarliðsvinnu. Hún hófst að marki árið 1952, náði hámarki 1953 — yfir 2500 manns —, og síðan dró úr henni aftur árin 1955 og 1956. Þegar þess er gætt, hve mikið vinnuafl var bundið við varn- arliðsframkvæmdir árin 1953—1954, er atvinnu- aukningin í iðnaði þessi árin enn athyglis- verðari. 1955-1957. Tímabilið 1955—1957 varð aftur samdráttur, einkum í fiskiðnaði. A þessum þremur árum minnkaði atvinna í fiskiðnaði um 9%. Hvað annan iðnað snertir, virðist árið 1956 hafa verið allgott, en árin 1955 — mikið verkfalls- ár — og 1957 slæm. Sömu tröppuþróun sýna málmsmíði, fatagerð og vefjariðnaður. í heild óx atvinna aðeins um 4% þessi þrjú ár. 1958-1960. Næsta uppgangstímabil náði yfir árin 1958— 1960. í málmsmíði og vefjariðnaði stóð það yfir allt tímabilið, í fiskiðnaði einkum árin 1958 og 1960, í trésmíði, efnaiðnaði og stein- efnaiðnaði (þ. á. m. stóriðju) árið 1959. 1961-1962. Samdrátturinn um 200 vinnuár, sem varð árið 1961, kom eingöngu fram í málmsmíði, samfara því að atvinna í fiskiðnaði stóð í stað. Arið eftir varð svo aftur aukning í öllum grein- um nema vefjar- og fataiðnaði, þar sem smá- vægilegur samdráttur varð. Hér er rétt að geta þess, að gengi krónunn- ar var fellt tvívegis árin 1960 og 1961 og að árið 1961 var óvenju mikið verkfallsár. Um þetta leyti var hafizt handa um víðtækt af- nám innflutningshamla og lækkun tolla, en vegna skorts á tölulegum upplýsingum eru hér ekki tök á að meta áhrif þess á atvinnu í iðnaði. Áratuginn 1941—1951 varð atvinnuaukning í iðnaði 96%, áratuginn 1945—1955 varð hún 71%, áratuginn 1950—1960 varð hún 60% og áratuginn 1952—1962 varð hún 84%. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.