Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 48

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 48
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM ritgerðin leiðir alveg hjá sér félagslega hlið iðnþróunarinnar: þróun launa, kjara verka- fólks, vinnuaðstöðu, verkfalla og verkalýðs- mála almennt. Félagslega hliðin er mikið rannsóknarefni út af fyrir sig, sem ekki er sinnt í þessari ritgerð. Annað einkenni ritgerðarinnar er, að hún er skrifuð í sagnfræðilegum ramma en ekki hag- fræðilegum, þótt meginheimildir hennar séu tölur. Þannig er t. d. látið nægja að reikna út tiltölulega einfaldar hundraðstölur þróunar, en ekki farið út í hærri stærðfræði. Það væri út af fyrir sig fróðlegt að útfæra tölulegar upplýsingar ritgerðarinnar og reikna út for- múlur og lögmálsbundið samhengi í hagfræði- legum stíl, á svipaðan hátt og Hagstofa Sam- einuðu þjóðanna hefur gert og birt í bókun- um: Growth of World Industry 1938—1961 (heimild 21). Slíkt fellur þó utan ramma þess- arar ritgerðar. Þriðja einkenni ritgerðarinnar er, að hún fjallar um iðnþróunina eina út af fyrir sig, án tillits til tengsla hennar við þróun á öðrum sviðum atvinnulífsins. Þannig er ekki vikið að hlutdeild iðnaðarins í atvinnulífinu og iðn- aðurinn er ekki að neinu leyti borinn saman við aðrar atvinnugreinar. Fjallar ritgerðin nán- ast um iðnaðinn „í lausu lofti“. Fróðlegt væri að gera sams konar athuganir á öðrum þátt- um atvinnulífsins og flétta það allt saman í heildarrannsókn, en til þess gefst ekki ráð- rúm hér. Skilgreining og flokkun iðnaðar Iðnaður er vélræn eða efnisleg umbreyting lífrænna eða ólífrænna gæða í nýjar afurðir, hvort sem það er gert með vélum eða í hönd- unum, í verksmiðjum eða á verkstæðum, sam- setning þessara afurða og viðhald þeirra, þar sem um slíkt er að ræða. í þessari ritgerð er hugtakið iðnaður notað í samræmi við ofangreinda skilgreiningu og þar með í þrengri merkingu en oft er tíðkað. Er sú starfsemi talin vera iðnaður, sem fellur 46 undir 2. og 3. flokk skráningar ISIC (Inter- national Standard Industrial Classification of All Economic Activities). Þýðir þá hugtakið iðnaður hið sama og á ensku nefnist manu- jacturing, en ekki hið sama og industrial activity, sem felur í sér að auki námugröft, raforkuframleiðslu og jafnvel byggingarstarf- semi, (1., 5. og 4. flokk skráningar ISIC). Hins vegar er innifalin vinnsla sjávarafurða og landbúnaðarafurða. Hér er iðnaður á þrennan liátt greindur í undirgreinar: 1) Iðnaður = léttaiðnaður og þungaiðn- aður. 2) Iðnaður = fiskiðnaður, annar léttaiðnað- ur, stóriðja og annar þungaiðnaður. 3) Iðnaður = matvælaiðnaður, vefjariðnað- ur, fataiðnaður, trésmíði, pappírsiðnað- ur, prentun, efnaiðnaðnr, steinefnaiðn- aður, málmsmíði og annar iðnaður. Undirgreinar iðnaðar skilgreinast þannig: 1. flokkun: Léttaiðnaður er hér skilgreindur á sama hátt og gert er í iðnaðarskýrslum Sameinuðu þjóð- anna og nær yfir eftirtaldar iðngreinar: mat- vælaiðnað (food, beverages and tobacco, ISIC 20—22), vefjariðnað (textiles, ISIC 23), fata- iðnað (clothing, footwear and made-up texti- les, ISIC 24), trésmíði (wood products and furniture, ISIC 25—26), prentun (ISIC 28), leðuriðnað (ISIC 29), gúmiðnað (ISIC 30), og annan iðnað (ISIC 39). Léttaiðnaðurinn fram- leiðir yfirleitt neyzluvörur, en ekki fjárfest- ingarvörur. Þungaiðnaður er skilgreindur eftir sömu flokkun og nær yfir eftirtaldar iðngreinar: pappírsiðnað (ISIC 27), efnaiðnað (chemicals and chemical products, petroleum and coal products, ISIC 31—32), málmbræðslu (basic metals, ISIC 34), málmsmíði (metal products, ISIC 35—38), og steinefnaiðnað (non-metallic mineral products, ISIC 33). Þungaiðnaðurinn framleiðir yfirleitt fjárfestingarvörur. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.