Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 14

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 14
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Mótun stefnu í launamálum. En hversu þýðingarmikil sem almenn hag- stjórnartæki eru, geta þau þó ekki komið nema að takmörkuðum notum, svo framarlega sem ekki er fyrir hendi sameiginlegur skilningur á hlutverki launþegasamtakanna. Reynslan sýnir, að í þessu efni er mikilla umbóta þörf, ekki aðeins í okkar þjóðfélagi, heldur einnig víðast hvar annars staðar. Skipulag og starfs- hættir þessara samtaka hafa ekki tekið breyt- ingum, sem svara til þess, hversu mjög áhrif samtakanna hafa aukizt. Þau eiga því erfitt með að móta og fylgja fram stefnu í launa- málum, er sé í samræmi við þá almennu stefnu, sem fylgt er í efnahagsmálum. Hér er um það atriði í skipun efnahagsmála að ræða, sem flestum nágrannaþjóða okkar veitist nú erfið- ast viðureignar, og sem jafnframt skiptir hvað mestu um framtíðarþróun þeirra mála. Þýð- ing þessa atriðis er enn meiri hér en víðast hvar annars staðar, vegna þeirra miklu ytri áhrifa, sem tekjuþróun hér á landi verður fyrir í sambandi við breytingar aflabragða og er- lends verðlags á útflutningsafurðum okkar. Hér kemur enn að nýju ljóslega fram nauðsyn þess, að samræming geti í meginatriðum tek- izt á milli sjónarmiða frjálshyggju og skipu- lagshyggju, því það er af grunni slíkrar sam- ræmingar, sem mótun heilbrigðrar stefnu í launamálum hlýtur að spretta. Niðurlag. Ég hef nú lokið því yfirliti, sem ég hafði ætlað mér að gefa í þessu erindi um frjáls- hyggju og skipulagshyggju í stjórn íslenzkra efnahagsmála. Þessu yfirliti væri þó ábóta- vant, ekki sízt á þessum stað og þessari stundu, ef ekki væri minnzt á þá staðreynd, sem er svo auðljós, að mönnum sést harla oft yfir hana. Hún er sú, að viturleg stjórn efnahagsmála byggist á þekkingu á eðli efnahagslífsins og lögmálum þess og vitneskju um ástand þess og þróun. En þekking þeirra einna, sem bein- línis fást við þessa stjórn, nægir ekki. Fram- leiðendur og neytendur, sjálfir þátttakendur efnahagslífsins, verða hér að eiga hlut að máli. Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar framfarir hér á landi í þekkingu á efna- hagsmálum og í miðlun þeirrar þekkingar. Menn, sem útskrifast hafa frá Viðskiptadeild Háskóla íslands hafa átt meiri þátt í þessari þróun en flestir aðrir. En þrátt fyrir þessar framfarir eigum við enn langt í land að ná því stigi þekkingar í þessum málum, sem flest- ar aðrar þjóðir hafa náð, og jafnvel ennþá lengra í land, að því er miðlun þeirrar þekk- ingar snertir. Vöxtur og viðgangur viðskipta- deildarinnar hlýtur því að vera veigamikið at- riði í öllum fyrirætlunum um bætta stjórn ís- lenzkra efnahagsmála. 12

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.