Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 13

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 13
FRJÁLSHYGGJA OG SKIPULAGSHYGGJA ið sé ekki gert óvirkt fyrir atbeina einstakling- anna og félaganna sjálfra, og að stefnuföst opinber íhlutun komi til sögunnar, að því leyti, sem markaðskerfið vegna sérstakra aðstæðna sé óstarfhæft eða úr lagi fært. Þá er það ekki síður þýðingarmikið, að hið opinbera hafi for- ustu um mörkun almennrar stefnu fyrir hverja atvinnugrein um sig, í samráði við samtök þeirra, sem í greininni starfa. Þessi stefnu- mörkun mundi miða að því, að ákveða þau almennu skilyrði, sem atvinnugreinin starfar við og þróast undir, þar á meðal ekki sízt þau skilyrði, sem hið opinbera sjálft skapar með sinni eigin starfsemi og aðgerðum. En þessi stefnumörkun og önnur opinber afskipti af atvinnulífinu mega sízt af öllu byggjast á handahófi eða mótast af hagsmunastreitu ein- stakra fyrirtækja eða atvinnugreina. Ef vel á að vera, verða þau að byggjast á skipulegum athugunum og mótast af ákveðnum hagræn- um og félagslegum sjónarmiðum. Sé það þýðingarmikið, að mörkuð sé stefna í þróun einstakra atvinnugreina, gildir þetta ekki síður um opinberar framkvæmdir og þjónustu, svo sem í samgöngumálum, raforku- málum, menntamálum og heilbrigðismálum. Hér getur markaðskerfið ekki komið að haldi nema að takmörkuðu leyti. í þess stað verður að koma könnun á þeim þörfum, sem sinna á, hagrænt mat á þeim leiðum, sem til greina koma við fullnægingu þarfanna, og samræm- ing hagrænna og félagslegra sjónarmiða. Það væri sízt rétt að fara í launkofa með, hversu fjarri fer því, að opinberir aðilar og samtök atvinnugreina hér á landi séu enn sem komið er fær um að gegna því hlutverki, sem mörkun stefnu í atvinnugreinum og opinber- um framkvæmdum og þjónustu leggur þeim á herðar. Nauðsynleg þekking er ekki fyrir hendi nema að takmörkuðu leyti. Stofnanir eru hér sjaldan nema vísir þess, sem þær þyrftu að verða. Margar þeirra, þar á meðal ráðuneytin sjálf, fylgja þar að auki enn hefð- bundnum skilningi á verkefnum sínum, og er hann aðeins að litlu leyti í samræmi við þau sjónarmið, sem hér hafa verið sett fram. Þess- ir erfiðleikar eru bein afleiðing fámennis okk- ar og tiltölulega nýfengis sjálfstæðis, og eru hinir sömu og þróunarlöndin eiga við að etja. Þeir ættu ekki að aftra okkur frá því að byrja að feta þessa leið, ef við jafnframt gerum okkur Ijóst, að löng leið er fyrir höndum. Notkun almennra hagstjómartækja. Annað veigamikið atriði, sem reynslan ætti að gefa vísbendingu um, er notkun almennra hag- stjórnartækja annars vegar, en þar á ég fyrst og fremst við stjórn peningamála og fjármála, og notkun beinna hagstjórnartækja hins vegar, þ. e. fyrst og fremst gjaldeyris- og innflutn- ingshafta og fjárfestingareftirlits. Notkun al- mennra hagstjórnartækja á sér skamma sögu hér á landi, og að vonum hefur verið lítill skilningur á eðli og þýðingu þeirra tækja. Ekki eru nema fá ár síðan við eignuðumst sjálf- stæðan Seðlabanka, og miklir erfiðleikar hafa hér á landi, eins og raunar annars staðar, reynzt á beitingu fjármálastjórnar ríkisins á tímum ofþenslu. Eigi að síður getur það ekki farið á milli mála, að þessi tæki eru öflugustu hagstjórnartæki, sem völ er á, hér á landi jafnt sem annars staðar, einkum og sér í lagi ef þau eru réttilega samhæfð. Sé þessum tækjum ekki beitt, eru bein hagstjórnartæki haldlaus. Sé þessum almennu hagstjórnartækjum hins vegar beitt, þarf ekki á beinum hagstjórnar- tækjum að halda nema að takmörkuðu leyti og undir sérstökum kringumstæðum, enda samræmist almenn taotkun þeirra ekki starf- semi markaðskerfisins. Á hinn bóginn er ekki við því að búast, að hægt sér að beita almenn- um hagstjórnartækjum af nægilegri festu, nema víðtækur skilningur og samstaða sé um nauðsyn þeirra. En skortur á fullri festu í beitingu þessara tækja, ræður einatt mestu um það, að heilbrigður vöxtur breytist í of- þenslu. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.