Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 14
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Mótun stefnu í launamálum. En hversu þýðingarmikil sem almenn hag- stjórnartæki eru, geta þau þó ekki komið nema að takmörkuðum notum, svo framarlega sem ekki er fyrir hendi sameiginlegur skilningur á hlutverki launþegasamtakanna. Reynslan sýnir, að í þessu efni er mikilla umbóta þörf, ekki aðeins í okkar þjóðfélagi, heldur einnig víðast hvar annars staðar. Skipulag og starfs- hættir þessara samtaka hafa ekki tekið breyt- ingum, sem svara til þess, hversu mjög áhrif samtakanna hafa aukizt. Þau eiga því erfitt með að móta og fylgja fram stefnu í launa- málum, er sé í samræmi við þá almennu stefnu, sem fylgt er í efnahagsmálum. Hér er um það atriði í skipun efnahagsmála að ræða, sem flestum nágrannaþjóða okkar veitist nú erfið- ast viðureignar, og sem jafnframt skiptir hvað mestu um framtíðarþróun þeirra mála. Þýð- ing þessa atriðis er enn meiri hér en víðast hvar annars staðar, vegna þeirra miklu ytri áhrifa, sem tekjuþróun hér á landi verður fyrir í sambandi við breytingar aflabragða og er- lends verðlags á útflutningsafurðum okkar. Hér kemur enn að nýju ljóslega fram nauðsyn þess, að samræming geti í meginatriðum tek- izt á milli sjónarmiða frjálshyggju og skipu- lagshyggju, því það er af grunni slíkrar sam- ræmingar, sem mótun heilbrigðrar stefnu í launamálum hlýtur að spretta. Niðurlag. Ég hef nú lokið því yfirliti, sem ég hafði ætlað mér að gefa í þessu erindi um frjáls- hyggju og skipulagshyggju í stjórn íslenzkra efnahagsmála. Þessu yfirliti væri þó ábóta- vant, ekki sízt á þessum stað og þessari stundu, ef ekki væri minnzt á þá staðreynd, sem er svo auðljós, að mönnum sést harla oft yfir hana. Hún er sú, að viturleg stjórn efnahagsmála byggist á þekkingu á eðli efnahagslífsins og lögmálum þess og vitneskju um ástand þess og þróun. En þekking þeirra einna, sem bein- línis fást við þessa stjórn, nægir ekki. Fram- leiðendur og neytendur, sjálfir þátttakendur efnahagslífsins, verða hér að eiga hlut að máli. Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar framfarir hér á landi í þekkingu á efna- hagsmálum og í miðlun þeirrar þekkingar. Menn, sem útskrifast hafa frá Viðskiptadeild Háskóla íslands hafa átt meiri þátt í þessari þróun en flestir aðrir. En þrátt fyrir þessar framfarir eigum við enn langt í land að ná því stigi þekkingar í þessum málum, sem flest- ar aðrar þjóðir hafa náð, og jafnvel ennþá lengra í land, að því er miðlun þeirrar þekk- ingar snertir. Vöxtur og viðgangur viðskipta- deildarinnar hlýtur því að vera veigamikið at- riði í öllum fyrirætlunum um bætta stjórn ís- lenzkra efnahagsmála. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.