Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 15

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 15
Fjármunamyndunin 1964 og 1965 Grein þessi er rituð í Efnahagsstofnuninni af Eyjólfi Björgvinssyni. Töflur 1—4 hér á eftir gefa yfirlit yfir fjár- munamyndun áranna 1962—1965, bæði á verð- lagi hvers árs og verðlagi árins 1960. í töflu 1 er fjármunamyndunin sundurliðuð eftir at- vinnugreinum, geirum og tegundum fjármuna. Tafla 2 sýnir hlutfallslega skiptingu fjármuna- myndunarinnar og tafla 3 magnþróun hennar. í töflu 4 er fjármunamyndun liinna ýmsu at- vinnugreina sundurliðuð. Heildar fj ármunamyndunin. Heildarfjármunamyndun ársins 1964 nam 4.968.5 millj. kr., aukning frá árinu áður er Yl.6%}) í byggingum og öðrum mannvirkjum varð aukningin 14.3% en í vélum og tækjum 22.4%. Innflutningur skipa og flugvéla var mjög mikill árið 1964. Nam hann 938 millj. kr. á móti 380 millj. kr. árið áður. Fjármuna- myndun í flutningatækjum varð nærri tvöfalt meiri 1964 en 1963. Árið 1965 er heildarfjármunamyndunin tal- in vera 5.498.9 millj. kr. Samdráttur frá fyrra ári er 2%, bg á hann sér einkum rætur í minni innflutningi skipa og flugvéla. Aftur á móti varð 8.9% aukning bygginga og annarra mann- virkja. Innflutningur skipa og flugvéla minnk- aði úr 938 millj. kr. 1964 í 584 millj. kr. 1965. Árið 1965 minnkaði fjármunamyndun at- vinnuveganna sem svaraði 9.8%. íbúðarhúsa- byggingar jukust hins vegar um 5.4%, og aukn- ing varð einnig í byggingum og mannvirkjum hins oinbera, sem nam 9.7%. Samdrátturinn í fjármunamyndun atvinnuveganna kemur eink- um fram í fiskiskipum og flutningatækjum. Miðað við verðlag hvers árs minnkaði hlut- deild atvinnuveganna í heildarfjármunamynd- uninni úr 52.3% 1964 í 47.1% 1965. Hlutdeild íbúðarhúsabygginga óx aftur á móti úr 22% 1964 í 24.4% 1965, og hlutdeild bygginga og mannvirkja hins opinbera óx úr 25.7% 1964 í 28.5% 1965. Hlutdeild íbúðarhúsabygginga í heildarfjármunamynduninni árið 1965 er hærri en verið hefur síðan 1959, og hlutdeild bygg- inga og mannvirkja hins opinbera 1965 er með hærra móti. Landbúnaður. Fjármunamyndun í landbúnaði árið 1964 nam 459.1 millj. kr. Aukning frá fyrra ári varð 14.9%, einkum vegna stóraukinna ræktunar- framkvæmda. Árið 1965 jókst fjármunamyndun í landbún- aði enn um 8.3%. Kemur aukningin fram í úti- húsabyggingum og vélum og tækjum. Aftur á móti varð samdráttur í ræktunarframkvæmd- um. Ræktun. Eins og sjá má af töflu 5, sem sýnir yfirlit yfir ræktunarframkvæmdir árin 1963— !) Þegar talað er um hlutfallslegar breytingar fjármunamyndunar á milli ára í þessari grein, er ávallt mið- að við fast verðlag. Beinar tölur um fjármunamyndun eru á verðlagi viðkomandi árs, nema annars sé getið. 13

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.