Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 46
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
1939-1946.
Styrjöldin varð til að hraða verulega iðn-
þróun á íslandi í öðrum greinum en fiskiðnaði,
og strax í styrjaldarlok voru gerðar ráðstafanir
til að efla iðnaðinn og fiskiðnaðinn sérstak-
lega. Þetta blómaskeið náði yfir árin 1939—
1946, og má með nokkrum rétti segja, að þetta
hafi verið ár iðnbyltingarinnar á íslandi.
1947-1952.
Síðan datt fjárfesting í iðnaði niður um ára-
bil, en atvinnan hélt áfram að vaxa til 1950.
Um þetta leyti voru íslendingar langt komnir
með að draga iðnaðarþjóðirnar uppi í fram-
leiðni, en þá urðu straumhvörf. Mesta deyfðin
í iðnaðinum var árin 1951—1952 og á þessum
árum misstu íslendingar af lestinni í sam-
keppninni við aðrar þjóðir, sem juku fram-
leiðni sína verulega, meðan íslenzk framleiðni
minnkaði.
1953-1964.
Árið 1953 komst bæði fjárfesting og atvinnu-
aukning í iðnaði í gang aftur. Fjárfestingar-
aukningin hélt áfram til 1958, en var síðan í
öldudal til 1962. Atvinnuaukningin var nærri
samfelld allan þennan tíma, nema árin 1955—
1957, þegar fiskiðnaður dróst saman vegna
aflabrests, og árið 1961, þegar samdráttur varð
í málmiðnaði. Á tímabilinu 1953—1960 var
iðnþróun og framleiðniþróun hér á landi sam-
bærileg við það, sem gerðist með iðnaðar-
þjóðunum, en hins vegar minnkaði bilið þar
á milli ekki neitt. Þetta framfaratímabil í iðn-
aði stóð enn yfir árið 1964, sem er síðasta ár,
er tölur (um fjármagn) liggja fyrir um.
8. Ýmis athyglisverð atriði.
Hér verða talin upp nokkur atriði, sem
komið hafa fram í ritgerð þessari, og virðast
forvitnileg, umfram önnur atriði. Þau eru ekki
skipulega sett upp, heldur nokkurn veginn í
þeirri röð, sem þau koma fyrir í ritgerðinni.
Má líta á þau sem ályktanir eða tilgátur höf-
undar í ritgerðarlok:
1. Engin iðnbylting átti sér stað hér á landi,
fyrr en rafmagnsframleiðslan var komin
vel af stað.
2. Kreppan mikla tafði iðnbyltinguna á ís-
landi um einn áratug, fram að seinni
heimsstyrjöld.
3. Fiskiðnaðurinn innleiddi véltæknina og
hefur síðan verið í fararbroddi á því sviði.
4. Fiskiðnaðurinn er eina iðngreinin, sem
sýnir stöðuga jákvæða þróun á þremur
sviðum í senn: í aukinni framleiðni vinn-
unnar, aukinni framleiðni fjármagnsins og
auknum hluta vinnsluvirðis í vergu fram-
leiðsluverðmæti. Hann keppir líka á er-
lendum markaði.
5. Fiskiðnaðurinn sýnir einnig að ýmsu öðru
leyti eiginþróun meðal iðngreinanna,
vegna þess að hann er einkum háður afla-
brögðum sjávarútvegsins.
6. Hvorki setuliðsframkvæmdirnar á stríðs-
árunum, né vamarliðsframkvæmdirnar
1952—1955 virðast hafa dregið neitt úr
vinnuaflsaðsogi iðnaðarins.
7. Hin öra iðnþróun 1939—1946 setti ísland
á bekk með iðnaðarþjóðum heims.
8. Iðnþróunin hefur verið óregluleg á flest-
um sviðum, en óreglulegust hvað fjárfest-
ingu snertir.
9. Vinnuaflsaukningin í iðnaði hefur verið
nokkur stöðug allt tímabilið 1939—1962.
10. Hlutdeild vinnsluvirðis í vergu framleiðslu-
verðmæti hefur minnkað almennt nema í
matvælaiðnaði (fiskiðnaði) og stóriðju.
11. íslenzkur þungaiðnaður á varla nokkuð
nema nafnið sameiginlegt með erlendum
þungaiðnaði, vegna þess að hann er að
verulegu leyti viðgerðaþjónusta. Kemur
þetta gleggst fram í málmiðnaði. Það eru
aðeins Áburðar- og Sementsverksmiðjan,
e. t. v. síldar- og fiskimjölsverksmiðjumar,
44