Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 22

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 22
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM framkvæmdir útvarpsins 6.7 millj. kr. Aukn- ing framkvæmda pósts og síma frá árinu áður er 29.3%. Sundurliðun fjármunamyndunar pósts og síma er þannig (millj. kr.): sjálfvirkar stöðvar 48.0, jarðsímar 19.7, radíósímar og fjölsímar 6.8, húsbyggingar 19.0 og annað 10.1. Fjármunamyndun pósts og síma dróst aft- ur á móti töluvert saman á árinu 1965 frá fyrra ári eða um 31.2%. Framkvæmdaupphæð- in var 76.8 millj. kr. og sundurliðast þannig (millj. kr.): sjálfvirkar stöðvar 36.3, húsbygg- ingar 16.5, fjölsímar 16.2 og annað 7.8. Framkvæmdir útvarps og sjónvarps á árinu 1965 námu 10.5 millj. kr. Byggingar hins opinbera. Töluverð aukning varð á fjármunamyndun í byggingum hins opinbera á árinu 1964, mið- að við árið áður, eða 32.8%. Mest varð aukn- ingin í sjúkrahúsbyggingum, þar varð nær tvöföldun í framkvæmdum milli áranna 1963 og 1964. Skólabyggingar jukust einnig veru- lega, en framkvæmdir við aðrar opinberar byggingar drógust nokkuð saman. Árið 1965 námu framkvæmdir við bygging- ar hins opinbera 451.6 millj. kr. Varð aukning frá fyrra ári 9.5%. Skóla- og sjúkrahiisbygging- ar drógust lítið eitt saman frá árinu áður, en aukningin kemur fram í öðrum byggingum hins opinbera, þ. á. m. félagsheimilum og kirkjum. Skólar og íþróttamannvirki. Til byggingar skóla var á árinu 1964 varið 165.0 millj. kr. og til byggingar íþróttamannvirkja 14.5 millj. kr. Aukning framkvæmda í skólabyggingum frá fyrra ári nam 49.5%, en framkvæmdir við íþróttamannvirki urðu nokkru minni 1964 en 1963. Til byggingar bama- og gagnfræðaskóla var varið 128.4 millj. kr., til byggingar Mennta- skólans í Reykjavík var varið 14.1 millj. kr., Raunvísindastofnunar Háskóla íslands 9.8 millj. kr. og annarra skóla 12.7 millj. kr. Af heildarframkvæmdum í skólabyggingum 1964 eru 40.7% í Reykjavík, 29.4% í sveitum, 15.4% í kaupstöðum og 14.5% í kauptúnum. Árið 1965 urðu framkvæmdir við skólabygg- ingar nokkru minni en árið áður eða 8%, en framkvæmdir við íþróttamannvirki jukust töluvert eða um 51%. Framkvæmdir við skóla- byggingar 1965 námu 177.3 millj. kr., en íþróttamannvirki voru byggð fyrir 25.7 millj. kr., samtals 203.0 millj. kr. Eru það aðeins minni framkvæmdir en árið áður eða 3.0%. Af framkvæmdaupphæðinni í skólum 1965 var varið til byggingar (millj. kr.): barna- og gagn- fræðaskóla 145.1, Menntaskólanna í Reykjavík 6.8, Raunvísindastofnunar Háskóla íslands 5.2, Hjúkrunarskólans 4.4 og annarra skóla 15.8. Sjúkrahús. Sjúkrahúsbyggingar á árinu 1964 voru nær tvöfalt meiri en árið áður, jukust um 97.4%. Til þessara framkvæmda var varið á árinu 93.5 millj. kr. Þar af fór tæplega helm- ingur til byggingar Borgarsjúkrahússins og viðbyggingar Landspítalans. Miklar fram- kvæmdir voru við byggingu fávitahælis í Kópavogi og stækkun Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Reykjavík. Haldið var áfram bygg- ingu sjúkrahúsanna í Siglufirði og Vestmanna- eyjum og hafin bygging sjúkrahúss á Húsavík og stækkun á Akranesi. Framkvæmdir við sjúkrahús árið 1965 voru örlitlu minni en árið áður eða 0.8%. Til fram- kvæmdanna var varið 108.2 millj. kr., þar af fóru 51.5 millj. kr. til byggingar Borgarsjúkra- hússins, 20.5 millj. kr. til viðbyggingar Lands- spítalans og 8.5 millj. kr. til byggingar fávita- hælis í Kópavogi. Haldið var áfram byggingu sjúkrahúsanna á Akranesi, Siglufirði, Húsavík og í Vestmannaeyjum. Félagsheimili og kirkjur. Til byggingar fé- lagsheimila var árið 1964 varið 26.4 millj. kr. og 10.0 millj. kr. til kirkjubygginga. Eru þetta 20.1% minni framkvæmdir en árið áður. Árið 1965 varð 29.4% aukning í framkvæmd- um við félagsheimili og kirkjur. Til bygging- ar félagsheimila var varið 36.0 millj. kr. og 18.8 millj. kr. til kirkjubygginga. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.