Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 22
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
framkvæmdir útvarpsins 6.7 millj. kr. Aukn-
ing framkvæmda pósts og síma frá árinu áður
er 29.3%. Sundurliðun fjármunamyndunar
pósts og síma er þannig (millj. kr.): sjálfvirkar
stöðvar 48.0, jarðsímar 19.7, radíósímar og
fjölsímar 6.8, húsbyggingar 19.0 og annað 10.1.
Fjármunamyndun pósts og síma dróst aft-
ur á móti töluvert saman á árinu 1965 frá
fyrra ári eða um 31.2%. Framkvæmdaupphæð-
in var 76.8 millj. kr. og sundurliðast þannig
(millj. kr.): sjálfvirkar stöðvar 36.3, húsbygg-
ingar 16.5, fjölsímar 16.2 og annað 7.8.
Framkvæmdir útvarps og sjónvarps á árinu
1965 námu 10.5 millj. kr.
Byggingar hins opinbera.
Töluverð aukning varð á fjármunamyndun
í byggingum hins opinbera á árinu 1964, mið-
að við árið áður, eða 32.8%. Mest varð aukn-
ingin í sjúkrahúsbyggingum, þar varð nær
tvöföldun í framkvæmdum milli áranna 1963
og 1964. Skólabyggingar jukust einnig veru-
lega, en framkvæmdir við aðrar opinberar
byggingar drógust nokkuð saman.
Árið 1965 námu framkvæmdir við bygging-
ar hins opinbera 451.6 millj. kr. Varð aukning
frá fyrra ári 9.5%. Skóla- og sjúkrahiisbygging-
ar drógust lítið eitt saman frá árinu áður, en
aukningin kemur fram í öðrum byggingum
hins opinbera, þ. á. m. félagsheimilum og
kirkjum.
Skólar og íþróttamannvirki. Til byggingar
skóla var á árinu 1964 varið 165.0 millj. kr.
og til byggingar íþróttamannvirkja 14.5 millj.
kr. Aukning framkvæmda í skólabyggingum
frá fyrra ári nam 49.5%, en framkvæmdir við
íþróttamannvirki urðu nokkru minni 1964 en
1963. Til byggingar bama- og gagnfræðaskóla
var varið 128.4 millj. kr., til byggingar Mennta-
skólans í Reykjavík var varið 14.1 millj. kr.,
Raunvísindastofnunar Háskóla íslands 9.8
millj. kr. og annarra skóla 12.7 millj. kr. Af
heildarframkvæmdum í skólabyggingum 1964
eru 40.7% í Reykjavík, 29.4% í sveitum, 15.4%
í kaupstöðum og 14.5% í kauptúnum.
Árið 1965 urðu framkvæmdir við skólabygg-
ingar nokkru minni en árið áður eða 8%, en
framkvæmdir við íþróttamannvirki jukust
töluvert eða um 51%. Framkvæmdir við skóla-
byggingar 1965 námu 177.3 millj. kr., en
íþróttamannvirki voru byggð fyrir 25.7 millj.
kr., samtals 203.0 millj. kr. Eru það aðeins
minni framkvæmdir en árið áður eða 3.0%. Af
framkvæmdaupphæðinni í skólum 1965 var
varið til byggingar (millj. kr.): barna- og gagn-
fræðaskóla 145.1, Menntaskólanna í Reykjavík
6.8, Raunvísindastofnunar Háskóla íslands 5.2,
Hjúkrunarskólans 4.4 og annarra skóla 15.8.
Sjúkrahús. Sjúkrahúsbyggingar á árinu 1964
voru nær tvöfalt meiri en árið áður, jukust um
97.4%. Til þessara framkvæmda var varið á
árinu 93.5 millj. kr. Þar af fór tæplega helm-
ingur til byggingar Borgarsjúkrahússins og
viðbyggingar Landspítalans. Miklar fram-
kvæmdir voru við byggingu fávitahælis í
Kópavogi og stækkun Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna í Reykjavík. Haldið var áfram bygg-
ingu sjúkrahúsanna í Siglufirði og Vestmanna-
eyjum og hafin bygging sjúkrahúss á Húsavík
og stækkun á Akranesi.
Framkvæmdir við sjúkrahús árið 1965 voru
örlitlu minni en árið áður eða 0.8%. Til fram-
kvæmdanna var varið 108.2 millj. kr., þar af
fóru 51.5 millj. kr. til byggingar Borgarsjúkra-
hússins, 20.5 millj. kr. til viðbyggingar Lands-
spítalans og 8.5 millj. kr. til byggingar fávita-
hælis í Kópavogi. Haldið var áfram byggingu
sjúkrahúsanna á Akranesi, Siglufirði, Húsavík
og í Vestmannaeyjum.
Félagsheimili og kirkjur. Til byggingar fé-
lagsheimila var árið 1964 varið 26.4 millj. kr.
og 10.0 millj. kr. til kirkjubygginga. Eru þetta
20.1% minni framkvæmdir en árið áður.
Árið 1965 varð 29.4% aukning í framkvæmd-
um við félagsheimili og kirkjur. Til bygging-
ar félagsheimila var varið 36.0 millj. kr. og
18.8 millj. kr. til kirkjubygginga.
20