Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 11
FRJÁLSHYGGJA OG SKIPULAGSHYGGJA Framleiðsla landsmanna hefur verið sett í bein tengsl við erlenda markaði með leiðréttingu gengisskráningar og aukningu innflutnings- frelsis. Þessi tenging við markaðinn, ásamt al- mennu athafnafrelsi og tiltölulega góðum af- komuhorfum í atvinnurekstri, þegar fyrstu örð- ugleikar umskiptanna voru úr sögunni, hefur stuðlað að hagkvæmri nýtingu atvinnutækja og vinnuafls og beint fjárfestingu í arðvæn- lega farvegi. Hagstæð ytri skilyrði hafa svo enn aukið vöxt framleiðslu og rauntekna. í kjölfar þessarar þróunar hefur framkvæmda- hugur opinberra aðila jafnt sem einkaaðila örvast meir en svaraði til aukningar fram- kvæmdagetu. Jafnframt hefur viðleitni ein- staklinga og hagsmunasamtaka til þess að ná til sín sem mestum hluta aukinna þjóðartekna fengið byr undir báða vængi. Það hefur ýtt enn frekar undir þá viðleitni, að á undan þess- um tímabilum höfðu farið tímabil með lítilli eða engri hækkun rauntekna. Þá hefur það komið til sögunnar, að hagvöxturinn hefur ekki gengið jafnt yfir frekar en hagvöxtur yfir- leitt gerir. Samfara örum vexti í sumum at- vinnugreinum og landshlutum hefur orðið hnignun í öðrum. Við þetta hafa þeir, sem orðið hafa hart úti, að sjálfsögðu átt erfitt að sætta sig, jafnframt því sem vafi hefur leikið á, hversu æskileg þessi sjálfvirka þróun væri fyr- ir þjóðarbúið allt, þegar til lengdar léti. Við þessar afleiðingar hagvaxtarins, almenna of- þenslu samfara erfiðleikum einstakra atvinnu- greina, hefur frjálshyggjustefnan ekki getað ráðið við þær aðstæður, sem ríkjandi hafa ver- ið hér á landi. Velgengnin sjálf hefur orðið henni að fótakefli. Markaðstengslin hafa verið rofin hvert á fætur öðru, unz skipulagshyggj- an hefur á ný setið í öndvegi. Tímabil skipulagshyggjunnar. Miklar vonir hafa verið við það tengdar í upphafi hvers tímabils skipulagshyggjunnar, að betra skipulag atvinnulífsins gæti leitt til skjótra framfara og aukinnar velmegunar. At- hyglin hefur beinzt að því, sem aflaga hefur farið í rekstri atvinnufyrirtækja og uppbygg- ingu atvinnugreina, og afskiptaleysi frjáls- hyggjunnar verið um þá annmarka kennt. — Jafnframt hefur áherzla verið lögð á handa- hóf og óréttlæti tekju- og eignaskiptingar. Nauðsyn hefur verið talin á nákvæmum at- hugunum á atvinnulífinu, rekstri atvinnufyrir- tækja og á tekju- og eignaskiptingu. Talið hefur verið, að almenn hagstjórnartæki væru gagnslítil eða gagnslaus. Nauðsynlegt væri, að bein íhlutun þess opinbera kæmi til, svo tryggja mætti að sú framleiðsla dafnaði, sem þjóðarbúinu væri hollust, þær framkvæmdir sætu í fyrirrúmi, sem þýðingarmestar væru, og gjaldeyrir væri notaður til nauðsynja í stað óþarfa. Á öllum þremur tímabilum skipulagshyggj- unnar hefur verið fitjað upp á nýjungum í at- vinnurekstri, sem síðar meir hafa reynzt þýð- ingarmiklar, og ráðizt í framkvæmdir, sem með tíð og tíma hafa skilað þjóðarbúinu góð- um arði. Það ætti heldur ekki að gleymast, sízt á þessum stað, að á þessum tímabilum hafa verið framkvæmdar athuganir á efna- hagsmálum, sem hafa drjúgum aukið þekk- ingu okkar á þeim málum, enda þótt þær hafi haft litla eða enga þýðingu fyrir stjóm efna- hagsmála á tímabilinu sjálfu. En illa hefur gengið að finna leiðir til bætts skipulags, og vonirnar um skjótan árangur hafa brugðizt. Oll þrjú tímabil skipulagshyggjunnar hafa verið tímabil stöðnunar frekar en vaxtar. Á hinn bóginn hefur verðlags- og kaupgjalds- þróunin reynzt viðráðanlegri á þessum tíma- bilum en endranær. Hægur vöxtur þjóðartekna hefur átt sinn þátt í þessu, auk þess sem vax- andi misræmi í verðlagi hefur um skeið getað stuðlað að nokkrum stöðugleika í almennu verðlagi, eða a. m. k. í mælikvörðum almenns verðlags. Það, sem afdrifaríkast hefur reynzt á tímabilum skipulagshyggjunnar, er þó ekki hægur vöxtur þjóðartekna, heldur þrálátur og 2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.