Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 49

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 49
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI 2. flokkun: Fiskiðnaður. Til fiskiðnaðar er talin ein undirgrein matvælaiðnaðar: (ISIC 204) fryst- ing, söltun, verkun, þurrkun, herzla, niður- suða og reyking fisks og síldar, og ein undir- grein efnaiðnaðar: (ISIC 312) lifrarbræðsla, síldar- og fiskimjölsvinnsla, lýsisvinnsla og hvalvinnsla. Fyrri undirgreinin telst til létta- iðnaðar, en hin síðari til þungaiðnaðar. Annar léttaiðnaður er allur léttaiðnaður nema ISIC 204 (fiskiðnaður). Stóriðja. Þessi liður er miðaður við íslenzka staðhætti. Hann er einungis greindur sér fyrir árið 1960, nema í töflu 1 fyrir 1954—1962, og felur þá í sér undirgreinarnar: ISIC nr. 311 og 334. Hið fyrrnefnda er framleiðsla kemiskra undirstöðuefna, en í þeirri grein starfa hér tvö fyrirtæki; annað er Aburðarverksmiðjan í Gufunesi, sem yfirgnæfir þessa undirgrein alveg, og það er vegna hennar, sem þessi undirgrein er tekin sér. Hið síðarnefnda er sementsgerð, en í þeirri grein starfar hér að- eins Sementsverksmiðjan á Akranesi. Þessar tvær verksmiðjur eru ólíkar öðrum verksmiðj- um hér á landi og eru í þessari ritgerð settar undir einn stóriðjuhatt. Annar pungaiðnaður er allur þungaiðnaður nema ISIC nr. 311 og 334 (stóriðja) og nr. 312 (fiskiðnaður), skv. ofangreindu. 3. flokkun: Matvælaiðnaður. Stærsti þátturinn er fisk- iðnaður, en vinnsla landbúnaðarafurða (mjólk- uriðnaður, slátrun og kjötiðnaður) er einnig stór þáttur. Hér flokkast líka brauð-, kex- og kökugerð, súkkulaði-, kakó- og sælgætisgerð, áfengisgerð, ölgerð og tóbaksgerð. Vefjariðnaður hefur þrjá stóra þætti: 1) ull- arþvott, spuna og vefnað, 2) prjónaiðnað, 3) hampiðju og netagerð. Fataiðnaður er einkum fatagerð en einnig skógerð. Trésmíði er bæði trésmíði á verkstæðum og húsgagnagerð. Pappírsiðnaður er frekar veigalítil iðngrein hér á landi. Prentun. Auk prentunar er hér líka bókband og prentmyndagerð. Efnaiðnaður. Undir þennan lið flokkast framleiðsla kemískra undirstöðuefna (t. d. áburðar), framleiðsla á olíu og feiti (mjöl og lýsi), málningargerð og snyrti- og hreinlætis- vörugerð. Steinefnaiðnaður er m. a. sementsgerð, gler- iðnaður og leirsmíði. Málmsmíði er bæði smíði og viðgerðir skipa, farartækja, rafmagnstækja og annarra tækja og véla. Annar iðnaður. Þetta er ruslakista fyrir all- an ótalinn léttaiðnað, svo sem leðuriðnað og sútun, gúmiðnað, úrsmíði, plastiðnað o. fl. Þessi liður er lítilvægur hér á landi. Skýringar og heimildir talnaraða. Hér fara á eftir skýringar helztu hugtaka, sem fyrir koma í talnaröðum ritgerðarinnar, og er jafnframt gerð stuttleg grein fyrir helztu heimildum og meðferð þeirra. Vinnuár er mælikvarði vinnumagns, reiknað í einingunni vinna eins manns, karls eða konu, í heilt ár, án tillits til þess, hvort fleiri eða færri starfsmenn hafa unnið skemmri eða lengri tíma á árinu. Grunneiningin sem á er byggt, er fjöldi vinnuvikna, og er deilt í þá tölu með 50, þ. e. reiknað með, að í hverju vinnuári séu að meðaltali 50 vinnuvikur. Heimildir um vinnumagnið eru skýrslur Hagstofu íslands um slysatryggðar vinnuvik- ur í iðnaði. Skýrslur þessar eru unnar eftir launauppgjöf fyrirtækjanna til skatts. Enda þótt talsvert skorti á áreiðanleik þeirrar heim- ildar, er ekki ástæða til að ætla, að á því sé mikill munur milli ára. Skýrslur þessar mæla í rauninni fleiri þætti breytinga á vinnumagn- inu heldur en sjálfan fjölda vinnuviknanna, þar sem sá fjöldi er oft áætlaður út frá vinnu- stundafjölda eða greiddu kaupi. Vinna eigenda fyrirtækjanna og heimavinna 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.