Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 47

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 47
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI og nokkur fyrirtæki önnur, sem geta talizt til þungaiðnaðar í eiginlegri merkingu orðsins. 12. íslenzkur léttaiðnaður er tiltölulega sam- bærilegur við erlendan léttaiðnað að flestu leyti, enda er framleiðnibilið þar miklu minna en í þungaiðnaði. 13. ísland er land léttaiðnaðarins, bæði hvað magn og afköst snertir. Munur íslands og iðnaðarlandanna í framleiðni stafar mest af því, að hér vantar að mestu eiginlega stóriðju í þungaiðnaði. 14. Vinnsluvirðisþróunin var gerólík árabilin 1950—1953 og 1953—1960. Fyrra tímabilið minnkaði vinnsluvirðið, en seinna tíma- bilið jókst það verulega. 15. íslenzk vinnsluvirðisaukning var svipuð og annars staðar í heiminum 1950—1960. Hér varð hún fyrst og fremst í léttaiðnaði, en í öðrum löndum í þungaiðnaði. 16. Vinnsluvirðisaukningin hér var fyrst og fremst í fiskiðnaði, enda hefur yfirleitt helmingur allrar fjárfestingar í iðnaði fall- ið í hans hlut. 17. Framleiðni iðnaðar á íslandi árið 1960 var svipuð og hún var í iðnaðarlöndum heims árið 1938, rúmlega 20 árum áður. 18. Framleiðniaukning í iðnaði varð hér að- eins helmingur á við það sem varð ann- ars staðar í heiminum áratuginn 1950— 1960. 19. Vinnsluvirðið varð æ dýrara í fjármagni hér á landi (nema í fiskiðnaði). Framleiðni fjármagnsins minnkaði. 20. íslenzk stóriðja hafði töluvert minni vinnu- framleiðni en erlend stóriðja, en einkum hafði íslenzk stóriðja miklu minni fram- leiðni fjármagns en erlend stóriðja. 21. Hinar háu þjóðartekjur íslendinga á hvern íbúa stafa ekki af mikilli framleiðni í iðn- aði. Skýringar og athugasemdir. Almennar athugasemdir. í þessari ritgerð er fjallað um iðnþróun á íslandi síðustu áratugina og sérstaklega á ár- unum eftir seinni heimsstyrjöldina. Áherzla er lögð á að rekja framleiðniþróunina og þróun þeirra þátta, sem hafa áhrif á framleiðni. Þungamiðja ritgerðarinnar eru hugtökin: 1. Fjármagn og fjárfesting. 2. Vinnuafl. 3. Vinnsluvirði. 4. Framleiðni. Athuguð eru verðmætin, sem lögð eru í iðn- aðinn í formi fjármunamyndunar frá ári til árs, og rakið hvernig þau safnast fyrir sem fjár- magn í iðnaðinum. I öðru lagi er athugað, hve rnikil vinna hefur verið lögð í iðnaðarfram- leiðslu frá ári til árs. í þriðja lagi eru könnuð þau verðmæti, sem iðnaðurinn skapar með framleiðslu sinni, þ. e. hve mikið hann eykur verðmæti þeirra hluta, sem hann meðhöndlar. í fjórða lagi er athuguð þróun framleiðninnar á íslandi og hún borin saman við þróun fram- leiðni annars staðar í heiminum, en framleiðn- in er einmitt einn bezti mælikvarðinn á þjóð- hagslegt gildi hverrar atvinnugreinar. Grundvöllur ritgerðarinnar eru iðnaðar- skýrslur þær, sem Hagstofa íslands hefur gefið út fyrir árin 1950, 1953 og 1960. Flestar tafln- anna í ritgerðinni eru unnar úr iðnaðarskýrsl- unum og er þeirri úrvinnslu lýst nokkuð í þeim skýringum, sem hér fara á eftir. Þá hafa skýrsl- ur um nokkur atriði verið fengnar frá Efna- hagsstofnuninni og sögulegar upplýsingar teknar úr árbókum Landsbanka íslands. Þess- ara heimilda og annarra er getið í heimilda- skrá ritgerðarinnar. í ritgerðinni eru kristölluð út nokkur atriði, sem skipta meginmáli í iðnþróun íslands, og vantar því mikið á, að ritgerðin gefi heildar- mynd af þróuninni. Eitt af því fyrsta, sem les- endur munu væntanlega reka augun í, er, að 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.