Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 49
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI
2. flokkun:
Fiskiðnaður. Til fiskiðnaðar er talin ein
undirgrein matvælaiðnaðar: (ISIC 204) fryst-
ing, söltun, verkun, þurrkun, herzla, niður-
suða og reyking fisks og síldar, og ein undir-
grein efnaiðnaðar: (ISIC 312) lifrarbræðsla,
síldar- og fiskimjölsvinnsla, lýsisvinnsla og
hvalvinnsla. Fyrri undirgreinin telst til létta-
iðnaðar, en hin síðari til þungaiðnaðar.
Annar léttaiðnaður er allur léttaiðnaður
nema ISIC 204 (fiskiðnaður).
Stóriðja. Þessi liður er miðaður við íslenzka
staðhætti. Hann er einungis greindur sér fyrir
árið 1960, nema í töflu 1 fyrir 1954—1962, og
felur þá í sér undirgreinarnar: ISIC nr. 311 og
334. Hið fyrrnefnda er framleiðsla kemiskra
undirstöðuefna, en í þeirri grein starfa hér tvö
fyrirtæki; annað er Aburðarverksmiðjan í
Gufunesi, sem yfirgnæfir þessa undirgrein
alveg, og það er vegna hennar, sem þessi
undirgrein er tekin sér. Hið síðarnefnda er
sementsgerð, en í þeirri grein starfar hér að-
eins Sementsverksmiðjan á Akranesi. Þessar
tvær verksmiðjur eru ólíkar öðrum verksmiðj-
um hér á landi og eru í þessari ritgerð settar
undir einn stóriðjuhatt.
Annar pungaiðnaður er allur þungaiðnaður
nema ISIC nr. 311 og 334 (stóriðja) og nr. 312
(fiskiðnaður), skv. ofangreindu.
3. flokkun:
Matvælaiðnaður. Stærsti þátturinn er fisk-
iðnaður, en vinnsla landbúnaðarafurða (mjólk-
uriðnaður, slátrun og kjötiðnaður) er einnig
stór þáttur. Hér flokkast líka brauð-, kex- og
kökugerð, súkkulaði-, kakó- og sælgætisgerð,
áfengisgerð, ölgerð og tóbaksgerð.
Vefjariðnaður hefur þrjá stóra þætti: 1) ull-
arþvott, spuna og vefnað, 2) prjónaiðnað, 3)
hampiðju og netagerð.
Fataiðnaður er einkum fatagerð en einnig
skógerð.
Trésmíði er bæði trésmíði á verkstæðum og
húsgagnagerð.
Pappírsiðnaður er frekar veigalítil iðngrein
hér á landi.
Prentun. Auk prentunar er hér líka bókband
og prentmyndagerð.
Efnaiðnaður. Undir þennan lið flokkast
framleiðsla kemískra undirstöðuefna (t. d.
áburðar), framleiðsla á olíu og feiti (mjöl og
lýsi), málningargerð og snyrti- og hreinlætis-
vörugerð.
Steinefnaiðnaður er m. a. sementsgerð, gler-
iðnaður og leirsmíði.
Málmsmíði er bæði smíði og viðgerðir skipa,
farartækja, rafmagnstækja og annarra tækja og
véla.
Annar iðnaður. Þetta er ruslakista fyrir all-
an ótalinn léttaiðnað, svo sem leðuriðnað og
sútun, gúmiðnað, úrsmíði, plastiðnað o. fl.
Þessi liður er lítilvægur hér á landi.
Skýringar og heimildir talnaraða.
Hér fara á eftir skýringar helztu hugtaka,
sem fyrir koma í talnaröðum ritgerðarinnar,
og er jafnframt gerð stuttleg grein fyrir
helztu heimildum og meðferð þeirra.
Vinnuár er mælikvarði vinnumagns, reiknað
í einingunni vinna eins manns, karls eða konu,
í heilt ár, án tillits til þess, hvort fleiri eða
færri starfsmenn hafa unnið skemmri eða
lengri tíma á árinu. Grunneiningin sem á er
byggt, er fjöldi vinnuvikna, og er deilt í þá
tölu með 50, þ. e. reiknað með, að í hverju
vinnuári séu að meðaltali 50 vinnuvikur.
Heimildir um vinnumagnið eru skýrslur
Hagstofu íslands um slysatryggðar vinnuvik-
ur í iðnaði. Skýrslur þessar eru unnar eftir
launauppgjöf fyrirtækjanna til skatts. Enda
þótt talsvert skorti á áreiðanleik þeirrar heim-
ildar, er ekki ástæða til að ætla, að á því sé
mikill munur milli ára. Skýrslur þessar mæla
í rauninni fleiri þætti breytinga á vinnumagn-
inu heldur en sjálfan fjölda vinnuviknanna,
þar sem sá fjöldi er oft áætlaður út frá vinnu-
stundafjölda eða greiddu kaupi.
Vinna eigenda fyrirtækjanna og heimavinna
47