Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 48
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
ritgerðin leiðir alveg hjá sér félagslega hlið
iðnþróunarinnar: þróun launa, kjara verka-
fólks, vinnuaðstöðu, verkfalla og verkalýðs-
mála almennt. Félagslega hliðin er mikið
rannsóknarefni út af fyrir sig, sem ekki er sinnt
í þessari ritgerð.
Annað einkenni ritgerðarinnar er, að hún er
skrifuð í sagnfræðilegum ramma en ekki hag-
fræðilegum, þótt meginheimildir hennar séu
tölur. Þannig er t. d. látið nægja að reikna út
tiltölulega einfaldar hundraðstölur þróunar,
en ekki farið út í hærri stærðfræði. Það væri
út af fyrir sig fróðlegt að útfæra tölulegar
upplýsingar ritgerðarinnar og reikna út for-
múlur og lögmálsbundið samhengi í hagfræði-
legum stíl, á svipaðan hátt og Hagstofa Sam-
einuðu þjóðanna hefur gert og birt í bókun-
um: Growth of World Industry 1938—1961
(heimild 21). Slíkt fellur þó utan ramma þess-
arar ritgerðar.
Þriðja einkenni ritgerðarinnar er, að hún
fjallar um iðnþróunina eina út af fyrir sig, án
tillits til tengsla hennar við þróun á öðrum
sviðum atvinnulífsins. Þannig er ekki vikið
að hlutdeild iðnaðarins í atvinnulífinu og iðn-
aðurinn er ekki að neinu leyti borinn saman
við aðrar atvinnugreinar. Fjallar ritgerðin nán-
ast um iðnaðinn „í lausu lofti“. Fróðlegt væri
að gera sams konar athuganir á öðrum þátt-
um atvinnulífsins og flétta það allt saman í
heildarrannsókn, en til þess gefst ekki ráð-
rúm hér.
Skilgreining og flokkun iðnaðar
Iðnaður er vélræn eða efnisleg umbreyting
lífrænna eða ólífrænna gæða í nýjar afurðir,
hvort sem það er gert með vélum eða í hönd-
unum, í verksmiðjum eða á verkstæðum, sam-
setning þessara afurða og viðhald þeirra, þar
sem um slíkt er að ræða.
í þessari ritgerð er hugtakið iðnaður notað
í samræmi við ofangreinda skilgreiningu og
þar með í þrengri merkingu en oft er tíðkað.
Er sú starfsemi talin vera iðnaður, sem fellur
46
undir 2. og 3. flokk skráningar ISIC (Inter-
national Standard Industrial Classification of
All Economic Activities). Þýðir þá hugtakið
iðnaður hið sama og á ensku nefnist manu-
jacturing, en ekki hið sama og industrial
activity, sem felur í sér að auki námugröft,
raforkuframleiðslu og jafnvel byggingarstarf-
semi, (1., 5. og 4. flokk skráningar ISIC). Hins
vegar er innifalin vinnsla sjávarafurða og
landbúnaðarafurða.
Hér er iðnaður á þrennan liátt greindur í
undirgreinar:
1) Iðnaður = léttaiðnaður og þungaiðn-
aður.
2) Iðnaður = fiskiðnaður, annar léttaiðnað-
ur, stóriðja og annar þungaiðnaður.
3) Iðnaður = matvælaiðnaður, vefjariðnað-
ur, fataiðnaður, trésmíði, pappírsiðnað-
ur, prentun, efnaiðnaðnr, steinefnaiðn-
aður, málmsmíði og annar iðnaður.
Undirgreinar iðnaðar skilgreinast þannig:
1. flokkun:
Léttaiðnaður er hér skilgreindur á sama hátt
og gert er í iðnaðarskýrslum Sameinuðu þjóð-
anna og nær yfir eftirtaldar iðngreinar: mat-
vælaiðnað (food, beverages and tobacco, ISIC
20—22), vefjariðnað (textiles, ISIC 23), fata-
iðnað (clothing, footwear and made-up texti-
les, ISIC 24), trésmíði (wood products and
furniture, ISIC 25—26), prentun (ISIC 28),
leðuriðnað (ISIC 29), gúmiðnað (ISIC 30), og
annan iðnað (ISIC 39). Léttaiðnaðurinn fram-
leiðir yfirleitt neyzluvörur, en ekki fjárfest-
ingarvörur.
Þungaiðnaður er skilgreindur eftir sömu
flokkun og nær yfir eftirtaldar iðngreinar:
pappírsiðnað (ISIC 27), efnaiðnað (chemicals
and chemical products, petroleum and coal
products, ISIC 31—32), málmbræðslu (basic
metals, ISIC 34), málmsmíði (metal products,
ISIC 35—38), og steinefnaiðnað (non-metallic
mineral products, ISIC 33). Þungaiðnaðurinn
framleiðir yfirleitt fjárfestingarvörur.
j