Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 17

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 17
FJÁRMUNAMYNDUNIN Iðnaður. Fjármunamyndun í iðnaði árið 1964 var að- eins minni en 1963 eða 2%. A þessi lækkun rót sína að rekja til minni framkvæmda í vinnslu- stöðvum landbúnaðar og sjávarútvegs. Nokkur aukning varð á framkvæmdum í öðrum iðnaði. Arið 1965 varð enn örlítill samdráttur í iðn- aðarframkvæmdum frá árinu áður eða 1.1%. Framkvæmdaupphæðin nam 638.9 millj. kr. Vinnsla landbúnaðarafurða. Árið 1964 urðu framkvæmdir í vinnslu landbúnaðarafurða heldur minni en árið áður eða 4.4%. Til fram- kvæmdanna var varið 42.9 millj. kr. Byggingar voru að mestu leyti sláturhús, en vélbúnaður- inn fór aðallega til mjólkurvinnslu. Framkvæmdir við vinnslustöðvar landbún- aðarins drógust mikið saman á árinu 1965. Voru þær aðeins rúmlega helmingur af fram- kvæmdum ársins 1964. Vinnsla sjávarafurða. Fjármunamyndun í vinnslustöðvum sjávarútvegsins árið 1964 nam 232.2 millj. kr. Eru það 11.2% minni fram- kvæmdir en árið áður. Samdrátturinn kemur allur fram í vélbúnaði, en byggingarfram- kvæmdir jukust nokkuð. Smíði véla og tækja innanlands fyrir fiskiðnaðinn dróst allveru- lega saman. Byggingarframkvæmdir námu 120.8 millj. kr. Af þeirri upphæð fóru 52.5 millj. kr. til byggingar almennra fiskverkunar- húsa, 34.5 millj. kr. til byggingar síldar- og fiskimjölsverksmiðja, en eftirstöðvamar fóru til byggingar söltunarhúsa, fiskfrystihúsa o. fl. Framkvæmdir við vinnslustöðvar sjávarút- vegsins 1965 námu 287.0 millj. kr. Er hér um að ræða 10.7% aukningu frá fyrra ári. Stafar þessi aukning af framkvæmdum við síldar- verksmiðjur. Af 150.8 millj. kr., sem fóru til byggingarframkvæmda, var 60.0 millj. kr. var- ið til byggingar síldar- og fiskimjölsverk- smiðja, og 59.0 millj. kr. var varið til bygging- ar almennra fiskverkunarhúsa. Meirihluti nýrra véla og tækja fiskiðnaðarins 1965 fór til síldar- og fiskimjölsverksmiðja. Heildarafkastageta síldarverksmiðja árið 1965 var um 110 þús. mál á sólarhring. Aukn- ing afkastagetunnar á fjórum ámm (1962— 1965) er um 47 þús. mál, þar af 27 þús. mál á Suður- og Vesturlandi. Annar iðnaður. Fjármunamyndun í öðrum iðnaði nam 301.7 millj. kr. á árinu 1964. Aukn- ing frá árinu áður er 4.6%. Framkvæmdaupp- hæðin skiptist eins og árin áður hér um bil til helminga í byggingar og vélbúnað. Fram- kvæmdir voru mestar í fatagerð og vefnaði, byggingar 20.0 millj. kr. og vélbúnaður 40.6 millj. kr. Af öðrum byggingarframkvæmdum má telja (í millj. kr.): húsgagna- og innréttinga- vinnustofur 25.3, vélsmiðjur 14.9, bifreiðaverk- stæði 12.9 og sápu- og efnagerðir 11.0. Fjár- munamyndun í iðnaðarvélum var mest í eftir- töldum greinum, auk þeirra er áður eru nefnd- ar (millj. kr.): málmsmíðaiðnaður 22.0, trjá- iðnaður 11.8 og prentiðnaður 9.3. Árið 1965 námu framkvæmdir í öðrum iðn- aði 317.6 millj. kr. Eru það heldur minni fram- kvæmdir en 1964 eða 3.1%. Þó eru hér með- taldar framkvæmdir við Kísilgúrverksmiðjuna og þrjár dráttarbrautir, sem hafin var bygg- ing á. Byggingarkostnaður þessara mannvirkja er talinn undir liðnum önnur mannvirki í öðr- um iðnaði. Kaupverð dæluskips Kísilgúrverk- smiðjunnar er þó talið með vélum og tækjum í öðrum iðnaði. Byggingarkostnaður Kísilgúr- verksmiðjunnar á árinu 1965 var 27.4 millj. kr., þar af eru 7.5 millj. kr. kaupverð dælu- skips. Byrjunarframkvæmdir við dráttarbraut- imar þrjár (Njarðvík, Akranes og Neskaup- staður) námu um 16.0 millj. kr. Til byggingar- framkvæmda í öðrum iðnaði var varið 149.1 millj. kr., þar af voru húsbyggingar fyrir (millj. kr.): bifreiðaverkstæði o. fl. 16.0, húsgagna- og innréttingavinnustofur 13.4, vélsmiðjur o. þ. h. 12.5, skipasmíði 12.3 og sápu- og efnagerðir 11.0. Fjármunamyndun í vélum og tækjum í öðrum iðnaði var mest í eftirtöldum greinum (millj. kr.): málmsmíðaiðnaður 17.2, prentiðn- aður 16.2 og trjáiðnaður 12.6. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.